Leita í fréttum mbl.is

Ég heyrði...

...útvarpsmiðil færa fréttir að handan í gær.  Nánast fyrir tilviljun.  Það kom mér á óvart að hann skyldi hefja öll símtölin á orðunum "halló, hver er þar?"


Dætur mínar eru staddar á sólarströndu.  Það er af sem áður var; þegar ég var í útskriftarferðinni minni 19(& vissu foreldrar mínir ekki af mér í þrjár vikur.  Ibiza hefði þess vegna getað verið fanganýlenda í öðru sólkerfi.  Það þótti svo sem ekkert tiltökumál, það var um langan veg að ferðast og símtöl milli landa kostuðu á við gott litasjónvarp.  Ég hafði nóg annað með tímann að gera en að taka myndir, ég átti ekki einu sinni myndavél og hef þurft að rifja upp ljúfar stundir innan um kynlega kvisti með því að fletta í gegnum myndaalbúm hjá Offa. 
Tækniframfarir hafa hins vegar gert það að verkum að nú hringir maður bara í Bjarna frænda þegar hann er á leiðinni út í geim og það að spjalla við dætur sínar á Mallorca er minna mál en að ná í sjálfan heilbrigðisráðherrann.  Fréttaþjónustuna hefur verið með miklum ágætum og ég hef fengið nokkrar myndir.

DSC00068

Kvöldstund á dæmigerðum majorkískum veitinga- og skemmtistað.  Inga Rún heillaði staðarsöngvarann upp úr skónum.  Ég veit ekki hvort ég á að fagna því eða hafa talsverðar áhyggjur.

Ég fékk aðra mynd með skýringartextanum "nýi tengdasonurinn".

DSC00069


Ég sendi svar..."ég hef líklega fengið ranga mynd, fékk mynd af Söru Líf og einhverri konu."  Miðað við líkamsburði og almennt fas finnst mér frekar ólíklegt að þessi ungi maður þrífist við íslenskar aðstæður, þannig að ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af framvindu  mála.


Þar sem bróðir minn elskulegur hefur ekki enn séð sér fært að birta mynd af erfingjanum á opinberum vettvangi hef ég ákveðið að stela þeim heiðri. 

 DSC02133

Þessi fjallmyndarlegi frændi minn, sem ber með sér auðþekkjanlegan dalvískan þokka, kom í heiminn 18.maí og ber foreldrunum, Stjána og Elvu, fagurt vitni. 


Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ég er EKKI búinn að sækja um vinnu á Sýn.  Það verður engin breyting þar á í bráð.  Ég kem til með að njóta þess að horfa á boltann heima, tjá mig fjálglega um hann við nærstadda og jafnvel sjálfan mig og áskil mér rétt til bullandi hlutdrægni.

PS.  Chris er að koma til landsins í haust.  Það gleður hal og sprund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Snorri, hvernig væri að Skjársport færi að sýna Euroleague og háskólaboltann? Nú er ég að tala um körfubolta, tala reyndar sjaldnast um annð.

Þú gætir lýst því og haft gaman af.

Rúnar Birgir Gíslason, 4.6.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Snorri Sturluson

Fín hugmynd, eins og við var að búast úr þessari átt, en ég held bara að það sé búið að loka sjoppunni.

Snorri Sturluson, 4.6.2007 kl. 18:39

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þessi tengdasonur þinn verðandi lítur út eins og skakka systir Richard Scobie. Svona um það bil.

Annars til lukku með frændann. Þeir geta verið skemmtilegir og einkar gaman að spilla þeim til að verða uppáhalds.

Ingvar Valgeirsson, 4.6.2007 kl. 18:49

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Við hvern þarf maður að tala til að kanna stöðuna með Skjásport og alvöru íþrótt?

Ég er til í að setja mig í samband við þann mann og kanna hug hans.

Svona stöð fengi marga verulega þyrsta áhorfendur

Rúnar Birgir Gíslason, 4.6.2007 kl. 21:06

5 identicon

heheheh.. haettidi ad vera svona abbó.. hann er fjallmyndarlegur hann viktor madurinn minn :)

saralíf (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 11:31

6 identicon

Erum við þá að tala um Kristoferson

Guti (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband