Mánudagur, 15. janúar 2007
Gulli fóstbróđir minn...
...er búinn ađ vera í fréttunum upp á síđkastiđ á kolröngum forsendum. Ţannig lagađ séđ. Hann var svo niđursokkinn í lestur tímaritsgreinar rétt fyrir jólin ađ hann áttađi sig ekki á ţví ađ hann var orđinn alelda. Ađ aftanverđu. Ţetta kallar mađur einbeitingu. Ţetta er auđvitađ grafalvarlegt mál og skađinn talsverđur, en sem betur fer er Gulli ţannig gerđur ađ hann sér jákvćđu og/eđa spaugilegu hliđarnar á flestum málum. Ég heyrđi ađeins í honum á međan hann lá á spítalanum og ţakkađi honum fyrir ađ koma loksins fram í sjónvarpinu ber ađ ofan. Hann sagđist ekki vera í nokkrum vafa um ađ hann vćri heitasti ţingmađurinn í dag.
Ţetta samtal, og ţar međ flutningur og neysla frétta af vinum og félögum frá fyrri tíđ, ásamt öđru samtali sem ég átti um svipađ leyti varđ til ţess ađ ég fór ađeins ađ velta fyrir mér ţeim dásamlega hópi manna og kvenna sem sveif um ganga MA í eighties-sveiflunni miđri. Ég heimsótti nefnilega Reebok-umbođiđ á dögunum, spjallađi dágóđa stund viđ stađarhaldarann og ţá kom í ljós ađ bróđir hans var samferđamađur minn í gegnum hina merku menntastofnun á Brekkunni. Í ţessum fríđa hópi eru m.a. lćknar og sérfrćđingar, forstjórar og framkvćmdamenn, lykilmenn í útrás banka og annarra lánastofnana...og svo ţingmenn og sveitastjórnendur. Gulli og Kópavogserfinginn Ármann Kr. brölluđu t.a.m. eitt og annađ saman og eiga ţađ t.d. á afrekaskránni sinni ađ hafa flutt fyrirlestur um Kontraskćruliđa í formi hryđjuverkaárásar á kennslustofuna...og ţar međ bekkjarfélaga sína. Mig minnir ađ Gunni Frím hafi ekki veriđ neitt sérlega hrifinn af uppátćkinu og hafi gefiđ frekar lága einkunn. Annars átti Gunni horn í síđu Gulla eftir ađ sá síđarnefndi gerđi heiđarlega tilraun til ađ ráđa ţáverandi konrektor af dögum. Gunni fór međ F-bekkinn, sem skartađi s.s. Gulla, Ármanni og fleiri góđum, í hina sögufrćgu skođunarferđ um háaloft gömlu MA-byggingarinnar og stjórnarformađur Orkuveitunnar fékk ţá bráđsnjöllu hugmynd ađ fela sig inni í skáp. Gott ef Ármann átti ekki ađ gefa honum merki um ţađ hvenćr hentugast vćri ađ ryđjast rymjandi út úr skápnum. Tilgangurinn var auđvitađ sá ađ skjóta bekkjarfélögunum skelk í bringu. Gunni sá hins vegar Ármann fikta eitthvađ viđ skáphurđina og sá ástćđu til ađ athuga hvađ vćri í gangi. Um leiđ og hann opnađi skápinn stökk Gulli ćpandi á móti honum međ hendur á lofti. Hermt er ađ Gunni hafi sigiđ hljóđlaus til jarđar...einhver stóđ reyndar fyrir aftan hann og sá til ţess ađ lendingin var mjúk...og ţađ sem eftir lifđi dags sagđi hann frekar fátt. Ţegar Gulli var spurđur hvort hann hefđi ekki áttađ sig á ţví hver vćri ađ opna skápinn svarađi hann ţví til ađ hann hefđi alveg vitađ ţađ, hann hefđi bara ekki séđ neina ástćđu til ađ standa ţarna pervisinn og aumingjalegur!
Annar MA-ingur lćtur ljós sitt skína nokkuđ skćrt í fréttum Stöđvar 2 og er hreinlega ađ verđa einn skemmtilegasti sjónvarpsmađur landsins. Á námsárunum gekk Björn Ţorláksson undir nafninu Björn Ţ. Vogar, eđa bara Bjössi Vogar, enda frá Vogum. Hann var ekki alveg sá sem mađur veđjađi á ađ yrđi fréttamađur í sjónvarpi, en hvađ veit mađur svo sem? Bjössi er snjall piltur, eldklár og glimrandi flinkur pianóleikari og lagahöfundur. Ég man ennţá laglínurnar í lögunum hans tveimur sem Sissa söng á Viđarstauk fyrir svö löngu ađ ég man fátt annađ frá ţessu tímabili. Ég er nokkuđ viss um ađ ţetta hafi veriđ áriđ eftir ađ hljómsveitin Gengiđ ilsig, sem Sissa söng líka međ sćllar minningar, varđ í öđru sćti ţessarar ágćtu hljómsveitarkeppni, mesti skandallinn í sögu keppninnar. Um Gengiđ ilsig verđur hugsanlega fluttur lćrđur pistill síđar.
Bloggvinir
-
sturla
-
arnim
-
aronb
-
atlifannar
-
bennirabba
-
biggibraga
-
bjarney
-
blues
-
braids
-
charliekart
-
dabbi
-
doddilitli
-
dyrley
-
egillg
-
eythora
-
eyvi
-
feron
-
forsetinn
-
gaflari
-
gretaro
-
grumpa
-
gudbjorn
-
gudjonbergmann
-
gudni-is
-
gudnim
-
gummigisla
-
gunnarfreyr
-
gusti-kr-ingur
-
habbakriss
-
hallgri
-
hannesjonsson
-
hannibal
-
heidathord
-
heimskyr
-
helgigunnars
-
hergeirsson
-
heringi
-
hjossi9
-
hlekkur
-
hossilar
-
hvala
-
hvitiriddarinn
-
ingvarvalgeirs
-
ithrottir
-
jabbi
-
jakobsmagg
-
jax
-
jbv
-
jensgud
-
jonasantonsson
-
juljul
-
king
-
kjarrip
-
kosningar
-
kvistur
-
latur
-
laufabraud
-
ljosmyndarinn
-
maggi270
-
malacai
-
markusth
-
moppi
-
nesirokk
-
olafurfa
-
orri
-
raggipalli
-
runarhi
-
rungis
-
sax
-
saxi
-
sedill
-
seth
-
sigmarg
-
skallinn
-
steinibriem
-
stormsker
-
sven
-
svenko
-
svenni71
-
sverrir
-
swaage
-
thordursteinngudmunds
-
tilfinningar
-
vg
-
x-bitinn
-
ylfamist
-
730
-
bestfyrir
-
pjeturstefans
Athugasemdir
Satt segir ţú, minn frómi. Víđa má sjá ađ ţessi snilldarblóm hafa komiđ sér fyrir. Sumir ađ vísu á svolítiđ óvćntum miđum. Ég segi ekki kannski ađ kennarastofan hefđi taliđ ađ markaskorarinn hjá Skallagrími yrđi endilega einhvers konar Beckham, ţótt góđur vćri. Og B.Ţ. Vogar hefđi trúlega áđur veriđ talinn líklegri sem tónlistarmáđur eđa söngvaskáld en fréttamađur og rithöfundur, eins og hann er. En svona er ţetta. Einn af fjölmörgum fóstursonum mínum er sagnfrćđingur og frönskukennari ađ mennt en starfar sem tölvukerfisstjóri á sjúkrahúsi og annar, sem ćtlađi ađ verđa verkfrćđingur útskrifađist úr kvikmyndaskóla í París og rekur saltfisksölu á Spáni.
Ţađ er annars gaman ađ fletta Carminunni og sjá hveru ótrúlega margir á ţínum árum eru ţekktir í ţjóđlífinu. Ţađ hefur orđiđ andskoti mikiđ úr ţessum krökkum. Og nokkrir úr ţínum árgangi líka komiđ og sett svip sinn á skólann.
Hins vegar ćttir ţú ađ skrá sögu ţess merka flokks sem nefndur var Gengiđ Ilsig. Ég held ađ sumir sveitasöngvarar í Nashville yrđi ögn glađir.
Sverrir Páll Erlendsson, 18.1.2007 kl. 09:50
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.