Mánudagur, 29. október 2007
Speglar og falskur botn!
Ég hnaut um þessa forsíðufrétt um helgina. Fyrirsögnin ein og sér fyllti mig gleði og trú á mannkynið. Fegurðin og manngæskan drupu af þessu óvænta útspili Marels og ég þurfti ekki að lesa fréttina til enda, fyrstu átta orðin veittu mér nægan innblástur.
Í gærkvöldi lagðist ég á koddann minn mjúka, lét hugann reika og reyndi að komast að því hvernig best væri að koma óvæntum kaupauka í nyt. Ég sá það jafnvel fyrir mér að geta keypti Mýrina á dvd-diski, en hingað til hef ég veigrað mér við því. Í auglýsingunni er nefnilega sagt að þetta sé stærsta mynd íslenskrar kvikmyndasögu og ég hafði/hef efasemdir um að hún rúmist innan um aðrar myndir heimilsins. Óvæntur auður sló á þessar áhyggjur. Ég hlakkaði líka mikið til að fá að vita hver launakjör mín hjá Marel væru, hvernig tilvera mín ein og sér væri verðmetin í evrum, og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri besta fyrirtæki í heimi. Ég æfði mig í að umreikna úr evrum í krónur.
Ég hringdi í Marel í morgun til að koma bankaupplýsingum, taumlausri aðdáun og þakklæti á framfæri. Viðbrögðin ollu vonbrigðum og jafnvel svolitlum sárindum. Líklega hefði verið hollara að hemja gleðina og lesa aðeins lengra. Ég fer samt ekkert ofan af því að Marel er flott fyrirtæki.
Einsmellur dagsins er Now That We Found Love með Heavy D & The Boyz.
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi fyrirsögn toppar þó ekki - frekar en aðrar - þegar DV sagði í flennistórri fyrirsögn "Leoncie reið Markúsi Erni", þegar hún var honum reið vegna einhvers. Ég skil samt alveg gremju þína vegna þessara vonbrigða. Vona að þú eignist Mýrina á dvd (er ekki dvd rétt stafsett hjá mér?) þrátt fyrir stærð.
Ég man eftir öðrum smelli með Heavy D. Sá hét Don´t curse. Sá þungi hefur einnig leikið í bíó, t.d. alríkislögreglumann í Big Trouble og svo var hann einnig í Cider House Rules. Júsless informeisjón.
Ingvar Valgeirsson, 29.10.2007 kl. 18:08
æ æ æ æ ég hélt þetta líka
Einar Bragi Bragason., 29.10.2007 kl. 21:41
Svo er hér einsmellur í boði Hússeins.
Ingvar Valgeirsson, 30.10.2007 kl. 10:59
"Í bann fyrir að vera giftur" var nokkuð góð fyrirsögn hjá mogganum.
Kristján Eldjárn Sighvatsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 17:37
ertu að segja að við fáum ekki útborgað nú um mánaðarmótin?
Guðni Már Henningsson, 31.10.2007 kl. 09:54
Sammála nafna mínum og stórfrænda, Mogginn hefur alltaf lumað á góðum fyrirsögnum.
"KA menn fundu Perra á netinu" var ansi góð fyrirsögn og vísaði í það þegar blakdeild KA fann þjálfarann Mike Perra á netinu og réð hann svo til starfa í framhaldinu...
Kristján Sturluson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:39
Hehe þú ert fyndinn stundum...ekki alltaf samt
Lafði Lokkaprúð, 1.11.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.