Leita í fréttum mbl.is

Það er líklega við hæfi...

...að óska KR-ingum til hamingju með titilinn. 

Benni Guðmunds fær sérstakar árnaðaróskir.  Það hlýtur að vera sérlega ljúft og sætt að snúa "heim" aftur eftir lærdómsríka og að mörgu leyti eftirtektarverða "fjarveru" og skila titli í hús.  Benni sýndi það og sannaði, sérstaklega í úrslitakeppninni, að hann á skilið allt það hrós sem á hann hefur verið hlaðið. 

KKÍ á líka hrós skilið fyrir ágætt utanumhald.  Friðrik Ingi og hans fólk er að gera fína hluti.  Ekkert óðagot, en þetta skilar sér hægt og bítandi.  Leikjaumgjörðin hefur breyst til hins betra og bikarúrslitaleikirnir eru ágætt dæmi um framfarir.  Ekki svo að skilja að allt hafi verið í kaldakolum, en það munar um það t.d. að sjá alla þá sem koma að bikarúrslitaleikjum með beinum hætti uppáklædda og verðlaunaafhendinguna færða til í húsinu. 
Fréttaumfjöllun hefur verið ágæt, ekki er á neinn hallað þótt nöfn Sigurðar Elvars og Óskars Ófeigs séu nefnd í því sambandi og þá ekki síst fyrir ítarefni af ýmsum toga.  Ég skal viðurkenna að ég var svolítið hissa á tímasetningum leikja í kringum páskahátíðina, leikjauppröðun gerði það að verkum að blaðaumfjöllun var af skornum skammti og fréttaáhorf reyndar svolítið sérstakt þessa daga, en líklega er ekki hægt að hafa allt óaðfinnanlegt. 
Tvennt er það sem snýr að íþróttabuffum og landsmönnum öllum og körfuboltinn hefur fram yfir aðrar íþróttagreinar á landinu bláa.  Tölfræðiupplýsingar og netumfjöllun.  Það er algjörlega með ólíkindum að t.d. HSÍ hafi ekki kveikt á tölfræðiperunni.  Ég veit að flinkir og fullfærir aðilar hafa boðist til að taka þennan hluta að sér, þ.e.a.s. að halda utan um og birta tölfræðiupplýsingar í handboltanum, en því var kurteislega hafnað.  Þar á bæ voru menn víst að bíða eftir nýju tölvuforriti.  Og bíða enn. 
Netumfjöllunin er gríðarlega mikilvæg og líklega má rekja þetta körfuboltauppihald á netinu til einnar bestu netsíðu allra tíma, nba.com.  Hvort sem menn hafa áhuga á körfubolta eða ekki verður ekki framhjá því litið að síðan sú er eitt besta dæmið um það hvernig nýta á möguleika alnetsins heimsbyggðinni til hagsbóta.  Mbl.is gerði t.d. gott mót með textalýsingu, sem virkar svona hálfpartinn eins og ódýrari týpan af leikvarpinu, sem einhverra hluta vegna hefur fjarað undan.


mbl.is KR-ingar Íslandsmeistarar karla í körfubolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Einar og Robbi eru ágætismenn, kannski útbrunnir í starfi ég veit það ekki.  Alveg merkilegt hvernig HSI virðist taka vitlausustu mögulegu ákvörðunina í hvert skipti sem þarf að taka ákvörðun (ok ég er að ýkja enn...).  Þetta á ekki bara við um tölfræðina heldur í raun allt sem viðkemur þessu batteríi.  Yngri flokkar, yngri landslið, mfl kvenna og mfl karla.  Það ber nú samt að hrósa því sem vel er gert.... taki þeir til sín sem eiga það

Hafrún Kristjánsdóttir, 17.4.2007 kl. 00:09

2 identicon

Áfram Skagamenn!

Egill Harðar (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

hei Himmi hvernig gengur "stórveldinu" í handbolta  

Hafrún Kristjánsdóttir, 17.4.2007 kl. 17:08

4 identicon

Sammála, NBA.com er snilld...fewr daglega inná hana.

Addi E (Dalvik) (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband