Leita í fréttum mbl.is

Í þá gömlu góðu daga...

Þetta skrifast alfarið á Ingvar.  Það var hann sem hóf þessar einsmellungsvangaveltur! 
Þar sem ég ligg heima og vinn að því af heilindum að losa mig við norskættað flensuskot kann að vera að ég hafi of mikinn tíma til að leita uppi dásamlegar fortíðarperlur.  Hér eru þrjár slíkar.

Pop Muzik með M...sem í rauninni mætti skilgreina sem einsmannshljómsveitina Robin Scott.  Reyndar hafði hann sér til fulltingis náunga sem heitir Wally Badarou og er einn mesti hljóðgervlaspekingur samtímans, var kallaður fimmti meðlimur Level 42 og hefur unnið með ekki ómerkara fólki en Joe Cocker, Mick Jagger, Talking Heads, Foreigner, Power Station og Marianne Faithful...svona til að nefna nokkur dæmi.  Myndbandið við lagið þótti framúrstefnulegt og flott, en áhugaverðustu kaflar þess eru þrjú örstutt myndbrot sem líklega hafa farið framhjá flestum.  Þessi stuttu brot fela í sér gagnrýni, boðskap og spádóm sem átti heldur betur eftir að rætast.  Í myndbandinu dansa og syngja föngulegar meyjar með og í kringum Scott og látið er í veðri vaka að þetta séu bakraddasöngkonurnar.  Þrisvar bregður svo fyrir ósköp "venjulegri" konu sem syngur bakraddalínurnar og þar með er það í rauninni opinberað að myndbandið er að stórum hluta speglar og falskur botn.  Scott var að gagnrýna sýndarmennskuna og vitleysisganginn í tónlistargeiranum og nokkrum árum síðar fengu svo "sveitir" á borð við Boney M og Milli Vanilli skell á beran bossann...fyrir það einmitt að setja hina eiginlegu söngvara aftur fyrir tjaldið og láta "huggulegra" fólk um það að afla vinsælda.

Hér eru svo tvö lög hljómsveitar sem átti tiltölulega stutta lífdaga; þessi lög náðu skammvinnum en ansi einbeittum vinsældum.  Svo mikil var pressan að spila þetta í unglingaútvarpsþætti á RÚVAK síðla árs 1986 að ég greip til þess ráðs að fá plötuna lánaða í H-100.  Plötuna...ekki diskinn.
Hollywood Beyond átti það sameiginlegt með M að vera í rauninni einsmannshljómsveit, en hvað varð um þennan ágæta mann veit ég ekki.  Þess ber að geta að síðara lagið heitir No More Tears...ekki No More...og snubbóttur endir er ekki mér að kenna. 
Það má alveg skemmta sér yfir þessu.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Teljast Vanilla Fudge til einsmellsundra? Ég hvorki veit...

Ingvar Valgeirsson, 24.10.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Og þá má líka spyrja sig með Cutting Crew og I just died in your arms... ég er að fara á límingunum með þetta alltsaman.

Ingvar Valgeirsson, 24.10.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Snorri Sturluson

Njah...þrátt fyrir að You Keep Me Hanging On sé skrautfjöður Vanilla Fudge gerði sveitin margt annað ágætt og hæfilega vinsælt; t.d. She´s Not There, Sunshine Of Your Love og Ticket To Ride.  Frábær hljómsveit.
Cutting Crew áttu annað hæfilega vinsælt lag, I´ve Been In Love Before...þannig að þeir eru eiginlega nóló líka.

Gerðu Twisted Sister eitthvað ámóta merkilegt og We´re Not Gonna Take It fyrr eða síðar...eða Easybeats eitthvað annað en Friday On My Mind?

Snorri Sturluson, 24.10.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Easybeats störfuðu lengi og áttu hittara sem hét I´ll be good to you ef ég man rétt. Það náði jafngóðum árangri og Friday.

Júsless infó - bæði lögin eru samin af George Young, eldri bróður Angusar og Malcolms.

Það eina merkilega sem Twisted Sister gerðu var að berjast gegn ritskoðun, en þar var aðalandstæðingur þeirra Tipper Gore, geðveik og fasísk eiginkona Al Gore.

Ingvar Valgeirsson, 24.10.2007 kl. 19:35

5 Smámynd: arnar valgeirsson

vildi bara benda þér á að þessi færsla er að verða öldruð.... svo í öðru lagi á bróðurómynd mín afmæli á morgun, laugardag og ingveldur semsagt að verða öldruð líka. af því tilefni væri fallega gert að spila eitthvað eins og: rush, tenpole tudor (sem var að gera mig geðveikan á seinnihluta unglingsára minna), gary numan, bítlana og kiss.

mæli með einhverju af signals (rush). gamalt og geggjað.

og svo ef þú ert til í að detta í nostalgíuham from hell þá mæli ég með: propoganda og bara flokknum til að róa sig aðeins. og auðvitað hit me with your rythm stick með ian dury.

síðan "á rúntinum" lögum eins og: run to the hills IM, heaven and hell með black sabbat, nú eða holy diver með dio, hrognin eru að koma eða enn betra, jón pönkari.. sem hangir fyrir altari... paradísarfuglinn med magnúsi kallinum og eitthvað bjútífúl með neil young.

listinn er enn í hausnum. verður ritaður síðar. góða helgi barasta.

arnar valgeirsson, 26.10.2007 kl. 16:18

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Roachford cuttly toy er er eitt ............en þetta er snilld

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 23:34

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Bangkok, maður - Bangkok...

Ingvar Valgeirsson, 27.10.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband