Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Ábreiður
Það er afar hressandi að koma heim til sín klukkan rúmlega tvö að nóttu, upptjúnaður og með hausinn fullan af byltingarkenndum hugmyndum og fræðikenningum eftir 16 tíma vinnutörn. NBA-TV fer reyndar langleiðina með að bjarga geðheilsunni og það sem betra er; stjórnendur stöðvarinnar hafa tekið þá afar skynsamlegu ákvörðun að sýna sem minnst frá leikjum New York Knicks. Það er alveg nógu kvalarfullt að fylgjast með hnignun og niðurlægingu stórveldisins á alnetinu.
Í ljósi vangaveltna síðustu daga um ábreiður (í þessu tilfelli Bob Dylan og The Byrds) fór ég að velta málinu fyrir mér í stærra samhengi, rifja upp góðar og vondar ábreiður. Ég nenni eiginlega ekki einu sinni að staglast á lögum eins og t.d. Nothing Compares 2 U með Sinead O´Connor eða Hallelujah-söng Jeff Buckley, hvað þá þeim lögum sem þegar hefur verið minnst á.
Þetta er stutt upprifjun í handahófsröð, heilaþytur, og fjarri því að vera tæmandi upptalning.
- China Girl. David Bowie gerði í rauninni afskaplega lítið fyrir ágætt lag Iggy Pop. Fullmikil smurning.
- Sea Of Love. Upprunalega útgáfa Phil Phillips er eiginlega orðin ódauðleg (hver man ekki eftir mikilvægi lagsins í hinni ágætu hreyfimynd Fallen), en vissulega má hafa gaman af útgáfu Robert Plant og félaga í Honeydrippers.
- Cracklin´Rose. Shane MacGowan úr Pogues lyftir laginu upp í nýjar hæðir. Neil Diamond hefur mér alltaf þótt svona eins og hann sé eitthvað lasinn, svolítið sloj. Það vantar í hann allt malt.
- Tainted Love. Eins og það er nú erfitt að viðurkenna það að eitthvað sem Marc Almond kemur nálægt valdi ekki eyrnablæðingum og vitskerðingu verður Soft Cell-útgáfa lagsins að teljast í lagi. Gloria Jones setti þetta þó á plötu löngu fyrr og sú útgáfa "grúvar" betur.
- Babe I´m Gonna Leave You. Þetta er nefnilega ekki Zeppelin-lag að ætt og uppruna. Ef mér skjöplast ekki er þetta þjóðlag (höfundur þá hinn góðkunni Trad Arr) sem Joan Baez söng inn á plötu 1962. Zeppelinistar kynntust laginu í gegnum Baez.
- Blinded By The Light. Það má deila um það hvor útgáfan er betri, hjá Bruce Springsteen eða Manfred Mann´s Earth Band. Sem höfundur lagsins hefur Brúsi ákveðið forskot, en ég er ekki frá því að Manni skríði samt fram úr.
- War. Fyrst minnst er á Springsteen. Það er öllu algengara að aðrir fái lög lánuð hjá honum, en War fékk Springsteen hins vegar að láni hjá Edwin Starr. Það má deila um það hátt og lengi hvor útgáfan er betri.
- Love Hurts. Þetta er nefnilega alls ekki hreinræktað Nazarath-lag. Everly Brothers hljóðrituðu þetta löngu á undan Nazareth, en útgáfa þeirra síðarnefndu er átakanlega mikið betri.
- I Will Survive. Maður skyldi ætla að þetta væri eitt þeirra laga sem erfitt er að betrumbæta eða hreinlega flytja þannig að eftir því verður tekið. Það tókst vitleysingunum í Cake. Frábær ábreiða.
- Common People. William Shatner leikles texta lagsins, eins og hann gerir ævinlega þegar honum er hleypt inn í hljóðver, og úr verður einkennlega heillandi útgáfa þessa víðfræða Pulp-lags. Shatner er eiginlega betri en Cocker.
- Hush. Hér er annað lag sem yfirleitt er ranglega feðrað. Billy Joe Royal söng þetta inn á plötu ári á undan Deep Purple, en það var ógurlega flinkur samverkamaður hans sem samdi lagið. Það þarf ekkert að velta vöngum yfir því hvor útgáfan er betri.
- While My Guitar Gently Weeps. Jeff Healy Band gerði frábæra útgáfu þessa stórbrotna lags fyrir tæpum tíu árum.
- Smooth Criminal. Yfirleitt er frekar ólíklegt til árangurs að hræra í lögunum hans Michael Jackson, en Alient Ant Farm fær stórt prik í kladdann fyrir að fara langleiðina með að toppa upprunalegu útgáfuna.
- Alabama Song (Whiskey Bar). Doors blésu lífi í rúmlega þrítugt söngleikjalag eftir Kurt Weill með býsna góðum árangri. Lagið hefði hugsanlega dáið drottni sínum hefðu snillingurinn Jim Morrison og meðreiðarsveinar hans ekki látið til sín taka.
- Achilles Last Stand. Ég hreinlega varð að hafa Dream Theater með. Þótt það jaðri við guðlast að fikta í Zeppelin-lögum verður að gefa John Petrucci og félögum svo sem eins og eitt klapp fyrir ágæta tilburði.
Nóg í bili.
Nema...Johnny Cash gerði fína hluti með lög eins og One, Rusty Cage og síðast en ekki síst Hurt, sem hann bætti stórum.
Þá má minnast á nokkrar ömurlegustu ábreiður síðari tíma. American Pie með Madonnu er hryllilegt, Behind Blue Eyes með Limp Bizkit næstum því verra, Sittin´On the Dock of The Bay með Michael Bolton kallar á lyfjagjöf og I Love Rock´n´Roll með Britney Spears verður eiginlega til þess að manni finnst hún vera að fá það sem hún á skilið. Botninum náði svo Dolly Parton þegar henni tókst að sýna fram á það að bestu lögin geta líka hljómað hjákátlega ef vandað er til verka. Hún hlýtur að hafa ráðið heyrnarsljóan upptökumann og samviskulausan útgefanda. Stairway To Heaven með Dolly Parton. Það hljómar illa, lítur illa út á prenti og lagið sjálft er verst af öllu.
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir nokkrum árum fóru einhverjir á Rás 2 að tala um "ábreiður". Síðan hefur þetta fáránlega orð verið að festast í málinu. Cover songs eru lög sem hljómsveitir settu á umslag (e. cover) og nefndu plötuna eftir. Help er "cover song" á Help plötu Bítlanna. Hotel California er ekki ábreiða, heldur "cover song" á samnefndri plötu Eagles. "Cover" lög eru forsíðulög eða umslagslög. Ég auglýsi eftir góðu orði en í guðanna bænum hættið að tala um ábreiður.
Örn (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 11:50
Ábreiða er ágætt kjarnyrt hugtak yfir cover, nær bærilega yfir þann gjörning að taka áður útgefið lag og setja það í annan búning. Þegar þú breiðir yfir eitthvað breytist áferðin, ekki lögunin.
"Cover songs" eru einmitt ábreiður. Það er ekki til neitt sem heitir forsíðulag eða umslagslag, en hins vegar eru til titillög, eins og t.d. Help og Hotel California, sem eru "title songs" eða "title tracks".
Snorri Sturluson, 10.2.2008 kl. 13:31
Snorri, ég er sammála þér um meðferð Johnnys heitins Cash á ýmsum perlum tónlistarsögunnar, One í hans meðferð hljómar eins og hann meini hvert orð, meðan mér finnst á það skorta hjá U2, að ég tali nú ekki um eftir að þeir fengu Mary J. Blige til að aðstoða sig. Ég hef lúmskt gaman að meðferð Marilyn Manson á Sweet Dreams og sumt sem Bryan Ferry gerir á Dylanesque er harla ágætt, svo eitthvað sé nefnt. Ég er líka sammála þér um Dollýar útgáfuna á Stairway to heaven, hrein skelfing, en stúlkan sú getur nú alveg samið fín lög eins og Lay Low sýnir snilldarlega á ábreiðum sínum á Ökutímum.
Markús frá Djúpalæk, 10.2.2008 kl. 14:05
Orðið "ábreiða" er eins og "hot spring river this book" þýðing á "hver á þessa bók". Fyrir hlægilegan misskilning þýddi einhver cover sem ábreiðu og þetta orðskrípi er að festast í málinu. Cover song var upphaflega notað sem lag sem sett var á umslag plötu, en hefur fengið víðari merkingu seinni ár sem aðallög hljómsveita. Þú er bara farinn að venjast þessum vanskapnaði sem orðið er. Þú gætir alveg eins notað orðið rúmteppi.
Örn (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:32
Minn kæri. Ef þú sérð ekki muninn á orðunum ábreiða og rúmteppi þýðir ekkert að ræða þetta frekar.
Það má alveg deila um fegurð og/eða notagildi orðsins ábreiða í þessu samhengi, þótt ég sé hrifinn af því hafa menn og konur leitað lengi og víða að öðru orði yfir þann gjörning sem "cover" er...en hins vegar er alveg á kristaltæru hver gjörningurinn er.
Það er ekki hægt að setja lag á umslag plötu. Það segir sig eiginlega sjálft. Þetta hefur heldur ekkert með "aðallag hljómsveitar" að gera. Ef plata er nefnd eftir lagi eða lag eftir plötu heitir það titillag viðkomandi plötu...title track.
Það er tiltölulega fljótlegt að fletta þessu upp, t.d. á Wikipedia...
A title track is a song which shares its name with the album on which it appears, or the feature film in which it appears, or the song that runs over the opening credits of a film. Examples include Michael Jackson's song "Thriller" and AC/DC's "Back in Black".
Cover, eða ábreiða, er hins vegar sá gjörningur að taka áður útgefið lag og setja það í nýjan búning.
In popular music, a cover version, or simply cover, is a new rendition (performance or recording) of a previously recorded song.
Þetta er nú ekkert rosalega flókið.
Snorri Sturluson, 10.2.2008 kl. 15:09
Mér finnst þú nú eiginlega gleyma coveri Marlin Manson á Tainted Love. Hún er snild og að mínu mati mikið betri en aðrar ábreiður á þessu lagi. Veit þó að margir eru mér ekki sammála.
Örn þú ert að djóka er það ekki?
Habba Kriss (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 15:17
Hinn staurblindi gítarleikar (og reyndar klarínett og trompetleikari líka) Jeff Healey gaf While my Guitar út fyrir u.þ.b. átján vetnum síðan. Það er stórgott, þó svo ég hafi lent í heiftarlegum rifrildum um gæði útgáfunnar.
Svo má minnast á Cream - þeir gerðu nú helling fyrir Crossroads e. Robert Johnson.
Skid Row gáfu út plötu sem hét B-sides ourselves. Þar taka þeir, misvel, nokkur hress rokklög. Held þar mikið upp á Rush-lagið What You´re Doing, ljómandi fínt.
Svo má jú minnast á Creedance með Leadbelly-lagið Midnight Special - jú og Ike og Tina Turner með Creedance-lagið Proud Mary...
En ég ætlaði nú bara að kvitta fyrir innlitið og segja hæ.
Ingvar Valgeirsson, 10.2.2008 kl. 16:05
iggy pop og bowie eru reyndar báðir skráðir fyrir china girl á plötunni idiot. þó er flutningur iggy´s miklu flottari enda orgínal...
svo má geta season´s in the sun sem dúddinn terry jacks sló í gegn með eftir að hafa verið að bræða lagið með sér í langan tíma. einhverjir höfðu reyndar tekið lagið fyrr og aldeilis ekki slegið í gegn, m.a. höfundurinn sjálfur, jaques brel (eða eitthvað svoleiðis) enda lagið eins og pöbbarevíugarmur. þó ekki leiðinlegur garmur.
að síðustu finnst mér st.etienne taka eitt af mínum uppáhalds með gary numan, stormtrooper in drag, snilldarlega á tribute plötunni. en jebbs, skemmtilegar pælingar og upptalningar hjá þér.
arnar valgeirsson, 10.2.2008 kl. 22:36
Arnljótur kommaskrýmsl - þú átt, af öllum mönnum, að vita að Stormtrooper in drag er skráð sem Paul Gardiner-lag, en ekki Numan. Numan að vísu sá um söng og rafgýgjuslátt á smáskífunni, sem var jú það eina sem Gardiner náði að gefa út í eigin nafni áður en hann óverdósaði á ólyfjan.
Sjálfum finnst mér China Girl miklu flottara með Bowie en Iggy Pop, en svona er nú smekkur manna misjafn.
Fyrst íþrottafréttamaðurinn geðþekki minnist á Jeff Healey er ekki úr vegi að benda á ábreiðuversjón hans af Walk through the Jungle - gargandi fokkings snilld.
Ingvar Valgeirsson, 11.2.2008 kl. 22:05
númi spilaði á bassa, gítar og syntha og gardiner á gítar og hljomborð, væni minn. lagið skrifað á þá báða. var að fara í gegnum 45 snúninga dótið mitt og þar kennir sko ýmissa... eitthvað.
the clash, the who, david sylvian, karin och anders glenmark og ekki síst, harpa gunnarsdóttir með sumarsmellin: ég syng hæ og hó....
en með meiri viðbjóðs coverum er comfortable numb með þeim þarna sisters... verð bara reiður
jamm geðþekki íþróttafréttamaður, meira af einslagsundrum og coverum.
arnar valgeirsson, 11.2.2008 kl. 23:05
Jú. lagið er samið af þeim báðum, en ef ég er ekki þeim mun ölvaðri var platan gefin út í nafni Gardiner. Numan hefur samt spilað lagið læv og heft með á safnplötum til að sonur Gardiners græði pjéning.
Ingvar Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 10:22
Svo er hér ágætis ábreiða.
Kikkið hér.
Ingvar Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 17:09
Akasha gerðu fyrir nokkrum árum magnaða útgáfu af Guns´n ´Roses slagaranum Sweet child o´mine þar sem Neneh Cherry syngur í gestahlutverki. Af vondum útgáfum þá er fátt sem toppar Celine Dion að hrauna yfir You shook me all night long
Grumpa, 12.2.2008 kl. 20:34
þAÐ HAFA LÍKAR ÓNEFNDAR ÍSLENSKAR HLJÓMSVEITIR RÚSTAÐ GÖMLUM ÍSLENSKUM SMELLUM. úpps
Einar Bragi Bragason., 14.2.2008 kl. 01:09
Sæll meistari.
Skemmtilegar ábreiðupælingar. Flaug í hug nokkur sem annað hvort eru betri en upprunalega útgáfan eða svo mikið ólíkar að þær eignast algjörlega eigið líf. Ég meina þú toppar sennilega ekkert Billie Jean sem popplag en Ian Brown skellir sál og mystík í það svo eftirtekt vekur.
All Along The Watchtwer - Jimi Hendrix
Ian Brown - Billie Jean
Nirvana - Man Who Sold The World
Personal Jesus - Johnny Cash
Stereophonics - Nothing Compares To You
Joe Cocker - Little Help From My Friends
Heard It Through The Grapevine - Marvin Gaye
Jolene - The White Stripes
Red Wine - UB40
My Way - Sid Vicious
Hit Me Baby One More Time - Travis
Knockin' On Heavens Door - Guns 'n' Roses
Meira af þessu.
EK
EK (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:35
Neil Diamond er algjör snillingur og performance af bestu gerð. Enda ekki að ástæðulausu að maðurinn er eitt aðalnúmerið á Glastonbury á sunnudagskvöldinu a.m.m.
Addi E (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 11:44
Satisfaction með Britney Spears má ekki gleymast...
Markús frá Djúpalæk, 18.2.2008 kl. 18:09
Flott framtak Snorri! Það er fátt sem gleður mitt litla hjarta jafn mikið og góð ábreiða. Og talandi um góðar ábreiður, þá mæli ég með gamla Skynyrd laginu Simple man í flutningi Deftones, svona fyrir áhugasama. Einnig hafði ég gaman af flestum Bítla-ábreiðunum á I am Sam soundtrackinu..
Helgi Ara (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 06:25
Þetta er bráðskemmtileg hugleiðing um ábreiður. Ég kvitta undir hvert orð þó að ég þekki ekki allar ábreiðurnar. Til að mynda vissi ég þetta ekki með Babe I´m Gonna Leave You. Eins og ég er mikill LZ aðdáandi og á allar þeirra stúdíóplötur þá gekk ég út frá því sem vísu að þetta væri LZ lag án þess að kanna málið. Nú þarf ég að tékka á Jóhönnu frá Bægisá, eins og Halldór Laxness kallaði hana þegar hún heimsótti hann á sínum tíma (kella hafði lesið bækur eftir meistarann. Mikið væri forvitnilegt að vita hvort Bob Dylan hafi líka lesið bækur Nóbelsskáldsins).
Ég heyrði Love Hurtsfyrst með Gram Parson og Emmylou Harris. Svo skemmtilega vildi til fyrir nokkrum árum að ég hélt hljómleika í Skotlandi og hitti þá son söngvarans í Nazareth. Þá var hann í hljómsveit með strák sem tróð upp með mér. Sá strákur náði síðan inn á vinsældalista með leiðinlegu lagi. Ég man ekki hvað hann heitir en get grafið það upp.
Það sem mér þótti skemmtilegast við að hitta þessa stráka var að þeir vissu allt um Robert Johnson, Leadbelly og þessa gömlu blúsista sem ég hef svo mikið dálæti á.
Sonur Dans McCaffertys sagði mér að pabbi sinn sé forfallinn alkóhólisti eins og þeir hinir í Nazareth.
Jens Guð, 22.2.2008 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.