Miðvikudagur, 2. maí 2007
Hvaða...
...höfuðsnillingur er hugsuðurinn á bak við Meistaradeildarleik Vodafone? Það er búið að hamra á þessum blessaða sms-leik í gærkvöldi og dag með alls kyns auglýsingum og athyglishvötum, enda vinningurinn sérlega glæsilegur, en leikurinn er samt algjörlega út úr kú. Chelsea er úr leik, en svarmöguleikarnir við spurningunni "Hvaða lið keppa til úrslita í UEFA Champions League" eru samt...A - Manchester United / Chelsea og C - AC Milan / Chelsea.
Jájá...þetta er smámunasemi...en samt. Annað hvort átti að ljúka sms-leiknum áður en flautað var leiks Liverpool og Chelsea í gærkvöldi, eða gera viðeigandi breytingar í kjölfar hans.
Ég er búinn að leita dyrum og dyngjum á alnetinu í dag að auglýsingu þar sem harmonikkuleikarar eru hvattir til að smella nikkunni á öxlina og skunda til Íslands. "Góðir tekjumöguleikar, vinalegt umhverfi, óútreiknanlegt veður. Húfa og vettlingar við hæfi, en ekki skilyrði". Finn auglýsinguna ekki, þannig að ótrúleg fjölgun harmonikkuleikara er enn hulin ráðgáta. Þessi óvænta uppspretta fingrafimra og tónvissra gæðapilta hlýtur að setja ný viðmið fyrir önnur þjóðlönd og hreinlega met af einhverju tagi.
Ég hef rekist á einn og einn síðustu daga, en ökuferð niður Laugaveginn í gær toppaði allt. 8 harmonikkuleikarar fögnuðu baráttudegi alþýðunnar, sex þeirra í vel æfðum og hljómfögrum dúettum og tveir voru frekir til einleiks og fengu því engan til að spila með sér. Þeir virkuðu samt sáttir og glaðir. Margir þeirra áttu fínar húfur.
Ég áttaði mig ekki á því að taka mynd fyrr en ég sá glitta í þann áttunda. Hann er þarna og ef myndin prentast vel má þekkja lagið sem hann leikur.
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Kjartan, frændi þinn og yfirmaður minn, sagði mér eitt sinn að skilgreiningin á orðinu "séntilmenni" væri maður sem kynni að leika á harmonikku en kysi að gera það ekki.
Annars getur nikkan veitt unað, sjá hér.
Ingvar Valgeirsson, 2.5.2007 kl. 22:12
Heyrðu já! Skrapp niður á Glerártorg í dag og þar voru 2 stykki að spila á nikkuna fyrir utan með svona klink krukku fyrir framan sig. Ætli þetta séu geimverur dulbúnar sem nikkuspilarar og ætla sér að yfirtaka frónið korteri fyrir kosningar? Spurning um hvort að nikkutónlistinn hafi heilaþvottaráhrif. Eitthvað gruggugt við þetta allavega.
Sardinan, 2.5.2007 kl. 22:49
Æ hvað ég er sammála þér með þennan blessaða leik, alveg yfirmáta plebbalegt. Kom reyndar í mínu tilviki ekki að sök því ég er svo ágætur spámaður .
Varðandi harmonikkuleikarana get ég ekki annað sagt en ég gleðst óumræðilega í hvert sinn sem einhver mundar nikkuna í nærveru minni, enda harmonikkan klárlega eitthvert líflegasta hljóðfæri sem fyrirfinnst. Hver kemst ekki í stuð við dillandi nikkutóna?
Ingvar. Ertu viss um að Jón Kjartan hafi ekki verið að tala um sekkjapípur? Það hljóðfæri er, þrátt fyrir að vera vissulega afar lifandi, alveg hinum megin á hressleikastaðlinum í mínum huga. A.m.k. er ein mín sársaukafyllsta minning tengd sekkjapípusveit skoska sjóhersins sem pípandi fölsk ætlaði mig lifandi að drepa, blekþunnan á blómasýningu í Dundee fyrir margt löngu.
Heimir Eyvindarson, 2.5.2007 kl. 23:14
Elsku Heimir, nei, það var nikkan sem var umræðuefnið. Í verzluninni höfðum við m.a.s. til sölu boli með áletruninni "Use an accordion - go to jail!". Svolítið kjánalegt samt, þar sem við seldum á sama tíma harmonikkur.
Hinsvegar var eitt skemmtilegasta "gigg" sem ég hef spilað með sekkjapípuleikara, trymbli og bassaleikara. Sirka hálftími af sama tóninum, svo ég þurfti lítið að hugsa með gítarinn, bara spila bes og drekka Guinness.
Ingvar Valgeirsson, 3.5.2007 kl. 09:43
Hahahahaha!
Heimir Eyvindarson, 3.5.2007 kl. 10:44
Frekar heppilegt að engin Eva spilaði með þér sekkjapípugiggið. "Við tökum þetta bara í bes..Eva"!!!
Ég þakka gott hljóð.
Snorri Sturluson, 3.5.2007 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.