Leita í fréttum mbl.is

Ég er vitrari...

...en ég var.  Þegar ég vaknaði í morgun hafði ég öðlast dýpri skilning á svo ótal mörgu, m.a. af hverju mjólkin er alltaf á sínum stað og hvernig atburðir í sjónvarpi geta verið "nánast í beinni".  Þetta er eitthvað sem erfitt er að útskýra og þeir einir skilja sem náð hafa sama eða svipuðum andlegum þroska.  Þetta er flókin og margslungin viska, sem ekki hægt er skilgreina sem bókvit og reyndar erfitt er að skilgreina yfir höfuð; þetta hellist einfaldlega yfir mann án átaka og án þess að eftir því sé sóst.  Hlutir sem áður virtust flóknir og illskiljanlegir ganga nú algjörlega upp. 
Flestum öðlast þessi hugljómun með tíð og tíma og þótt þetta sé eftirsóknarvert ástand þýðir lítið að reyna að flýta ferlinu.  Þeim sem reynt hafa slíkt hefur mistekist svakalega og til eru þeir sem hafa komið tiltölulega illa út úr slíkum tilraunum.  Þetta kemur allt saman og þegar það gerist rennur það upp fyrir þiggjendum að þeir eiga andlega jafningja af öllum stærðum og gerðum; fólk sem býr yfir viðlíka skilningi og þroska.  Eða því sem næst.

Jebb...ég er orðinn fertugur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn, karlinn minn!

Siddi.

Sigþór Einarsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Til hamingju með daginn...þetta er miklu betra.

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.2.2007 kl. 10:04

3 identicon

Innilega til hamingju með 14.600 dagana!

Hilmar Þórlindsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 12:37

4 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Jæja kallinn. Þú nálgast sífellt. Þú nærð mér einn góðan veðurdag.

Sverrir Páll Erlendsson, 5.2.2007 kl. 23:02

5 identicon

Elsku kallinn...hjartanlegar hamingjuóskir! Ég var ekki búin að fatta hvað þú ert miklu eldri en ég :-)

Gulla (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 13:54

6 identicon

Elsku kallinn...hjartanlegar hamingjuóskir! Ég var ekki búin að fatta hvað þú ert miklu eldri en ég :-)

Gulla (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 13:59

7 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Til hamingju, það er gott fólk sem er komið yfir þennann áfanga

Rúnar Haukur Ingimarsson, 6.2.2007 kl. 17:00

8 identicon

til hamingju með það meistari. 

eddi (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 08:54

9 identicon

Til hamingju með afmælið.

Fæ ég nokkuð íbúðina þína lánaða fljótlega fyrir partý?

bkv,

Egill 

Egill (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 00:47

10 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Til hamingju með daginn Snorri. Nú fer lífið að hefjast. Verð að minna þig á að ég er enn 10 árum á undan þér :) þú komst á tuginn með mér í þrjá daga :) Ég veit að þú þarft engu að kvíða.

Birgir Þór Bragason, 13.2.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband