Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Mánudagur, 28. janúar 2008
Hvernig er það...
...hver ábyrgist kórrétta talningu atkvæða í síma- og/eða netkosningum, eins og t.d. í kringum Evrópusjónina? Fulltrúi sýslumanns er viðstaddur útdráttinn í Lottóinu, svona sem dæmi...og hann tekur starf sitt alvarlega. Það borgar sig ekki að reyna að lyfta upp stemmingunni rétt fyrir Lottódrátt með íslenskri kímni og gamansögum, það þekki ég af eigin reynslu. En hver ábyrgist atkvæðatalningu í svona símakosningu? Mér er það stórlega til efs að hinn hæfileikaríki Einar Bárðarson hafi lagt það í hendur hins tónvillta hluta þjóðarinnar að velja sigurvegarann í ædolinu...og þar með næsta skjólstæðing sinn. Alls ekki illa meint gagnvart Einari, sem er drengur góður. Það stakk mig svolítið að sjá í Laugardagslögunum, sem ég fylgist nú ekki beinlínis með af áfergju, að úrslit kvöldsins berast Borgarfjarðarundrinu (í jákvæðri merkingu) á tveimur litlum blaðsneplum. Hvernig vitum við nema að þetta séu allt speglar og falskur botn, að einhver eða einhverjir séu búnir að ákveða hvaða lag verður sent til keppni? Þetta er atkvæðagreiðsla í orðsins fyllstu merkingu, því það kostar sitt að leggja lóð á vogarskálarnar...en er eitthvað gert með þessi atkvæði?
Það fór eins og mig grunaði. Dalvísk handboltahugmyndafræði, sem komið var á framfæri á hógværan og hófstilltan hátt í Bavnehöj Hallen fyrir þremur áratugum eða svo, tryggði danskan sigur á EM. Til að fagna þessum árangri munu öll munnleg samskipti í Suðurhólunum fara fram á dönsku þar til sigurvíman fer að dvína. Það gæti tekið nokkrar vikur.
Ég rétti yngri dóttur minni hjálparhönd með heimalærdóminn fyrir skemmstu. Ekki í frásögur færandi í sjálfu sér, hvað þá fréttnæmt, en mér féllust næstum því hendur þegar kom að fjórtánda kafla málfræðibókarinnar.
Þetta er kafli sem heitir Tvöfaldur samhljóði í algengum orðum. Fyrstu tvær hendingarnar eru á þessa leið: Tveir sams konar samhljóðar sem standa hlið við hlið í orði kallast tvöfaldur samhljóði. Í mörgum orðum er ekki auðvelt að finna eftir framburði hvort skrifa á einfaldan samhjóða eða tvöfaldan.
Hvaða torf er þetta eiginlega? Tveir sams konar samhljóðar sem standa hlið við hlið? Sams konar samhljóðar? Er það ekki einfaldlega einn og sami bókstafurinn, skrifaður tvisvar? Í mörgum orðum er ekki auðvelt að finna? Er ekki til gott íslenskt orð yfir það sem ekki er auðvelt? Erfitt!
Þetta er það sem lagt er fyrir æsku landsins.
Hér er hins vegar skemmtilegasta augnablik helgarinnar. Grunlausir viðskiptavinir Hagkaups í Kringlunni fengu óvæntan kaupauka í formi skemmtiatriðis sem seint verður leikið eftir. Stöðu sinnar vegna vill listamaðurinn...eða konan...ekki koma fram undir nafni. Það skal þó upplýst að um þjóðþekktan einstakling er að ræða.
Að lokum...mánudagslagið. Fátt vinnur betur á mánudagsdrunga en Christopher Walken í urrandi banastuði. Þetta er síðasti mánudagurinn minn sem almannatengill...í tilefni afmælisins í næstu viku ætla ég að færa mig heim til mömmu rúv. Njótið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Þessi Balic...
...er algjörlega ótrúlegur. Hann er bara...hann er bara...bara...yyyfirmannslegur!
Þessi skilmerkilega skilgreining handboltaleikmannsins á heimilinu gerði það að verkum að ég átti erfitt með að einbeita mér að fyrri undanúrslitaleiknum á EM. Ivano Balic er ekki þessi dæmigerða yfirmannstýpa, en hver er ég til að þræta við margreynda landsliðskonu?
Danir eru komnir í úrslit á EM. Loksins. Ég er algjörlega sannfærður um að uppeldisþjóð mín nýtur góðs af framlagi mínu á handboltaæfingum í Bavnehöj Hallen fyrir margt löngu. Unnsteinn Ólafsson Unnsteinssonar mætti reyndar líka og þótt línulagningu hans og framlag megi alls ekki vanmeta voru það hin fögru dalvísku íþróttafræði sem sveinninn ungi náði að koma til skila sem hafa verið að gerjast með dönskum í nokkur ár og eru farin að skila afar gleðilegum árangri.
Þetta er hugsanlega ánægðasti Dani í heimi.
Þetta er Lars Christiansen. Hann vinnur hjá skipafyrirtæki. Það vill svo skemmtilega til að nafni hans sýndi dug og þor þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Þjóðverjum.
Í kvöld mun ég leika létt dægurlög af hljómplötum í vikulegum þætti á Rás 2. Það er jafnvel inni í dæminu að leikin verði óskalög og óskum þar að lútandi má koma á framfæri hér á þessum vettvangi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. janúar 2008
Fjúkk...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Besta nýárskveðjan...
Var að fá algjörlega stórfenglega nýárskveðju í smáskilaboðaformi. Hún er harla óvenjuleg, en hæfir sendandanum fullkomlega. Hver hann er verður ekki opinberað að svo stöddu. Hann (sendandinn...þetta er ekki endilega kyngreining...enda er slíkt mjög hættulegt nú um stundir) gæti hins vegar tekið upp á því að gangast við afkvæminu í tjáningarhólfinu.
Gleðilegt blabla bla ár takk fyrir ble ble árin.
Mér hlýnaði mjög um hjartarætur. Þetta eru uppáhaldssmáskilaboðin mín það sem af er árinu.
Í tilefni tímamóta hefur verið ákveðið að velja og birta myndir ársins af ríkidæminu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar