Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ég er ekki alveg...

...viss um að mig langi til að kaupa kökur og annað góðmeti í bakaríinu sem hefur þessa köku til sýningar í borðinu sínu.  Ég geri ráð fyrir að kakan sé höfð þarna til að auka áhuga á framleiðslunni, en það kann að vera að ég sé að misskilja þetta...að þetta snúist um það að sýna fram á endingu og gæði. 

Mynd031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að Viktoría Sól hafi það gott.  Hún erfir það vonandi ekki við foreldra sína að skírnarveislan fyrir tæpum þremur árum hafi verið kökulaus.


Afmælisbarn dagsins...

...er Sigurður Sverrisson.  Hann er fimmtugur.  Sigurður verður að heiman í kvöld.  Hann sinnti hins vegar starfi sínu hjá KOM í dag af miklum myndarskap og dró hvergi af sér.

Mynd037 Mynd032

 

 

 

 

  
 

 

 

 

 

Siggi er vænn piltur og góður og því var honum haldin vegleg, tvíframlengd afmælisveisla.   Veitingar voru veglegar og gjafir góðar.

Mynd039

Mynd045

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Um fagurfræðileg og heilsuaukandi áhrif Liverpool-treyjunnar var reyndar deilt innan veggja fyrirtækisins í dag, enda koma menn hér hver úr sinni áttinni.  Slíkt ástand gæti boðað vont, en við erum allir merkisberar skynsemi og greindar og getum því rætt boltamálin á afar vitlegum nótum.  Steini heldur með Newcastle, Óli með Arsenal og Siggi auðvitað með Liverpool.  Fjölmiðlaforkólfar ættu að sjá hag sinn í því að ráða okkur til vinnu eins oft í viku og ástæða þykir til; umræðuþættir okkar yrðu til að dýpka skilning landsmanna á boltanum, samhengi hlutanna og blæbrigðum lífsins.


Þetta...

...er útsýni sem seint verður að fullu metið.  Svona blasir tilveran við mér við leik og störf á daginn.

Mynd035

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru ákveðin forréttindi! 


Ég á von...

...á því að geta farið að sýna svipbrigði á allra næstu dögum.  Gleði og hamingja verða væntanlega þær tilfinningar sem vinsælastar verða til opinberunar; harmur og vandlæting sístar til sýningar.

Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því hversu óheyrilega þreytandi það er að hafa ekki stjórn á helmingi andlitsins.  Hefði líklega átt að gera það, miðað við fyrri reynslu, en þar sem árin eru farin að færast yfir tekur óminnishegri líklega við óheyrilega leiðinlegum minningum.
Lyfjarússið jók enn á þreytuna.  Ég hef reyndar ekki tekið eftir miklum skapsveiflum, svona þannig lagað, en síðustu daga hefur margt smálegt farið í taugarnar á mér.  Klæðaburður og sjálfsblekking sjónvarpsfólks og myndbandasýning í hálfleik á íþróttaútsendingu í sjónvarpinu, svona til að nefna eitthvað.  Metnaðarleysi.  Óeðlilega heimskulegar tillögur landsþings...sem kannski ætti ekki að koma á óvart miðað við ætterni þingsins.

Fróðleikur helgarinnar.  Svona lítur þetta út frá sjónarhóli lýsandans. 

IMG_0049

 

Og já...um helgina kynntist ég einbúa!


Jæja...

...er ekki orðið tímabært að rjúfa þögnina?

Það er verst að maður er búinn að missa af fjölmörgum skemmtilegum málum til að fjasa um.  Það verður bara að hafa það.
Helstu atriði frétta.  Ekki endilega í krónólógiskri tímaröð.  Ný vinna.  Andlitslömun og heilasneiðmyndataka.  Apple Macintosh.


Nýja vinnan er hjá KOM.  Almannatengsl.  Ég átti 20 ára fjölmiðlaafmæli síðasta haust, þannig að það var alveg orðið tímabært að taka frí frá þessu eiginlega fjölmiðlabrasi.  Miðlarnir tengjast auðvitað þessari nýju vinnu, en á allt annan og að mörgu leyti skemmtilegri hátt.  KOM er ljómandi skemmtilegur staður, stútfullur af skemmtilegu fólki.  Það skemmir ekki fyrir að ég þekki meirihluta starfsmanna og það af góðu einu.  Skátablaðið sem fylgir Morgunblaðinu á fimmtudaginn er okkar verk.  Fjandi gott, þótt ég segi sjálfur frá.

Fyrsti dagurinn var afar eftirminnilegur.  Ég eyddi stórum hluta dagsins á bráðamóttöku LSH.  Málið var að á sunnudaginn fór ég að finna fyrir pirringi í hægra auganu, tilfinningin var svona svipuð þeirri sem fylgir því að fá augnhár eða annað tilfallandi í augað.  Þegar leið á daginn fannst mér eins og ég væri að missa stjórn á hægri helmingi andlitsins, matarneyslan um kvöldið var eftirminnileg þar sem munnurinn var tregur til samstarfs.  Þegar ég burstaði tennurnar seint og um síðir fannst mér ég vera að fínpússa hryggjarliðina.  Mjög undarleg upplifun.  Við fyrsta hanagal á mánudag hélt ég að allt væri orðið gott, mér fannst andlitsstjórnun bara ganga bærilega.  Þangað til ég leit í spegil.  Stjórnun var hreinlega ekki til staðar; í stað þess að blikka báðum augum eins og þorri landsmanna blikka ég bara með því vinstra og brosið teygir sig bara til vinstri, verður einhvers konar besservisser-glott.  Þessir taktar minna á sterkustu hliðar árangursmiðaðra piparsveina, en verða þreytandi til lengdar.  Ég mætti til vinnu og blikkaði eins og það væri hluti af starfslýsingunni, en fljótlega upp úr hádegi var orðið ljóst að þetta gengi ekki til lengdar.  Ég hlýddi ráðum þeirra sem til þekkja og skundaði upp á slysó.  Þar kom fljótlega í ljós að þetta er vírussýking í hægra auga og hún teygir sig niður í taugarstjórnunarstöðina undir kinnbeininu.  Ef ég hef skilið þetta rétt er þetta náskýlt og keimlíkt Bell´s Palsy.  Það vill svo skemmtilega til að ég fékk Bell´s Palsy fyrir rúmum 20 árum...vinstra megin.  Líklega er þetta aðferð sem þeir þarna í efra nota til jafna ófríðleikann út.  Ljótur báðum megin!  Ég var sendur í heilasneiðmyndatöku til vonar og vara.  Ég fékk endurgreitt.  Nú tekur við hrikalegur 10 daga stera- og víruseitthvað-kúr.  Hann gæti haft áhrif á lundarfar.  Frábært.  Ef ég verð skapstyggur og viðskotaillur á næstunni er það vegna steranna.  Bara svo að það sé á hreinu.  

Eitt af því sem fylgir nýrri vinnu er nýtt tölvuumhverfi.  Nú hamra ég eins og vindurinn á Makka.  Ég beit það í mig fyrir mörgum árum að Makkinn væri einhvers konar prótótýpa af tölvu, snilldarlega markaðssett en samt ekkert spes.  Ég er hægt og bítandi að skipta um skoðun.  Þetta er hin fínasta græja.  Ef ég skrifa eitthvað andstyggilegt á næstunni er það vegna Makkans.  Bara svo að það sé á hreinu. 


Tölvuvandræði...

Ónefnt tölvuþjónustufyrirtæki í Bandaríkjunum hefur opinberað lista yfir 10 bjánalegustu spurningarnar og/eða vandamálin sem upp hafa komið í þjónustferlinu.  Það borgar sig ekki að reyna að þýða þetta... 

1. Customer: 'My mouse mat isn't wired up' Advisor: 'I'm not sure I understand, your mouse mat shouldn't have any wires.' Customer: “well how does it know where my mouse is? Is it wireless?”

2. Advisor: “Press any key to continue.” Customer: “I can't find the 'Any' key.”

3. Customer: “I keep getting inappropriate pop-ups on my computer and don't want my wife to think that it's me.” Advisor: “I will remove them for you.” Customer: “How do I get them back when she is not in?”

4. Customer: “I met a man on the internet, can you give me his phone number?”

5. Advisor: “You have spyware on your machine which is causing the problem.” Customer: “Spyware? Can they see me getting dressed through the monitor?”

6. Customer: “How do I change channel on my monitor?” Advisor: “Your monitor won't have channels like a TV.” Customer: “But I was watching the internet channel the other day and now I just get the word processing channel.”

7. Advisor: “Can you click on 'My Computer'?” Customer: “I don't have your computer, just mine.”

8. Customer: “My 14 year-old son has put a password on my computer and I can't get in.” Advisor: “Has he forgotten it?” Customer: “No he just won't tell me it because I've grounded him.”

9. Customer: “I have lost my work.” Advisor: “Let's see if we can get your documents back for you?” Customer: “You don't understand, I've lost my job and I want to get on to the internet to find a new one.”

10. Customer: “My internet isn't working” Advisor: “What modem are you using, is everything connected up?” Customer: “No I haven't taken the computer or the modem out of their boxes yet!”


Þetta rifjar upp innlenda tölvuvandræðasögu, sem kann að vera uppspuni frá rótum...jafnvel flökkusaga.
Kona hringdi í ónefnda tölvuþjónstu til að fá hjálp við að kveikja á tölvunni sinni.  Hún var með splunkunýja borðtölvu sem hreinlega stóð meðvitundarlítil á borðinu þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir.  Sá sem varð fyrir svörum hafði lent í svipuðum málum skömmu áður og kunni því réttu tökin.  Hann lét konuna finna alla kapla og ganga úr skugga um að þeir væru rétt tengdir og að allt væri í sambandi.  Þegar það var komið á hreint datt tölvumanninum í hug að láta konuna athuga örlítinn takka aftan á tölvunni sem stýrir strauminntökunni.  Konan átti í talsverðum vandræðum með að finna þennan takka, brölt og brak skilaði litlu og þegar tölvumaðurinn ítrekaði fyrir henni að þetta væri lítill takki aftan á tölvunni sagðist konan eiga í vandræðum með að sjá aftan á tölvuna..."það er nefnilega rafmagnslaust hjá mér, allt slökkt, og ég sé ekki almennilega þarna aftan á tölvuna."


Ég er vitrari...

...en ég var.  Þegar ég vaknaði í morgun hafði ég öðlast dýpri skilning á svo ótal mörgu, m.a. af hverju mjólkin er alltaf á sínum stað og hvernig atburðir í sjónvarpi geta verið "nánast í beinni".  Þetta er eitthvað sem erfitt er að útskýra og þeir einir skilja sem náð hafa sama eða svipuðum andlegum þroska.  Þetta er flókin og margslungin viska, sem ekki hægt er skilgreina sem bókvit og reyndar erfitt er að skilgreina yfir höfuð; þetta hellist einfaldlega yfir mann án átaka og án þess að eftir því sé sóst.  Hlutir sem áður virtust flóknir og illskiljanlegir ganga nú algjörlega upp. 
Flestum öðlast þessi hugljómun með tíð og tíma og þótt þetta sé eftirsóknarvert ástand þýðir lítið að reyna að flýta ferlinu.  Þeim sem reynt hafa slíkt hefur mistekist svakalega og til eru þeir sem hafa komið tiltölulega illa út úr slíkum tilraunum.  Þetta kemur allt saman og þegar það gerist rennur það upp fyrir þiggjendum að þeir eiga andlega jafningja af öllum stærðum og gerðum; fólk sem býr yfir viðlíka skilningi og þroska.  Eða því sem næst.

Jebb...ég er orðinn fertugur.


Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband