Leita í fréttum mbl.is

Ummæli kvöldsins...

"Og þá eru ekki nema fjórir áhorfendur eftir..." 

Miðað við síðustu áhorfskönnun hefur Unnur Birna farið hættulega nærri sannleikanum með þessari ígrunduðu fullyrðingu. 

Annars mátti skemmta sér alveg þolanlega yfir Bandinu hans Bubba.  Dalvíkingurinn á eftir að rúlla þessu upp...með örlítilli samkeppni frá síðasta keppanda kvöldsins. 
Bandið er rosalegt.  Þetta hlýtur að vera það næsta sem við Íslendingar höfum komist því að eignast ofurhljómsveit.  Sveitin er átakanlega jafngóð og það er kjánalegt að gera upp á milli manna...en...þessa hrymsveit verður erfitt að jafna, hvað þá toppa; Addi er stjarnfræðilega góður trommari og bassinn var hreinlega fundinn upp til þess að Jakob Smári gæti látið ljós sitt skína.  Fyrst Jakob ber á góma má benda á sérdeilis skemmtileg lög sem Kokteilkvartett Jakobs Smára flutti á Rás 2 fyrir einhverjum misserum og finna má í tónlistarspilaranum á síðu bassagúrúsins

Í dag fann ég svo manninn sem ég ætla að taka mér til fyrirmyndar í leik og starfi...einkum starfi.  Eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hmmm hmmmm er sammála með snilli hljóðfæraleikarana en í mínu sjónvarpi voru þeir ekki þéttir eða samspilaðir............

Einar Bragi Bragason., 23.2.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sá eitthvað úr einhverjum þætti, hvar Dalvíkingurinn tók lagið. Ef hann tekur þetta ekki verð ég... ja, mér er alveg sama, nenni ekki að horfa á sjónvarpið lengur.

Ingvar Valgeirsson, 23.2.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú vill svo til að litli gasprarinn hérna á undan spilar stundum og það þolanlega á visst hljóðfæri. Var engin svoleiðis í bandinu hans bubba, bara bassi og trommur!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband