Leita í fréttum mbl.is

Höddi klappađi á Old Trafford!

Höddi Magg gladdi mig mjög međ vel ígrundađri yfirlýsingu sem hann kastađi fram í miđjum leik Fram og Vals í Laugardalnum.  "Heldurđu ađ ég hafi ekki stađiđ upp á klappađ á Old Trafford!!!"  Fyrirfram hefđi ég taliđ ţetta álíka líklegt og ađ ég borgađi mig inn á leik međ Ţór.  Hörđur er nefnilega týpan sem tuđar nákvćmlega ekkert yfir matvćla- og/eđa bensínverđi á Íslandi, veđrinu eđa lélegri sjónvarpsdagskrá.  Hann tekur leikmannakaup og leikskipulag Liverpool hins vegar mjög alvarlega.  Svo alvarlega ađ ţađ veldur stundum áhyggjum innan fjölskyldunnar og vinahópsins.  Ţess vegna er merkilegt ađ hann standi upp á klappi á heimavelli erkifjendanna.  Reyndar er merkilegt ađ hann skuli heimsćkja Old Trafford ótilneyddur.  Ţađ voru reyndar ekki ómerkari menn en Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks sem drógu hann ţangađ.  Genesis.  Ţegar Höddi reyndi ađ segja mér frá tónleikaupplifuninni missti hann fljótlega ţráđinn, varđ dreyminn á svipinn og tárađist.  Hér er lítiđ sýnishorn.


Victoria Beckham hefur náđ ţeim merka áfanga ađ nafn hennar eitt og sér kallar fram neikvćđ og óćskileg líkamleg viđbrögđ.  Hvernig er hćgt ađ vera svona...algjörlega úti ađ skíta?  Hún hefur m.a.s. haldiđ ţví fram, í fúlustu alvöru, ađ hún sé hćfileikarík tónlistarkona sem muni láta til sín taka ţegar eiginmađurinn hefur lagt skóna á hilluna.  Raunveruleikafirring í sinni tćrustu mynd.

Um helgina reiddist ég í fyrsta sinn yfir bloggfćrslu.  Ég gerđi athugasemd viđ fćrsluna, en athugasemdin var fjarlćgđ skömmu síđar.  Ţeir sem dóla sér í hópi vinsćlustu Moggabloggara virđast sumir hverjir telja turn sinn svo háan ađ ţeir ţurfa ekki ađ taka mark á mjóróma almúganum.
Umrćdd fćrsla var andlátstilkynning.  Ţjóđţekktur einstaklingur féll frá um helgina og bloggari einn, sem virđist ađallega sćkja vinsćldir í ađ endursegja fréttir mbl.is á frekar undarlegan hátt, sá sig knúinn til ađ tilkynna andlátiđ í bloggheimum.  Mér fannst tímasetning bloggfćrslunnar ósmekkleg, alvöru fréttamenn umgangast tíđindi sem ţessi af ákveđinni virđingu og gefa ađstandendum viđeigandi svigrúm.  Ég er ekki ađ finna ađ ţví viđkomandi bloggari tjái sig eđa votti virđingu sína.  Ţetta snýst um tímasetningu og framsetningu.  Ćtla má ađ athyglisţörf, hugsanlega ásókn í viđurkenningu og umtal, hafi hér ráđiđ för og mér blöskrađi.
Ţetta vekur mann til umhugsunar.  Bloggheimar eru orđnir stórir og áhrifamiklir, hćgt er ađ reka ţar fréttaţjónustu af nánast hvađa gerđ sem er ef út í ţađ er fariđ og hugsanlega sćkja nokkrar vinsćldir, en vandi fylgir vegsemd hverri.  Ég gćti tekiđ upp á ţví ađ bulla og steypa um ţekkta og lítt ţekkta ţjóđfélagsţegna, jafnvel fremja mannorđsmorđ á blogginu.  Ég gćti líka tekiđ upp á ţví ađ opinbera mismerkileg leyndarmál af öllum stćrđum og gerđum.  Ég hef vissulega frelsi til ţess.  Frelsiđ er yndislegt, svo vitnađ sé í skáldiđ, en ţví fylgir líka ábyrgđ.  Mikil ábyrgđ.  Lykilorđin í ţessu samhengi eru siđferđi og tillitssemi.  Ţađ sem skrifađ er í bloggheimum er nefnilega í langflestum tilvikum ađgengilegt heimsbyggđinni allri. 
Ţađ er stór munur á ţví ađ gera góđlátlegt grín, jafnvel lýsa skođunum sínum á mönnum og málefnum, og birta andlátsfregnir.  Ţar erum viđ komin yfir hina hárfínu línu.  Hvar sem hún svo liggur nákvćmlega.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Heimir Friđbjörnsson

Ég klappađi eitt sinn á Anfield, en ţeim fer fćkkandi stundunum sem viđ Leedsarar getum klappađ.

Hannes Heimir Friđbjörnsson, 17.7.2007 kl. 09:43

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Alveg er ég hjartanlega sammála ţér Snorri ađ mađur ţarf ađ gćta siđferđis í skrifum sínum, ţannig ávinnur mađur sér virđingu og trausts.

Ţó félagaskipti í körfuknattleik séu ekki sambćrileg viđ andlátsfréttir ţá er ţađ samt ţannig ađ mađur skrifar ekki allt sem mađur heyrir um leiđ og mađur heyrir ţađ. Mađur fćr stađfestingu hjá réttum ađilum og ber ţađ undir ţá sem máliđ varđa hvort mađur megi birta ţađ.

Ţađ er vinnuregla okkar á karfan.is

Rúnar Birgir Gíslason, 17.7.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Vinnufélagi minn og sveitungi okkar var á ţessum tónleikum krakkanna í Genesis. Lítiđ annađ hefur komist í spilarann í búđinni síđan. Ţađ er gaman ţegar Lamb lies down on Broadway eđa That´s all fara í gang. Ekki jafn gaman ţegar Invisible Touch er á blasti...

Varđandi blogg um andlátsfréttir og annađ - sumt fólk virđist sjá sig knúiđ til ađ tjá sig um hverja einustu frétt á mbl.is. Mér persónulega finnst ţađ einkar asnalegt, eiginlega í sumum tilfellum verulega aumkunarvert - hefur fólk ekkert annađ til málanna ađ leggja en ađ endursegja fréttir. Sjálfur hef ég ekki alltaf látiđ fullkomiđ ţekkingarleysi á málefnum aftra ţví đ ég myndi mér gallharđa skođun, en gaddemitt, ekki oft á dag!

Ég ákvađ samt ađ tjá mig ögn um fréttina um ótímabćra andlátsfrétt hundkvikindis. Enda vart hćgt ađ sleppa ţví ađ tjá sig.

Ingvar Valgeirsson, 17.7.2007 kl. 11:32

4 identicon

Gaman ađ lesa ađ einhver annar Íslendingur en ég og kćrastan voru á gamla klósettinu eins og völlurinn er stundum nefndur Genesis einfaldlega besta band sögunnar nenni ekki ađ rćđa ţađ frekar. Annars skemmtileg greinn SS.

Höddi Magg (IP-tala skráđ) 17.7.2007 kl. 11:52

5 Smámynd: Snorri Sturluson

Gamla klósettiđ!  Vonandi notar Hörđur ţetta heiti á stćrsta völl  Bretlandseyja ţegar hann fer ađ lesa leiklýsingar í beinni sjónvarpsútsendingu.

Hannes minn.  Ađdáun mín á ţér og trúfestu ţinni hefur aukist til muna.  Ţađ er erfitt ađ vera Leeds-ari.  Svona svipađ og ađ vera KA-mađur.  Sumri var hins vegar bjargađ međ sigri á Ţór í gćrkveldi.  Leeds var endanlega sturtađ niđur međ kaupum Bates.  Hann á bara ađ reka vegamótel međ móđur sinni.

Snorri Sturluson, 17.7.2007 kl. 16:53

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hugsa sér ađ Arnljotur, bróđurómynd mín, eigi sér brćđur í Leeds ennţá. Gaman ađ ţví. Ég, ţó antísportisti sé gallharđur, dáist ađ ykkur.

Ingvar Valgeirsson, 17.7.2007 kl. 19:24

7 Smámynd: arnar valgeirsson

veit um nokkra sem fóru ađ sjá genesis, bćđi í london og köben. allir vođa glađir ţó gabriel sé ađ chilla í rythmarjóđri í afríku.

sammála ţér snorri, nú og ţeim sem tjá sig hér, um ađ eilíf bloggafréttsblogg eru býsna hvimleiđ. sumir nota aldrei, ađrir stundum en einhverjir alltaf. frekar leim.

Leeds United er lífiđ sjálft. viđ komum aftur. sjáđu bara jóhönnu. KA ţarf smá tíma til ađ rétta ţetta af, kemur allt saman.

arnar valgeirsson, 17.7.2007 kl. 19:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband