Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Er ég...
...sá eini sem fannst eitthvað skrítið við það að í sjónvarpsfréttum á sunnudagskvöld skyldi umfjöllun um svokallaðar álverskosningar í Hafnarfirði vera í höndum aðila sem tengist frambjóðanda sem er vægast sagt mótfallinn álversframkvæmdum blóðböndum? Sjálfsagt hefur ekkert verið athugavert við vinnubrögðin, en þetta er samt ófaglegt og með góðum vilja væri hægt að hrúga gagnrýninni á þessa tilhögun.
Ég kaus ekki. Þetta voru þögul mótmæli mín við þeirri foráttuheimsku sem grasseraði í kringum þetta hringleikahús fáránleikans. Í öllu þessu kraðaki, einkum og sér í lagi síðustu dagana fyrir kosningarnar, fór lítið fyrir faglegri umfjöllun og staðreyndum. Þetta snérist um frasa og hálfkveðnar vísur. Ég tók t.d. eftir því að Sól í Straumi auglýsti að 30% allrar álframleiðslu í heiminum færi í einnota umbúðir. Það er vissulega rétt, en málið er að eftir þessa einu notkun eru umbúðirnar endurunnar; kókdós í dag, flugvélavængur á morgun. Það gleymdist að taka það fram að 80% alls þess áls sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Það gleymdist líka að taka það fram að endurvinnsla áls er afskaplega spör á orku, eyðir um 5% þeirrar orku sem fer í endurvinnslu annarra efna. Svo snérist þetta ekki um það að Hafnfirðingar samþykktu stækkun álvers. Ákvörðun um stækkun var á annarra herðum, Hafnfirðingar hefðu getað samþykkt að láta land undir framkvæmdir. Þeir ákváðu að sleppa því. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að álverið í Straumsvík eigi samt eftir að stækka.
Hefur enginn spáð í það hvað forsetinn er alltaf að gera í útlöndum? Hann er orðinn víðförlari en Valli sjálfur, en á hvaða forsendum er hann á stöðugu flugi og hver borgar? Þegar eiginkonan lærbrotnaði í skíðabrekkum ríka og fræga fólksins í Aspen ku forsetinn hafa verið á fundum í Washington. Kannski fylgist ég ekki nógu vel með, en ég hef ekki séð svo mikið sem eitt greinarkorn um embættisverk forsetans í höfuðborg Bandaríkjanna.
Í þessum bolla felast menningarverðmæti...
Þetta er tæknimannakaffi RÚV. Það á skilið allt það lof sem það fær. Á laugardagskvöldum drekk ég u.þ.b. 42 lítra af þessum dásamlega drykk og er hress sem aldrei fyrr. Sofna að vísu ekki fyrr en vel er liðið á þriðjudaginn, en það er allt í lagi. Þrátt fyrir ýmiss konar rannsóknir og tilraunir hefur enginn komist að því hvað það er nákvæmlega í framleiðsluferlinu sem gerir það að verkum að þetta kaffi er svona ofboðslega gott. Þetta er svona eins og með pylsurnar í Sjellinu á Dalvík. Þetta voru bestu pylsur í heimi - og það var vísindalega sannað - en nýjum eigendum tókst að klúðra því, pylsurnar duttu niður í meðalmennsku. Ég held í þá von...og miðað við öll önnur teikn sem eru á lofti og sveima yfir Efstaleitinu...heldur tæknimannakaffið velli um ókomna tíð.
Það fer ósegjanlega í taugarnar á mér þegar leiklýsendur í boltanum segja að atvik sem verður í leik sé umdeilt. Það getur ekki verið orðið umdeilt á nokkrum sekúndum; vissulega umdeilanlegt, en það verður ekki umdeilt fyrr en á síðari stigum.
Það fer líka í taugarnar á mér að heyra talað um meiðsl. Hvert fór i-ið?
Er gaman að halda með Liverpool?
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Athugasemdir
Það skal viðurkennast að það er yndislegt að halda með Liverpool þessa dagana. En maður verður þó að passa sig að segja ekki of mikið. Það man enginn hvaða lið töpuðu í undanúrslitum í CL síðustu ár.
En afhverju er ekki Eigi skal slökkva... lageraður á ruv.is? Maður er steinsofnaður á þeim tíma sem þátturinn er live, sérstaklega núna á meðan sumartíminn er við lýði.
Rúnar Birgir Gíslason, 4.4.2007 kl. 06:29
Væri ég púlari þá væri það eflaust gaman. Ég er hinsvegar ekki púlari og mun ætíð halda tryggð við mitt ástkæra Arsenal.
Vona að kaffið haldi sér, ekkert eins pirrandi þegar eitthvað gott er "betrumbætt" og verður miklu verra fyrir vikið.
Sardinan, 4.4.2007 kl. 11:32
Þessari síðustu spurningu verður aðeins svarað játandi Snorri, það eru aðeins við Liverpool aðdáendur sem upplifum hæðir stórkostlegra sigra og lægðir undarlegustu tapleikja á sömu vikunni, það er vissulega aðeins fyrir menn með stórt (og sterkt) hjarta að styðja þennann klúbb. En hæðirnar gera þessa rússibanaferð svo sannarlega þess virði.
Bkv Elmar
elmar (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:53
Eitt er það sem er ekki umdeilt. þeð er það að skot á mark er "æfingarbolti" fyrir markvörð til þess eru æfingar..... nei bara svona í framhaldi af tali lýsandans...Kv Gauti
Gauti (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 23:34
Þetta er áhugaverð pæling Snorri :-)
Sigurður Elvar Þórólfsson, 5.4.2007 kl. 22:07
Liverpúl? Fótbolti? Nei takk, en velkominn aftur. Pylsurnar á Dalvík voru soðnar upp úr pilsnerblödnuðu vatni. Það er ótrúegt trix, en virkar.
Heyja - Trausti frændi.
Trausti (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 18:36
Fór nú ekkert á milli mála þegar þú varst að lýsa leiknum milli Arsenal og Liverpool hvorn klúbbinn þú styður. Svikinn skipti ég yfir á Sky. Ég sem saknaði þín svo úr ameríska fótboltanum.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 15:14
Mér þykri alltaf jafn merkilegt að lesa að Snorri styðji hin og þessi lið og hati ManUtd.
Fyrir mér hefur hann alltaf verið ManUtd maður og það hefur held ég lítið breyst.
Einn sagði við mig að ég gæti alveg eins fært Esjuna eins og að segja að Snorri væri ManUtd maður, ég reyni að færa Esjuna næst þegar ég kem til Íslands
Rúnar Birgir Gíslason, 7.4.2007 kl. 18:18
Ég held ekki með Liverpool...og ekki heldur Arsenal. Ekki í þeim skilningi. Góð og fagurlega leikin knattspyrna gleður hins vegar mitt geð...og ég furða mig stundum á slakri frammistöðu góðra liða. Svo einfalt er það nú.
Hey Rúnar...ég kem og horfi á þig rembast við Esjuna. Er í lagi að ég taki myndir?
Snorri Sturluson, 7.4.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.