Mánudagur, 15. janúar 2007
Gulli fóstbróðir minn...
...er búinn að vera í fréttunum upp á síðkastið á kolröngum forsendum. Þannig lagað séð. Hann var svo niðursokkinn í lestur tímaritsgreinar rétt fyrir jólin að hann áttaði sig ekki á því að hann var orðinn alelda. Að aftanverðu. Þetta kallar maður einbeitingu. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og skaðinn talsverður, en sem betur fer er Gulli þannig gerður að hann sér jákvæðu og/eða spaugilegu hliðarnar á flestum málum. Ég heyrði aðeins í honum á meðan hann lá á spítalanum og þakkaði honum fyrir að koma loksins fram í sjónvarpinu ber að ofan. Hann sagðist ekki vera í nokkrum vafa um að hann væri heitasti þingmaðurinn í dag.
Þetta samtal, og þar með flutningur og neysla frétta af vinum og félögum frá fyrri tíð, ásamt öðru samtali sem ég átti um svipað leyti varð til þess að ég fór aðeins að velta fyrir mér þeim dásamlega hópi manna og kvenna sem sveif um ganga MA í eighties-sveiflunni miðri. Ég heimsótti nefnilega Reebok-umboðið á dögunum, spjallaði dágóða stund við staðarhaldarann og þá kom í ljós að bróðir hans var samferðamaður minn í gegnum hina merku menntastofnun á Brekkunni. Í þessum fríða hópi eru m.a. læknar og sérfræðingar, forstjórar og framkvæmdamenn, lykilmenn í útrás banka og annarra lánastofnana...og svo þingmenn og sveitastjórnendur. Gulli og Kópavogserfinginn Ármann Kr. brölluðu t.a.m. eitt og annað saman og eiga það t.d. á afrekaskránni sinni að hafa flutt fyrirlestur um Kontraskæruliða í formi hryðjuverkaárásar á kennslustofuna...og þar með bekkjarfélaga sína. Mig minnir að Gunni Frím hafi ekki verið neitt sérlega hrifinn af uppátækinu og hafi gefið frekar lága einkunn. Annars átti Gunni horn í síðu Gulla eftir að sá síðarnefndi gerði heiðarlega tilraun til að ráða þáverandi konrektor af dögum. Gunni fór með F-bekkinn, sem skartaði s.s. Gulla, Ármanni og fleiri góðum, í hina sögufrægu skoðunarferð um háaloft gömlu MA-byggingarinnar og stjórnarformaður Orkuveitunnar fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að fela sig inni í skáp. Gott ef Ármann átti ekki að gefa honum merki um það hvenær hentugast væri að ryðjast rymjandi út úr skápnum. Tilgangurinn var auðvitað sá að skjóta bekkjarfélögunum skelk í bringu. Gunni sá hins vegar Ármann fikta eitthvað við skáphurðina og sá ástæðu til að athuga hvað væri í gangi. Um leið og hann opnaði skápinn stökk Gulli æpandi á móti honum með hendur á lofti. Hermt er að Gunni hafi sigið hljóðlaus til jarðar...einhver stóð reyndar fyrir aftan hann og sá til þess að lendingin var mjúk...og það sem eftir lifði dags sagði hann frekar fátt. Þegar Gulli var spurður hvort hann hefði ekki áttað sig á því hver væri að opna skápinn svaraði hann því til að hann hefði alveg vitað það, hann hefði bara ekki séð neina ástæðu til að standa þarna pervisinn og aumingjalegur!
Annar MA-ingur lætur ljós sitt skína nokkuð skært í fréttum Stöðvar 2 og er hreinlega að verða einn skemmtilegasti sjónvarpsmaður landsins. Á námsárunum gekk Björn Þorláksson undir nafninu Björn Þ. Vogar, eða bara Bjössi Vogar, enda frá Vogum. Hann var ekki alveg sá sem maður veðjaði á að yrði fréttamaður í sjónvarpi, en hvað veit maður svo sem? Bjössi er snjall piltur, eldklár og glimrandi flinkur pianóleikari og lagahöfundur. Ég man ennþá laglínurnar í lögunum hans tveimur sem Sissa söng á Viðarstauk fyrir svö löngu að ég man fátt annað frá þessu tímabili. Ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið árið eftir að hljómsveitin Gengið ilsig, sem Sissa söng líka með sællar minningar, varð í öðru sæti þessarar ágætu hljómsveitarkeppni, mesti skandallinn í sögu keppninnar. Um Gengið ilsig verður hugsanlega fluttur lærður pistill síðar.
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
Satt segir þú, minn frómi. Víða má sjá að þessi snilldarblóm hafa komið sér fyrir. Sumir að vísu á svolítið óvæntum miðum. Ég segi ekki kannski að kennarastofan hefði talið að markaskorarinn hjá Skallagrími yrði endilega einhvers konar Beckham, þótt góður væri. Og B.Þ. Vogar hefði trúlega áður verið talinn líklegri sem tónlistarmáður eða söngvaskáld en fréttamaður og rithöfundur, eins og hann er. En svona er þetta. Einn af fjölmörgum fóstursonum mínum er sagnfræðingur og frönskukennari að mennt en starfar sem tölvukerfisstjóri á sjúkrahúsi og annar, sem ætlaði að verða verkfræðingur útskrifaðist úr kvikmyndaskóla í París og rekur saltfisksölu á Spáni.
Það er annars gaman að fletta Carminunni og sjá hveru ótrúlega margir á þínum árum eru þekktir í þjóðlífinu. Það hefur orðið andskoti mikið úr þessum krökkum. Og nokkrir úr þínum árgangi líka komið og sett svip sinn á skólann.
Hins vegar ættir þú að skrá sögu þess merka flokks sem nefndur var Gengið Ilsig. Ég held að sumir sveitasöngvarar í Nashville yrði ögn glaðir.
Sverrir Páll Erlendsson, 18.1.2007 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.