Föstudagur, 16. mars 2007
Er ekki bara máliđ...
...ađ krýna Fćreyinginn sigurvegara og hćtta ţessu rugli?
Einhverra hluta vegna virđast sumir standa í, eđa hafa stađiđ í, ţeirri trú ađ fćreysk tónlist sé algjörlega kćst. Ţađ er misskilningur. Hún er fersk. Einhverjir kunna ađ muna eftir Tý og Viking Bandinu og svo hefur Eivör auđvitađ boriđ hróđur fćreyskrar tónlistar víđa. Síđustu misserin hafa sprottiđ upp glimrandi fínar hljómsveitir og listamenn í Fćreyjum; Deja Vu, Marius, Högni Lisberg, Teitur, Lena og Gestir svo fátt eitt sé nefnt. Gestir eiga einmitt lag í tónlistarspilaranum hérna til hliđar, minna á köflum pínulítiđ á Radiohead, svona líka ljómandi fínir. Ekki má gleyma G-Festivalinu í Götu, sem ber kraumandi tónlistarlífinu í Fćreyjum fagurt vitni.
Skaust á bílasölu í dag, skutlađi Gissa frćnda ađ sćkja "nýjan" bíl. Hann keypti sér lítinn og skrítinn Peugeot, svo hrottalega upptjúnađan ađ ég á ekki von á öđru en ađ hann snúi allt undan sér innan fjögurra vikna. Bíllinn sko. Á bílasölunni voru tveir innibílar og samanlagt verđmćti ţeirra var 24 milljónir króna. Audi-jeppinn kostađi 11 milljónir, sem er kannski réttlćtanlegt upp ađ vissu marki, og Porche-inn kostađi 13 milljónir. Verđmiđinn var nćstum ţví stćrri en bíllinn sjálfur. Ég myndi hugsanlega kaupa svona bíl ef ég vćri međ trilljón í mánađarlaun. Ég myndi ţá skutla honum í skottiđ á Skódanum og skjótast međ hann heim.
Ţađ kemur á óvart ađ ekki skuli hafa borist svar viđ getraun snorrans. Ţađ eru komnar vađandi vísbendingar; fađir einsmellungsins er stórmógúll í tónlistarheiminum og í ţessu eina lagi hans sem vakti athygli syngur einn ţekktasta tónlistarmađur síđari tíma. Nafn Debarge hefur boriđ á góma...og ţađ vill svo skemmtilega til ađ James DeBarge var til skamms tíma mágur ţekkta tónlistarmannsins.
Ţetta er pabbi einsmellungsins...
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmmmmmm nú er ég kvartfćreyingur en einhverra hluta vegna syng ég samt eins og hjólsög.
Sardinan, 16.3.2007 kl. 23:39
Getur veriđ ađ söngvarinn er Rockwell og lagiđ er Somebody´s Watching Me ţar sem Michael Jackson söng međ honum í viđlaginu
Doddi
Doddi (IP-tala skráđ) 17.3.2007 kl. 09:42
Ţar kom ţađ! Rockwell heitir réttu nafni Kenneth Gordy og er sonur Berry Gordy, stofnanda Motown Records. Ćtterniđ ţótti skýra ađ nokkru leyti ţá stađreynd ađ hćfileikasnauđur tónlistarmađurinn fékk plötusamning og Michael Jackson til ađ syngja međ sér, en ţví hefur reyndar veriđ haldiđ fram ađ hann hafi "faliđ" ţađ hverra manna hann var ţegar hann gerđi samninginn (eins og enginn hjá Motown hafi ţekkt son ađal mannsins!) og ađ söngur Jacksons hafi veriđ greiđi viđ ćskuvin frekar en hlýđni viđ yfirvaldiđ.
Gott Doddi...mjöööög gott.
Snorri Sturluson, 17.3.2007 kl. 10:37
Gott Doddi?? *hrmpfh* Ég svarađi ţessu í gćrkveldi hérna neđar. I'm one pissed off hunnybunny now.
Hugarfluga, 17.3.2007 kl. 13:08
Ć...sá ţađ ekki fyrr en núna. Errare humanum est! Hrósiđ er hér međ formlega tekiđ af Dodda...og fćrt yfir á Hugarflugu.
Snorri Sturluson, 17.3.2007 kl. 18:44
Hehe, ţakkaflóđ skaltu fá, Snorri sonur Sturlu!
Hugarfluga, 17.3.2007 kl. 20:37
Ţađ er önnur getraun í gangi á blogginu mínu .
kv.
Elías Ţór
Elías Ţór (IP-tala skráđ) 19.3.2007 kl. 10:46
Sammála ţessu um Fćreyinginn. En ţetta er ţví miđur ekki söngkeppni heldur keppni um ađ eiga dugmesta GSMhringjara úti í bć.
Stóđ gersamlega á gati í getrauninni.
Sverrir Páll Erlendsson, 19.3.2007 kl. 23:57
Ţú hefur örugglega fengiđ ţessa spurningu áđur, en afhverju ertu ekki kominn á Reykjavík 101,5? Allt ţađ besta er komiđ nema Snorralaugin mín (og Valtýr međ Skođunina sína)
Djóklaust, ég hćtti ađ hlusta á útvarp ţegar ykkur var lokađ á sínum tíma.
Hilmar (IP-tala skráđ) 27.3.2007 kl. 16:51
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.