Leita í fréttum mbl.is

Hćttur, farinn, búiđ, bless...

Svo mćlti David Bowie fyrir réttum 33 árum, 12.apríl 1975.  Reyndar sagđi hann: "I´ve rocked my roll.  It´s a boring dead end, there will be no more rock´n´roll records from me."  Ţetta var í annađ sinn á ferlinum sem Bowie lýsti ţví yfir ađ hann vćri hćttur, hann var á ţessum tíma orđinn gegnsósa af ólyfjan og ađ mörgu leyti taktlaus viđ umhverfiđ, en tónlistin sem vall út úr honum var fyrsta flokks.  Sem betur fer stóđ hann engan veginn viđ illa ígrundađa yfirlýsinguna.

Ţegar Bowie ţruglađi ţessa steypu í vitna viđurvist var hann búinn ađ gefa út nokkur ómetanleg meistarastykki.  Space Oddity kom út áriđ 1969 og var endurútgefin ţremur árum síđar, The Man Who Sold the World kom út áriđ 1970, Hunky Dory 1971, Ziggy Stardust 1972, Diamond Dogs kom út 1974 og Young Americans 1975, áriđ sem hann lýsti ţví yfir ađ hann vćri hćttur.  Ţetta eru allt frábćrar plötur og reyndar er sú nćsta í röđinni, Station To Station frá 1976, í sama gćđaflokki, en ţar kom The Thin White Duke, náskyldur Ziggy Stardust, til skjalanna.  Inn á milli lćddust svo plötur eins og Alladin Sane og hermiplatan Pin Ups, sem eru góđra gjalda verđar...en standast varla samanburđ viđ hljómfegurri systkini sín. 

Gleđin og ánćgjan yfir ţví ađ David Robert Jones snarsleppti ţví ađ hćtta ađ dufla viđ tónagyđjuna er fölskvalaus.  Viđ hefđum misst af Berlínar-trílógíunni; Low, Heroes og Lodger, sem og Scary Monsters og Tonight svo fátt eitt sé nefntÉg skal fúslega viđurkenna ţađ ađ á síđari árum hefur Bowie gert plötur sem hafa reynst nokkuđ tormeltar, enda hefur hann lifađ og starfađ eftir ţeirri gullnu reglu ađ landamćri í tónlist fyrirfinnist ađeins í höfđi ţess sem semur, spilar og/eđa hlustar.  Mađurinn er snillingur.

Til upprifjunar...

Fame er af plötunni Young Americans sem kom út áriđ 1975.  Annar međhöfunda Bowies er sjálfur John Lennon, sem auk ţess ađ eiga vćna sneiđ af laginu syngur bakraddir í ţví.  Ţađ sem gerir myndbandiđ sérlega skemmtilegt fyrir síđuhaldara er ađ Bowie var einmitt í ţessum gír ţegar kynni okkur hófust...áriđ 1976.

Heroes er titillag miđjuplötunnar í Berlínar-trílógíunni og kom út áriđ 1977.  Ţví hefur stundum veriđ haldiđ fram, bćđi í rćđu og riti, ađ stórmeistarinn Brian Eno hafi stýrt upptökum á ţessum ţremur plötum, en ţađ er ekki allskostar rétt.  Eno kom vissulega ađ verkinu, samdi m.a. lagiđ Heroes í samvinnu viđ Bowie og lagđi stór og ţung lóđ á vogarskálarnar á plötunum ţremur, en upptökustjórinn er Tony Visconti.  Visconti ţessi starfađi talsvert međ og í kringum Bowie og kemur vđiđ sögu m.a. á The Man Who Sold the World, Diamond Dogs, Young Americans og Scary Monsters.  Hann á aukinheldur á afrekaskránni takkastjórnun hjá The Iveys, sem síđar urđu Badfinger, T-Rex, Boomtown Rats, Stranglers, Adam Ant, Manic Street Preachers og Morrissey.  Ţetta er enginn pappakassi.

Rúsínan...ţetta er kannski besta Bowie-lagiđ ţegar allt kemur til alls.  Ţetta er ósköp einfaldlega eitt besta lag allra tíma.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalćk

Ţér eigiđ hól skiliđ fyrir samantekt ţess. Lifiđ heilir.

Markús frá Djúpalćk, 12.4.2008 kl. 06:09

2 Smámynd: Ómar Ingi

Bowie var og er snillingur , hann var soldiđ á undan sínum tíma.

Ómar Ingi, 12.4.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: arnar valgeirsson

nei, ţetta er sko enginn pappakassi. brian eno ekki heldur.

young americans er ađ mínu viti bara ekkert frábćr en misjafn er smekkur manna. en heroes og life on mars eru snilld.

besta lagiđ er ţó - ađ mínu viti ţví misjafn er smekkur manna - lady grinning soul af plötunni geđsjúki gaurinn.

en ţetta er skemmtilegt.

arnar valgeirsson, 12.4.2008 kl. 18:43

4 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, hérumbil besta lagiđ međ pink floyd... hvernig vćri ađ setja besta međ bowie????

var ţađ ekki lady grinning soul?

eđa bara meira međ pink floyd sko. bara nćsta tímann ţessvegna.

arnar valgeirsson, 13.4.2008 kl. 00:21

5 Smámynd: arnar valgeirsson

snilld. kominn í dynheimastuđ og ţvílíkan fíling.

arnar valgeirsson, 13.4.2008 kl. 00:32

6 identicon

Hef lengi verđi ţeirrar skođunar ađ Bowie hafi veriđ í heilablóđfalli ţegar hann samdi mörg af sínu bestu lögum. Snilldin er bara yfirţyrmandi. Sammála ţér međ Life on mars.

Kristján Jónsson (IP-tala skráđ) 18.4.2008 kl. 00:34

7 Smámynd: Jens Guđ

  Ég hlusta ađ venju á laugardagsţáttinn ţinn á rás 2.  Ţú varst ađ velta fyrir ţér textanum "Perfect Day" eftir Lou Reed.

  Fyrir nokkrum árum las ég viđtal viđ Lou Reed ţar sem hann tjáđi sig um ţennan texta.  Hann sagđist undrast ađ fólk vćri ađ velja ţennan söng í giftingarveislum.  Í textanum vćri hann ađ hćđast ađ lágmenningu smáborgarans.  Ţađ sem smáborgarinn teldi vera fullkominn dag vćri ađ rölta í dýragarđ og eitthvađ álíka lítilfjörlegt (ég kann ekki textann en í honum er einhver frekari upptalning á ţví sem Lou Reed telur vera lágmenningu). 

  Textinn er sem sagt háđsk ádeila á lágmenningu međaljónsins. 

Jens Guđ, 20.4.2008 kl. 00:28

8 Smámynd: arnar valgeirsson

missti reyndar af lou reed en perfect day er frábćrt og ekkert minna. náđi hinsvegar í síttađaftansyrpu og yngdist um nokkur ár. sem er fínt.

og ţeyr vekur líka upp nostalgíu. sérstaklega ţví mér var bođin stađa söngvara í hljómsveit ţeirra gulla bassaleikara, nú symfó... og jónasar sem var minnir mig fremur á trommur en gítar en mér er lífsins ómögulegt akkúrat nú ađ muna nafniđ á grúppunni, ţó ég muni ţađ á morgun.

jónas er fyrrum markvörđur KA og núverandi úbersjálfstćđismađur. en ţetta átti sko ađ vera algjörlega í anda ţeysara.

ég afţakkađi og tónlistarferillinn lést ţar međ. ţó lifnađi ađeins viđ ţegar spilađ var á hljómborđ í sveitinni bónusbandiđ á flateyri, en frćgđin náđi ekki útyfir fjörđinn.

annars fíla ég (svona megniđ af ţeim) lögin.

í nćstu síttađaftansyrpu mćli ég međ ultravox og human league auk vinar míns ađ sjálfsögđu. og planet earth međ duran. jebbs.

arnar valgeirsson, 20.4.2008 kl. 00:49

9 Smámynd: Haraldur Davíđsson

takk fyrir mig frćndi

Haraldur Davíđsson, 8.5.2008 kl. 04:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband