Leita í fréttum mbl.is

Austanfögnuður!

Ljómandi fínt að vera viðstaddur hátíð á Reyðarfirði.  Veðrið eins og best verður á kosið, sögulegir hlutir að gera og allir kátir og glaðir.

Flugferðin austur var...hmmm...athyglisverð.  Í flugvélinni voru forsætisráðherra Íslands, Kalli á þakinu, Karíus og Baktus, Felix Bergs, Bjarni töframaður, Andrea Gylfa, Jón töframaður, Jón G. Hauksson og Birgitta Haukdal, svo fáeinir séu nefndir.

Það er margt að sjá og skoða á Austfjörðum og sumt kemur hressilega á óvart.  Ég skundaði til snyrtingar á ónefndum stað á Reyðarfirði, en brá hressilega svona um það bil sem ég var að ná áfangastað og velti því fyrir mér að a) halda í mér, b) pissa úti eða c) pissa í skó óþekktra verkmanna.  Þeir rífa sig nefnilega úr þeim og stilla þeim upp á víð og dreif, eiginlega bara um leið og þeir sjá ekki lengur til himins. 

IMG_0170

Á klósetthurðinni, sem leikur lykilhlutverk í þeirri viðleitni að forða almenningi frá því að horfa á karlmenn af öllum stærðum og gerðum dingla larði sínum fyrir ofan pissuskálar, er myndarlegt gat eftir hnefahögg!  Mjög traustvekjandi.

Bílastæðamál eru hér líka skoðunarverð.  Líklega er hugmyndafræðin sú að ef þú átt bíl þurfirðu ekkert hótelherbergi; bílastæði hótelsins er hreinlega lagningarletjandi.

IMG_0171

Annars er þetta allt dásamlegt, veðrið er gott, fólkið gestrisið og landið er fallegt.  Af hverju gerir maður ekki meira af því að ferðast um og skoða þessa perlu sem Ísland er?

Habba Kriss er ánægð með Austfirði og það sem þeir hafa upp á að bjóða.  Vonandi verður hún álíka glöð eftir bílferð til Akureyrar.  Hún ætlar að skoða marga merka staði á leiðinni.

IMG_0175


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband