Leita í fréttum mbl.is

"Hey, ert þú ekki...

...þarna...gaurinn þarna...Kompás-gaurinn.  Alltaf að góma einhverja dóna?"  Ég horfði opinmyntur á afgreiðslumanninn, sem í ofvæni beið eftir jákvæðum viðbrögðum og þar með staðfestingu á greind sinni og athyglisgáfu.  Ég var eiginlega of hissa til að grípa gæsina, janka og halda því fram að ég væri að athuga afgreiðsluhraða og afsláttargleði einstakra starfsmanna.  Ég hefði mjög líklega náð að tæma sjoppuna...án þess að greiða fyrir það krónu með gati.  Afgreiðslumaðurinn tók því samt furðu vel að hann skyldi hafa hlaupið á sig, þetta virtist hvorki hafa áhrif á hressleikann né staðfasta trú á eigið ágæti og honum fannst þetta algjörlega skiljanlegt þegar hann áttaði sig á því að ég mæti nokkuð reglulega heim í stofu til hans og segi honum hvaða kall er að sparka í boltann hverju sinni.  Svo hlustar hann víst líka stundum á úvarpið.
Ég var eiginlega...og er enn...alveg stúmm.  Ég veit ekki hvort ég á að líta á þetta sem einn af hápunktunum á mínum ferli...eða jafnvel hinn dýpsta dal. 

Ég rambaði, nánast fyrir tilviljun, inn á mjög athyglisverða vefsíðu á dögunum.  Á þessari síðu er það til siðs...og þykir hreinlega svolítið töff...að innvígðir birti myndir af bílnum sínum...og kærustunni/kærastanum sínum.  Ég stóð sjálfan mig að því að flakka fram og tilbaka á myndasíðunum, reyna jafnvel að finna einhvers konar kosmískt jafnvægi milli bíls og kærustu.  Ég er ekki frá því að ég hafi fundið mynstur, sem ég mun hugsanlega opinbera þegar ég sé fram á að það þjóni hagsmunum almennings.  Ég get þó opinberað það að það þykir laaaaangflottast að hafa bílinn og kærustuna á einni og sömu myndinni.  Það er nokkurs konar nirvana.

Ég verð að sætta mig við það að vera dauðlegur maður.

Þetta er ein glæsilegasta sjálfrennireið landsins...

Mynd037

...og þetta er Hugrún...

Mynd038


Tónlistargetraun þáttarins.  Ég á ekki von á því að við henni berist rétt svar.  Steini lagði þessa fyrir mig í dag og ég var algjörlega úti á túni, óvinnufær fram eftir degi og svo yfirpældur þegar ég kom heim að ég fór til dyra þegar síminn hringdi.

Hvaða hljómsveit á fleiri topplög á bandaríska listanum en Bítlarnir, Beach Boys, The Rolling Stones og Elvis Presley til samans?

PS.  Eigum við að ræða leiksýninguna á Old Trafford eitthvað sérstaklega?  Hinir vantrúuðu hljóta að vera farnir að nálgast sannleikann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sardinan

Greinilega kvenkostur mikill hún Hugrún.

Svo ertu ekki frægur fyrr en fólk fer að biðja þig um eiginhandaráritanir í massavís Sigmundur Ernir minn og þá er hápunktinum náð.

Og til að taka þátt og vera alveg út úr kú eins og vanalega þá segi ég að hljómsveitin sé Spice Girls.

Sardinan, 11.4.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Ómar Eyþórsson

Er þetta eðalsveitin Chicago er um ræðir??

Ómar Eyþórsson, 11.4.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Snorri Sturluson

Hugrún er góð kona.  Stundum er hún reyndar svolítið einþykk, tjáir sig frekar lítið og sérstakt útlit hennar vekur full mikla athygli á mannamótum.  Hún á það til að verða mjög leiðinleg ef það vantar í hana loft.

Nei, þetta er ekki Chicago...og þaðan af síður Spice Girls.  Sveitin er reyndar lítt þekkt, þannig lagað...það mætti skilgreina hana sem frægustu óþekktu hljómsveitina í heiminum. 

Höfuð í bleyti! 

Snorri Sturluson, 11.4.2007 kl. 14:51

4 Smámynd: Ómar Eyþórsson

Eagles, Fleetwood Mac.....

Ómar Eyþórsson, 11.4.2007 kl. 16:48

5 identicon

Þetta er eitthvað boyband - Backstreet Boys eða eitthvað álíka gáfulegt og svipað caliber - í Englandi er held ég Westlife búnir að skáka til dæmis bæði Bítlunum og Stones...hvað er það ?

HDR

HDR (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:53

6 identicon

Madonna?

Hjalti (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:58

7 Smámynd: Snorri Sturluson

Það er ógnvænlegt að sjá að Mariah Carey á jafnmörg topplög í Bandaríkjunum og Elvis!  Hún á m.a.s. fræðilegan möguleika á að taka framúr honum...og það er jafnvel enn ógnvænlegra.

Sko...spurningin er ekki gölluð...en hún er eins og álversumræður og önnur pólitík...hún leynir á sér.  Það þarf að hugsa svolítið út fyrir boxið.  Á listanum hans Hilmars (já...ég hef fulla trú á að hann hafi legið yfir heimildum og hafi búið listann til sjálfur!) er falin vísbending.  Ég beini athyglinni að fjórða sætinu...en meira þó að því fimmta. 

Snorri Sturluson, 11.4.2007 kl. 17:07

8 identicon

ekki er þetta tónskáldið Burt Bakarak alveg rétt skrifað eða

Eða einhver svíi i björn borg buxum.

Matti

Matti (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:15

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Má ég giska á Creedance, en lög þeirra, í flutningi þeirra sem og annara, hafa víst æði oft vermt sæti listans. Eru það þeir eða er ég úti að skíta?

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2007 kl. 20:14

10 Smámynd: Snorri Sturluson

Svolítið úti Ingvar minn...en samt ekki að skíta.  Matti tók það hlutverk alfarið að sér!  Málið er samt að hugmyndafræðin á bak við CCR-pælinguna er í rauninni rétt.  Allavega hluti hennar.  Ég bendi enn og aftur á hina vönduðu úttekt Hilmars handballschpieler á listamönnum og hljómsveitum sem oftast hafa vermt toppsæti bandaríska listans...og beinið athyglinni að fimmta sætinu...sæti númer fimm.

Snorri Sturluson, 11.4.2007 kl. 22:22

11 Smámynd: Sardinan

Sæti fimm já hmm, hvað hafa Diana Ross og vinkonur með þetta að gera? Mér leiðast getraunir þar sem að ég þarf að hugsa

The Temptations?

Sardinan, 11.4.2007 kl. 22:40

12 Smámynd: Hugarfluga

Jackson Five? Æ, þú ögrar mér.

Hugarfluga, 11.4.2007 kl. 22:59

13 identicon

er þetta ekki einhver gúrú sem samdi lög fyrir the supremes og einhverja fleiri líka?

ási (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:42

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Supremes sungu jú You can´t hurry love, sem oft og með mörgum hefur vermt topp tíu, sem og You keep me hangin´on, sem margir flytjendur hafa líka gert gríðarvinsælt allt fram á þennan dag - þá Vanilla Fudge náttúrulega langflottastir þeirra...

Ingvar Valgeirsson, 12.4.2007 kl. 09:29

15 Smámynd: Snorri Sturluson

Vanilla Fudge er snilldarhljómsveit.  Ingvar...þú ert tóngreindur maður.

Hér er vísbending...vegna fjölda áskorana.

Athyglinni var beint að The Supremes á lista Hilmars der Handballschpeziale.  Spiluðu Supremes á hljóðfæri? 

Snorri Sturluson, 12.4.2007 kl. 10:26

16 identicon

Er það nokkur Conway Twitty ?

kántrí gaur með meiru ... á 55 topplög skv wikipedia

http://en.wikipedia.org/wiki/Conway_Twitty 

Ólafur Örn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 10:47

17 identicon

Ég var einmitt að fara að giska út í loftið á Dixie Chicks, þar sem country er vel vinsælt í US og þú varst að vísa í Supremes sem er líka stúlknaband!

KV

Inga Lilý

Inga Lilý (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 10:49

18 Smámynd: Snorri Sturluson

Nei nei...en köntrí-pælingin rökrétt í sjálfu sér.

Hér eru þrjú lykilorð...

Supremes...útgáfufyrirtæki...hljóðfæraleikur 

Koma svo! 

Snorri Sturluson, 12.4.2007 kl. 11:11

19 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Phil Spector eitthvað?

Ingvar Valgeirsson, 12.4.2007 kl. 11:34

20 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þ.e.a.s. hljómsveitin sem Phil Spector stjórnaði?

Ingvar Valgeirsson, 12.4.2007 kl. 11:34

21 Smámynd: Snorri Sturluson

Þetta er allt í áttina.  Hljóðveggurinn ber ekki "ábyrgð" á þessari sveit...heldur annar útgáfumógúll sem svo skemmtilega vill til að kom við sögu eigi alls fyrir löngu hér á þessari frómu síðu.  Það birtist m.a.s. mynd af honum!

Snorri Sturluson, 12.4.2007 kl. 12:03

22 identicon

Einhver Motown hljómsveit!  Funk Brothers????

Inga Lilý

Inga Lilý (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:18

23 Smámynd: Hugarfluga

The Funk Brothers?

Hugarfluga, 12.4.2007 kl. 13:27

24 Smámynd: Sardinan

Nei nei pottþétt Black Ingvars.

Ég er álíka fróð um þessa hluti eins og ég er um draslið ofan í húddinu á bílnum mínum.

Sardinan, 12.4.2007 kl. 13:41

25 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Var Berry Gordy jr. (raunverulega samt Berry Gordy III) ábyrgur persónulega fyrir sveitinni? Ég hélt að þetta væri samtíningur á ábyrgð og undir yfirstjórn Spectors... en svona er það, maður veit ekki alltsaman í heiminum.

Ingvar Valgeirsson, 12.4.2007 kl. 13:43

26 Smámynd: Snorri Sturluson

Þar kom það!  THE FUNK BROTHERS!

"Samtíningurinn" hans Berry Gordy sem spilaði undir hjá söngvurunum og hljómsveitunum hjá Motown.   Þetta var stórmerkileg hljómsveit sem í rauninn "bjó til" hljóm og hrynjanda sem einkennir merkan kafla í tónlistarsögunni.  Svanasöngur The Funk Brothers var hin ágæta plata Marvin Gaye, What´s Going On, frá ´71 og þar loksins var hljómsveitarmeðlima getið á plötuumslagi!

Eftirlifandi meðlimir The Funk Brothers (mannabreytingar voru reyndar nokkrar) komu saman árið 2002 og þá loksins fengu þeir það hrós sem þeir áttu skilið.  Áhugasamir ættu að kíkja á heimildamyndina Standing In the Shadows Of Motown", sem gerð var við þetta tækifæri.

Snorri Sturluson, 12.4.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband