Sunnudagur, 8. apríl 2007
Kveikja ljós...með ananas?
Ég gerði heiðarlega tilraun til þess sl. nótt að kveikja ljós með niðursoðnum ananas. Kannski væri réttara að segja að ég hafi ætlað að setja ananas í perustæðið, en ég var engu að síður nokkuð sannfærður um að það myndi ekki skila tilætluðum árangri. Furðulegt.
Ég "vaknaði" um miðja síðustu nótt, búinn að dotta með tölvuna á lærunum yfir einhvers konar undirbúningi fyrir leiki dagsins í boltanum. Dottkaflarnir urðu lengri og áhugaverðari; einhverra hluta vegna ákváðu fingurnir, í tiltölulega litlu samráði við heilann, að halda áfram að hreyfa sig nokkuð taktfast og af einbeittum skrifvilja. Þegar ég skoðaði afraksturinn í morgun blasti við handrit að hádramatískum söngleik, þar sem forboðnar ástir, sviksemi og gróðavon toguðust á við væntumþykju og náungakærleik í bland við magnþrungna sorgar- og saknaðarsöngva og gleðilög af bestu gerð. Það vottaði ekki fyrir knattspyrnupælingunum sem ég þurfti sárlega á að halda.
Ég hafði það af að stíga upp úr stólnum og leggja af stað inn í rúm, með viðkomu á baðherberginu. Það vill svo skemmtilega til að baðherbergisslökkvarinn á systkini, óvirka og vita gagnslausa tvíbúra, sem búa rétt fyrir ofan hann og á leið minni inn á bað rak ég fingurinn í átt að þessum slökkvurum í þeim tilgangi að tendra ljós. Ég hitti á óvirku tvíburana, sem þrátt fyrir skyldleikann, eru nokkuð ólíkir bróðurnum sem ræður yfir ljósadýrðinni á baðinu. Það skilaði litlum árangri að fitla við þá og þar sem ég stóð og hamaðist á tökkunum gerði heilinn mjög heiðarlega tilraun til að koma þeim skilaboðum áleiðis að þetta væri vonlaus barátta. Ég ákvað hins vegar, upp á mitt einsdæmi, að peran á baðinu væri sprungin. Ég lagði leið mína inn í eldhús til að sækja nýja peru, man lítið eftir því ferðalagi og það næsta sem ég vissi var að ég stóð í almyrkvuðu baðherberginu með ananasdós í hönd. Ananasinn er geymdur í næsta nágrenni við ljósaperurnar og þótt ég vissi það mætavel að það skilaði nákvæmlega engum árangri að setja ananasskífur í perustæðið var ég að hugsa um að láta á það reyna. Maður veit aldrei. Ég fór líka að velta því fyrir mér hver í fjandanum hefði sannfært mig um að lausnin á ljósleysinu fælist í...ananas.
Ég hugsaði aðeins um þetta í dag...og er nákvæmlega engu nær.
Annars er allt gott bara...þannig.
Getraun þáttarins...hvaðan er þessi mynd...og af hverju er hún?
Bloggvinir
-
sturla
-
arnim
-
aronb
-
atlifannar
-
bennirabba
-
biggibraga
-
bjarney
-
blues
-
braids
-
charliekart
-
dabbi
-
doddilitli
-
dyrley
-
egillg
-
eythora
-
eyvi
-
feron
-
forsetinn
-
gaflari
-
gretaro
-
grumpa
-
gudbjorn
-
gudjonbergmann
-
gudni-is
-
gudnim
-
gummigisla
-
gunnarfreyr
-
gusti-kr-ingur
-
habbakriss
-
hallgri
-
hannesjonsson
-
hannibal
-
heidathord
-
heimskyr
-
helgigunnars
-
hergeirsson
-
heringi
-
hjossi9
-
hlekkur
-
hossilar
-
hvala
-
hvitiriddarinn
-
ingvarvalgeirs
-
ithrottir
-
jabbi
-
jakobsmagg
-
jax
-
jbv
-
jensgud
-
jonasantonsson
-
juljul
-
king
-
kjarrip
-
kosningar
-
kvistur
-
latur
-
laufabraud
-
ljosmyndarinn
-
maggi270
-
malacai
-
markusth
-
moppi
-
nesirokk
-
olafurfa
-
orri
-
raggipalli
-
runarhi
-
rungis
-
sax
-
saxi
-
sedill
-
seth
-
sigmarg
-
skallinn
-
steinibriem
-
stormsker
-
sven
-
svenko
-
svenni71
-
sverrir
-
swaage
-
thordursteinngudmunds
-
tilfinningar
-
vg
-
x-bitinn
-
ylfamist
-
730
-
bestfyrir
-
pjeturstefans
Athugasemdir
Dósaananas virkar ekki sem ljósgjafi. Ef þú kaupir heilann ananas í Hagkaup þá passar hann í samevrópsk perustæði, passaðu bara að hann sé (EU) merktur upp á 240V, því að þá endist hann betur en dótið sem að fæst í bónus, sem að brúkast varla út vikuna.
Þetta er gamall 'analog' mixer.
S.
Steingrímur Helgason, 8.4.2007 kl. 02:25
Perur ... ananas. Eru þetta ekki hvort tveggja ávextir? Skil vel að þú hafir ruglast. Frábær pistill as usual. Gleðilega páska!
Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 13:23
Sem gamall hundur myndi ég giska á að myndin væri flugmóðurskipið í hljóðveri Rásar II (var reyndar alltaf miklu stærri og með fleiri tökkum, þ.e. fyrir digital byltinguna)
HDR
HDR (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 17:00
Dúddi, þú ert alveg drepfyndinn og frábær penni.
Gleðilega páska og já þetta eru takkar inn í herbergi.
Sardinan, 8.4.2007 kl. 21:16
Mér er efst í huga...þakklæti. Gleðilega páska.
Jújú...myndin er af flugmóðurskipinu í hljóðveri númer eitt...aðalhljóðveri Rásar II.
Myndin blekkir reyndar, þetta skip er miklu stærra og tilkomumeira en gamla MBI-skipið sem var í kjallaranum...miklu meiri möguleikar á að klúðra einhverju og miklu fleiri takkar fyrir greindarhólana til að gramsa í.
Stefnan hefur verið sett á að festa flugmóðurskipið allt á mynd um næstu helgi...mikið verður gaman þá!
Snorri Sturluson, 8.4.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.