Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2007

Af ferđalögum...

...dagsins.

Mynd949   Mynd016


Getraun dagsins.  Hvar er ţessi mynd tekin...hver byggđi húsiđ...og hver málađi myndirnar?

Mynd057

Ţađ mćtti m.a.s. spređa í bónusspurningu...hvernig er myndskreyting hússins tilkomin?


Ţjónustan á Hótel Hérađi er algjörlega til fyrirmyndar.  Ég spurđist fyrir um ţađ í afgreiđslunni hvađ ég ţyrfti ađ leggja á mig langt ferđalag til ađ komast í ţá ađstöđu ađ geta horft á enska boltann.  "Ţađ er bara hérna rétt hjá, á Café Nielsen", svarađi konan í afgreiđslunni.  Á međan ég reyndi, greindarlegur á svip, ađ átta mig á ţví hvađa merking liggur ađ baki skilgreiningunni "rétt hjá" í ţessum landshluta spurđi hún hvort mig vantađi bíl.  "Nei, nei, ég fer nú ekki ađ spređa í leigubíl", svarađi ég. "Ég var ekkert ađ meina ţađ", svarađi afgreiđslukonan brosandi.  "Viltu ekki bara fara á bílnum mínum!"


Hnjúkar

Umtöluđustu hnjúkar álfunnar eru tilkomumiklir.  Ţađ var dálítiđ magnađ ađ keyra yfir tvćr af ţremur stíflum, upplifa stćrđina, setja hlutina í ákveđiđ samhengi og snćđa svo hádegisverđ á hálendinu.

Mynd074   Mynd069

Svenni bílstjóri var ađ öđrum ólöstuđum mađur dagsins.  Fróđleikurinn sem vall upp úr manninum var međ ólíkindum.  Á leiđinni tilbaka var náttúrulega ekki hćgt ađ rekja sögulegar stađreyndir og henda í okkur fróđleiksmolum í öfugri röđ, ţannig ađ gripiđ var til ţess ráđs ađ segja valdar sögur af merkum mönnum og konum.  Íslensk fyndni er engu lík.
Sagan sem einhverra hluta vegna stendur upp úr er af séra Bjarna, sem hringdi í Ţórmund bónda til ađ athuga hvort vestanvindar hefđu haft áhrif á heyskapinn.  Bóndinn sagđi farir sínar ekki sléttar, hey hefđi fokiđ út í veđur og vind og ađ "ţetta vćri allt verk hans ţarna í neđra".  "Nú", svarađi sérann, "ertu viss um ađ hann hafi átt hlut ađ máli?"  "Já", svarđi bóndinn ađ bragđi.  "Ég er alveg viss um ađ hinn myndi ekki gera svona!"
Tímalaus snilld.

Ţessar reyndust ekkert sérlega móttćkilegar fyrir rammíslenskri gamansemi...

Mynd065   Mynd900


...


Hvađ er ađ gerast?

Mynd060

Er ég kannski sá eini sem hef áhyggjur af uggvćnlegri ţróun? 


Mađur dagsins!

Ţađ var ađdáunarvert hvernig besti knattspyrnumađur ţjóđarinnar, Eiđur Smári Guđjohnsen, beindi athyglinni frá eigin ágćti og afrekum í kjölfar sigurleiksins gegn N-Írum í gćr og tileinkađi sigurinn Ásgeiri Elíassyni.  Honum tókst, í einni stuttri setningu, ađ heiđra minningu ţessa mikla meistara međ ţeim hćtti ađ seint gleymist.  Rammur sonur hafsins međ víkingaćđ í blóđum sat í sófanum heima og tárađist.

Heiđursnafnbótinni "Mađur dagsins" fylgir myndbirting.

gudjohnsen

 

 

 

 


Ţađ ánćgjulegasta viđ leikinn í gćr, og reyndar Spánverjaleikinn á undan líka, var ađ sjá aftur hinn alíslenska baráttuanda.  Ţađ hefur veriđ ansi erfitt ađ sjá og upplifa andleysi síđustu missera; stundum getur mađur nefnilega sćtt sig viđ tap...ef baráttan og viljinn eru til stađar.  Ţađ er erfiđast ađ horfa upp á sannfćrandi og verđskuldađ tap.  Í gćr gengu jákvćđir eiginleikar íslenska karlalandsliđsins hönd í hönd; framganga ađ hćtti víkinga og góđ úrslit.  Ţađ er ekki hćgt ađ biđja um meira.


Stóđ honum úti á túni?

Ţetta blasir viđ á bls. 26 í Fréttablađinu í dag.  Líklega hafa prófarkalesarar blađsins haldiđ árshátíđ um helgina međ viđeigandi sunnudagsslappleika og skertri athyglisgáfu.

Picture 4

 

 

 

 

 

 

 

 
Annars er ekkert nema gott eitt um landsliđiđ ađ segja.

Ţau undur og stórmerki gerđust um helgina ađ á öldum ljósvakans var flutt lag viđ texta síđuhaldara.  Ţađ var undarleg upplifun.  Textinn fjallar um knattspyrnuástundun Gnúpverja.  Hann var pantađur.  Magnús Ţór hinn eldri ţarf kannski ekki beinlínis ađ fara ađ vara sig, kveđskapurinn var ekkert sérlega dýr, en vegna ágćtrar skemmtunar viđ smíđina og sjálfhverfu er vel hugsanlegt ađ framhald verđi á.  Ţá er nú ansi hentugt ađ vera tiltölulega nýbúinn ađ festa fé í glimrandi kassagítar úr búđ tóna.
Komi til almenns ţrýstings og auđsýnds áhuga er vel hugsanlegt ađ textinn verđi birtur hér á síđunni. 


Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband