Miðvikudagur, 9. maí 2007
Er bara...
...einn auglýsingagerðarmaður á Íslandi? Þessi sem gerir sjónvarpsauglýsingar flestra stjórnmálaflokkanna og lætur leiðtogana tala við ímyndaða vininn minn sem situr svo oft við hliðina á mér? Nei, líklega eru þeir tveir. Hinn hafði vit á því að fá Bjarna garðyrkjustrump og poppspekúlant til að leika í sinni auglýsingu og það á eftir tryggja öruggan og eftirminnilegan kosningasigur. Ef Bjarni fengi að ráða myndu Pet Shop Boys spila á kosningavökunni. Ef Bjarni fengi að ráða stæði kosningavakan þá yfir í heila öld.
Ég veit ekkert af hverju, en þessar auglýsingagerðarpælingar leiddu hugann allt í einu að pylsugerðarmanninum sem einokar markaðinn í ónefndu bæjarfélagi sem gaman er að heimsækja við hin ýmsu tækifæri. Hann hlýtur eiginlega að gera það ansi gott. Engin samkeppni, engar áhyggjur af markaðsstöðu, ekkert vesen. Viðskiptavinirnir eru svo himinlifandi með þennan ráðahag að þeir hrópa húrra fyrir manninum í tíma og ótíma. Nóta bene...þetta er ekki pólitísk pæling!
Þetta er ein sú almesta snilld sem sést hefur í netheimum. Tæplega hundrað þúsund kall...fyrir nákvæmlega ekki neitt. Bjóðendur eru hugsanlega týpurnar sem slökkva á tölvunni sinni þegar þeir ramba inn á síðu eins og þessa.
Mér barst bréf. Spurt er um fimm bestu rokkslagara Íslandssögunnar. Tillögur?
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sekur með Start kemur sterkt inn!
kristján sturlu (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:41
Besta lagið vann...
Atli Fannar Bjarkason, 14.5.2007 kl. 23:53
Í kirkju með Friðryk er massíft.
Ingvar Valgeirsson, 15.5.2007 kl. 14:09
Það er Klárlega Vorkvöldið - Gildran
Baldur Bongo (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.