Leita í fréttum mbl.is

Hvernig...

...er hægt að gefa út dagblað, ætla sér stóra og mikla hluti, en bjóða blaðið ekki í áskrift?  Það vakti furðu hér í vinnunni að DV skilaði sér aldrei í póstkassann og þegar farið var að grennslast fyrir um blaðaskortinn kom í ljós að það er bara ekki í boði að gerast áskrifandi.  Takk fyrir túkall.  Að vísu er boðið upp á áskrift að helgarblaðinu.  Þetta er stórfurðuleg markaðshyggja.  Ég á ekki von á því að alvaldið bæti því við sem vantar upp á.  Ég græt þetta svo sem ekkert sérstaklega, geðheilsu minni er tæplega ógnað þótt ég fái téð blað ekki í hendurnar á hverjum degi, en af takmörkuðum kynnum sýnist mér blaðið samt ágætt.

Ég rakst á þessa frétt á mbl.is í gærkvöldi.  Umjöllunarefnið er auðvitað grafalvarlegt og alls ekki til að henda gaman að, en málvillan hreinlega stekkur í fangið á manni.  Sat á strák mínum, reiknaði með að fréttin hefði verið unnin í miklum flýti og bjóst við að hún yrði leiðrétt í morgunsárið.  O nei.  Hún er þarna enn.  Óbreytt.

Picture 1

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held samt tryggð við mbl.is.  Skil ekki Vísisvefinn.  Hann er alltof kaótískur, fréttamatið er stundum skrýtið og flæðið stórfurðulegt. 
Það er reyndar svolítið fyndið að skoða forsíðu Vísisbloggsins.  Einhver hélt því fram að þetta blogg héldi heimsóknafjöldanum á visi.is uppi, en það kann að vera gaspur og grunlaust hjal.  Meirihluti skríbentanna sem opinberaðir eru bloggforsíðunni eru starfsmenn fyrirtækisins sem heldur vefnum úti (dótturfyrirtækis, móðurfyrirtækis...það skilur þetta hvort eð er enginn lengur).  Tilviljun?

Einn reyndasti og dáðasti útvarpsmaður landsins fór hamförum á öldum ljósvakans fyrir skemmstu.  Það eru þessi litlu atriði sem gefa lífinu gildi, verða til þess að maður nálgast verkefni dagsins með bros á vör.  Reynsluboltinn ætlaði að hafa vaðið fyrir neðan sig, tryggja hagsæld og góða heilsu um ókomna tíð, sló þremur þéttingsföstum höggum í borðið með krepptum hnefa og mælti skýrum rómi: "Þrír, fimm, sjö!" 


Getraun dagsins.  Hvar í rausinu hér að ofan er vísað í góðan og gildan dægurlagatexta?  Hver er höfundur lags og texta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Ég á ekki von á því að alvaldið bæti því við sem vantar upp á.

Læt öðrum eftir texta og lagahöfund.

Hafrún Kristjánsdóttir, 15.3.2007 kl. 08:59

2 identicon

'Þá bætir alvaldið því við sem vantar upp á'
Lagið er 'Björg' af plötunni 'Loftmynd' (1987)
Lag og texti - Megas

Þórir Steinþórsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 10:32

3 Smámynd: Snorri Sturluson

Jújú...meistarinn sjálfur.  Kom á óvart að Gulla skyldi ekki skila inn 4.272 svörum...nettengingin hennar hlýtur að vera eitthvað sloj.

Snorri Sturluson, 15.3.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband