Leita í fréttum mbl.is

Maður dagsins!

Það var aðdáunarvert hvernig besti knattspyrnumaður þjóðarinnar, Eiður Smári Guðjohnsen, beindi athyglinni frá eigin ágæti og afrekum í kjölfar sigurleiksins gegn N-Írum í gær og tileinkaði sigurinn Ásgeiri Elíassyni.  Honum tókst, í einni stuttri setningu, að heiðra minningu þessa mikla meistara með þeim hætti að seint gleymist.  Rammur sonur hafsins með víkingaæð í blóðum sat í sófanum heima og táraðist.

Heiðursnafnbótinni "Maður dagsins" fylgir myndbirting.

gudjohnsen

 

 

 

 


Það ánægjulegasta við leikinn í gær, og reyndar Spánverjaleikinn á undan líka, var að sjá aftur hinn alíslenska baráttuanda.  Það hefur verið ansi erfitt að sjá og upplifa andleysi síðustu missera; stundum getur maður nefnilega sætt sig við tap...ef baráttan og viljinn eru til staðar.  Það er erfiðast að horfa upp á sannfærandi og verðskuldað tap.  Í gær gengu jákvæðir eiginleikar íslenska karlalandsliðsins hönd í hönd; framganga að hætti víkinga og góð úrslit.  Það er ekki hægt að biðja um meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Satt er það. Maður kemst alltaf við þegar heiðursmenn fá þann sess sem þeim ber. Ég kynnist Ásgeiri örlítið og veit ég að þar fór sjaldgæfur öðlingspiltur. Blessuð sé minning hans og þökk fyrirliðanum tileinkunin góða.

Markús frá Djúpalæk, 13.9.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: arnar valgeirsson

mér fannst reyndar allt fara þvílíkt downhill þegar eiður kom inná. gekk bara ekkert upp og hending að boltinn gekk milli tveggja manna. hinsvegar tók hann sig til drengurinn og sýndi fáséðan dugnað - í landsleik - þegar leið á.

var á leiknum og sá hann svo síðar í imbanum og tek það ekki frá strákunum að þeir voru duglegir og börðust eins og motherf....erar.  en helvíti hefði maður nú verið súr ef maður hefði fæðst þarna á norður írlandi maður...

en áfram ísland. ekki spurning. og leeds...

arnar valgeirsson, 13.9.2007 kl. 19:37

3 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég fékk einhvern kökk í hálsin meðan á mínótuþögninni varði. Svo fékk ég einhvern aðskotahlut í augað einmitt þegar verið var að fagna sigurmarkinu. Undarlegt.

Steini (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband