Leita í fréttum mbl.is

Hvað á barnið að heita?

Hefði hljómsveitin Feedback náð alheimsvinsældum og meðlimir sveitarinnar orðið andlegir trúarleiðtogar Valtýs Björns án nafnabreytingar?  Væru Kenneth Reginald Dwight, Declan MacManus, Thomas Woodward og Arnold Dorsey skærar stjörnur á himni dægurtónlistarinnar?  Hefðum við veitt gruggsveitinni Mookie Blaylock verðskuldaða athygli?  Hvað með Pud, Psychedelic Rangers, Teen King and The Emergencies, Sharp Young Men, Gary Webb, Skip Rope, The Makers?  Þetta eru allt hljómsveitir og listamenn sem töldu framtíð sinni betur borgið að undangenginni nafnabreytingu og líklega má fullyrða að hafi haft erindi sem erfiði. 
Getraun dagsins...hvaða listamenn og hljómsveitir eru þetta?

Nafnapælingin er aðallega tilkomin vegna þess að lítt þekkt hljómsveit, líklega rússnesk, hafði vit á því að vanda mjög til verka þegar kom að nafnavali.  Af afrekum sveitarinnar fara fáar sögur...enn sem komið er.  Söngvarinn er reyndar hress.  Þetta er stórsveitin Snorri Sturluson að spila í Havana-klúbbnum í Moskvu.


Aukagetraun dagsins...

Hvaða myndarpiltur heldur hér þéttingsfast í hönd eiginkonu sinnar...og nýtur þeirra forréttinda að vera í kjörhæð þegar kemur að faðmlögum?

16413675


Afmælisbarn dagsins er...Númi Snorrason.  Hann er eins árs í dag.

IMG_1339b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tel að þarna sé verið að tala um fjórmenningana í U2 en restina þekki ég ekki en þarna finnst mér óneitanlega vanta hina fornfrægu sveit The Clarencers þar sem hið mikla leyndarmál um hinn eina sanna Clarence Walker er um það bil að verða gert opinbert

Þráinn Brjánsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mookie Blaylock er allavega eldra nafn Pearl Jam

Markús frá Djúpalæk, 27.4.2008 kl. 18:45

3 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta var nú aldeilis skemmtilegt. eitthvað kviknuðu ljós en margt er ennþá alveg kolsvart.

u2 er feedback eins og frændi þráinn brjánsson segir, og hann er örugglega þunnur því margt af þessu á hann að vita...

doors voru psycedelic rangers, teen king and... voru eagles.

minnst var á elvis costello og gary anthony james webb hinn nýfimmtuga eiga auðvitað allir að þekkja..... allir.

íslandsvinurinn kenneth reginald dwight er fornfrægur og svo er ég sko bara ekkert viss um rest.

til hamingju með hið rússneska band. ekki dónalegt að heil hljómsveit sé skírð í hausinn á manni...

sé ekki hver þessi lukkulegi piltur er en til hamingju með núma.

þegar ég var ungur í verbúð fiskiðjunnar í vestmannaeyjum, voru þar írskir feðgar, Lee og Roy. voru þeir að spila boy með u2, því það voru uppeldisvinir Lee´s og þeir voru með helling af spólum með ýmsu efni -gömlum upptökum u2- sem maður hlustaði á. man að þeir sögðu að þessir gæjar væru ógeðslega góðir og ætluðu að verða heimsfrægir.

stundum laug Lee en ég held bara ekki þarna sko.

arnar valgeirsson, 27.4.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Má geta þess að upphaflega listamannsnafn Gary Anthony James Webb var Valerian.

Woodward hljómar ekki eins söluvænlegt og Jones. Samt finnst mér Pearl Jam lítið - en þó svolítið - skárra en Mookie Blaylock.

Makers - er það ekki bandið með þarna einum sem var í Split Enz með þeim bræðrum sem urðu svo Crowded House? Hvað er Skip Rope?

Svo má rita heila bók um bíóleikara og nöfn þeirra - Michael Caine, John Wayne, Charles Bronson og fleiri hafa notið góðs af eilitlum breytingum.

Ingvar Valgeirsson, 27.4.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: arnar valgeirsson

bíóleikarar og nöfn þeirra eftir ingvar valgeirsson...

fyrir næstu jól

arnar valgeirsson, 27.4.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gleymdi að segja að mér finnst Arnold Dorsey talsvert betra en Engilbert Humperdink. Hvaða fíbbli datt breytingin í hug?

Ingvar Valgeirsson, 27.4.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Snorri Sturluson

Leyndarmál Clarence Walker og The Clarences er afskaplega vel varðveitt, enda byltir opinberun sannleikans hugmyndafræði flestra um dægurtónlist, upphaf hennar og miðju.  Tilvera þessarar sveitar hefur verið dregin í efa, en finnist á alnetinu sönnunargagnið um sporin sem hún markaði á sínum tíma verður það birt hér á þessum vettvangi skömmu síðar.
Það er ekkert verið að segja manni að hafin sé bloggtíð...nei nei.  Ég verð þá að taka að mér hið ósérhlífna verk að opinbera dýrðina...http://trainn.blog.is 

Þetta er allt í áttina bræður...allt í áttina.  Við eigum þó enn eftir Pud, Sharp Young Men, Skip Rope og The Makers.  Og hinn vel gifta pilt á myndinni.

Ég mun kaupa bókina.  Verð hugsanlega í örlítilli samkeppni með ritverk mitt "Það sem maður segir þegar maður er búinn að skella á".

Snorri Sturluson, 27.4.2008 kl. 22:48

8 Smámynd: arnar valgeirsson

áhugaverðir titlar. makers klingir bjöllum en er ekki viss. eitthvað pönk..

fatta ekki hinn hamingjusama dúd og ekki enn hinar grúppur.

en hlakka til jólabókaflóðsins. tommi hermanns gefur ykkur örugglega út ef þið bjallið bara í hann.

arnar valgeirsson, 27.4.2008 kl. 23:02

9 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er nú svosem ekki mjög merkilegt að rússnesk hljómsveit kalli sig eftir íþróttafréttamanni sem veit ekki hvort hann er Valsari eða KA maður!! Mér finnst öllu merkilegra að fá stóra og myndarlega eyju skírða í höfuðið á sér og að sjálfsögðu er ég að tala um Jan Mayen..

Guðni Már Henningsson, 27.4.2008 kl. 23:46

10 Smámynd: arnar valgeirsson

einu sinni ka maður, ávallt ka maður. annað eru svik og prettir og landvistarleyfi á akureyri afturkallað.

samt má hafa taugar til annara liða. en hjartað slær með ka.

makers eru að bögga mig. reyndi gúggl og allt. gengur ekkert.

þetta fer að verða spurning um vísbendingar.

arnar valgeirsson, 28.4.2008 kl. 19:35

11 Smámynd: Snorri Sturluson

KA er lífið...og þar með er það útrætt.

Vís...

Pud ákváðu að gerast bræður...

Sharp Young Men eru líklega kunnastir...svona meðal almennings...fyrir endurgerð margrómaðs og víðfrægs lags sem fjallar um sambandsslit...

Skip Rope voru hér á landi fyrir skemmstu...dreggjarnar öllu heldur...en þóttu standa sig nokkuð vel...

Makers tóku sér nafn sem vísar til borgarhluta evrópskrar höfuðborgar...en í þessum borgarhluta var víðfrægt fangelsi sem jafnað var við jörðu eftir að síðasti fanginn geispaði golunni.

Snorri Sturluson, 28.4.2008 kl. 23:07

12 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Skömm frá því að segja en ég er alveg tómur.

Ég veit bara að þetta eru einhverjar leiðinlegar hljómsveitir !!

Þórður Helgi Þórðarson, 29.4.2008 kl. 11:54

13 identicon

Pilturinn er tomm krús

steini (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:53

14 Smámynd: Snorri Sturluson

Neineineinei...þetta er ekki einu sinni leikari.  Það kemur sér reyndar óskaplega vel fyrir hann...starfans vegna...að vera stuttur í annan endann.

Þetta eru allt merkar og hæfilega skemmtilega hljómsveitir...ég skal fúslega viðurkenna það að þær eru misskemmtilegar.

Snorri Sturluson, 29.4.2008 kl. 14:57

15 Smámynd: arnar valgeirsson

ég er sorglega blankur í haus og fatta ekkert. ekki einu sinni hver dúddinn er með girnilegu kærustuna en hann er örugglega annaðhvort knapi eða kappakstursgaur, úr þvi að betra er að vera lágvaxinn í jobbinu.

hvað hafa íslandsvinirnir í skip rope, eða þannig, starfað lengi? og ekki eru það uriah heep, deep purple eða stranglers. og hvaðan koma þeir eiginlega ha?

svo held ég bara að þú verðir að koma með evrópsku borgina. sveiattan barasta.

arnar valgeirsson, 1.5.2008 kl. 18:21

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Makers eru þá líklega Spandau Ballet - en þegar Spilt Enz hætti stofnuðu sumir Crowded House og aðrir band sem hét einmitt Makers. en það var í allt annari heimsálfu.

Skip Rope - eru það þá Beach boys? Uriah Heep? Deep Purple? Ekki eru það Stranglers...

Ingvar Valgeirsson, 1.5.2008 kl. 19:23

17 Smámynd: Snorri Sturluson

Þetta er allt í áttina...og líklega orðið tímabært að lyfta hulu...

Pud heita í dag Doobie Brothers...

Sharp Young Men eru Faith No More...sambandsslitasöngurinn er Easy...

Skip Rope er nú bara Skid Row...

Makers eru vissulega Spandau Ballet...Ingvar fær óheyrilegan fjölda rokkstiga fyrir átta sig á Spandau-hverfinu í Berlín og samnefndu fangelsi sem hýsti nasistaskratta og var rifið eftir að Rudolf Hess stytti sér aldur...ef marka má opinberar heimildir.


Arnar var á réttri braut...kappakstursbraut!  Þetta er kappaksturshetjan og heimsmeistarinn Kimi Räikkönen sem heldur þéttingsfast í hönd eiginkonu sinnar...fyrirsætunnar og Skandinavíufegurðardrottningarinnar Jenni Dahlman.

Snorri Sturluson, 1.5.2008 kl. 23:02

18 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff hvað ég var glöð að sjá að svörin voru komin! Ég vissi nefnilega bara nafn höfuðlopagrúppunnar Bremsufar! En fannst hálf lamað að vera bara með eitt svar, þó rétt væri :)

Alla er nú hægt að finna á netinu. Meira að segja þig!

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.5.2008 kl. 02:43

19 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Djöfull var djúpt á þessu..... samt glatað að vita þetta ekki með FNM

Þórður Helgi Þórðarson, 2.5.2008 kl. 09:35

20 Smámynd: arnar valgeirsson

sjitt. og ég var að fara yfir þetta með félaga mínum og hann sagði að skip rope hlyti að vera skid row... sett fram í hálfkæringi eins og ung og myndarleg upplýsingafulltrúa... nýráðin, sagði.

en ég lufsaðist ekki til að setja það fram. algjör plebbi. glötuð rokkstig.

en heyrðirðu einhverntíma í súpergrúppunni dramatis? hljómborðsleikarinn var píanóleikari hjá lundúnarsymfó ef ég man rétt. og spilaði á plötum hjá topptónlistarfólki. algjörlega.

á sko plötur með dramatis. líka með maximum sound.

arnar valgeirsson, 2.5.2008 kl. 22:22

21 Smámynd: arnar valgeirsson

smá tónlistarplötuuppáhalds... ehemm nostalgíudæmi á laufabraðinu. gaman að heyra eitt eða tvö af hverri svona í úbbartinu svona bráðum ha. common, þetta verða nú bara tuttuguogsex stykki þegar upp er staðið...

en hver annari betri. lofa.

arnar valgeirsson, 10.5.2008 kl. 00:39

22 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég veit þetta með Clarences - á viðtal við fyrrum forsprakka þeirra á mynddiski. Nöfn laganna enduðu oftar en ekki á orðinu "man".

Ingvar Valgeirsson, 13.5.2008 kl. 20:30

23 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Og svo má spyrja sig hvort Skríplarnir hefðu meikað það ef þeir hefðu ekki skipt um nafn...

Ingvar Valgeirsson, 14.5.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband