Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Besta nýárskveðjan...
Var að fá algjörlega stórfenglega nýárskveðju í smáskilaboðaformi. Hún er harla óvenjuleg, en hæfir sendandanum fullkomlega. Hver hann er verður ekki opinberað að svo stöddu. Hann (sendandinn...þetta er ekki endilega kyngreining...enda er slíkt mjög hættulegt nú um stundir) gæti hins vegar tekið upp á því að gangast við afkvæminu í tjáningarhólfinu.
Gleðilegt blabla bla ár takk fyrir ble ble árin.
Mér hlýnaði mjög um hjartarætur. Þetta eru uppáhaldssmáskilaboðin mín það sem af er árinu.
Í tilefni tímamóta hefur verið ákveðið að velja og birta myndir ársins af ríkidæminu.
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Athugasemdir
þetta hefur nú verið sent alveg í lok árs. á síðasta tímanum.
en þú ert ríkur maður greinilega og þarft að sjá fyir mörgum svöngum munnum. og öll ungmennin jafn til í að pósa.
en megi tvöþúsundogátta vera nokkuð næs við þig. sjálfur fagna ég því í ótrúlega glæsilegum leedsbol, gulum og bláum sem eru mínir uppáhaldslitir og líður sem sönnum sigurvegara...
jamm, sumar jólagjafir hitta svona helvedde vel í mark. voru reyndar hver annari frábærari...
arnar valgeirsson, 1.1.2008 kl. 13:13
Hann hlýtur að vera gríðarlega snjall og skemmtilegur sem sendi þér þessa kveðju.
Höddi M (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:59
Snorri, ég heyrði að Birgir í Þorlákshöfn bað þig í kvöld að spila lag með Mannakornum. Þú kannaðist ekki við lagið. Ég man að vísu ekki nafn lagsins en það er á plötunni "Í gegnum tíðina". Hún er núna lokuð ofan í 50 eða 60 kössum hjá mér vegna flutninga. En textinn hefst á: "Ég er réttur og sléttur róni...". Textinn er eftir Stein Steinarr. Dáldið flott kassagítarlag, ef ég man rétt.
Jens Guð, 13.1.2008 kl. 00:40
Rétt Jens...takk fyrir áminninguna. Þetta er auðvitað Ræfilskvæði. Stundum situr fróðleikurinn fastur innan um minniháttar vangaveltur, gagnslausar hugrenningar og dagdrauma...og þá verður maður að sitja á strák sínum...a.m.k. í beinni.
Snorri Sturluson, 13.1.2008 kl. 01:19
Aldeilis snöfurmannlegt hjá þér að afgreiða lagið. Þó að það hafi verið þessi Birgir í Þorlákshöfn sem bað um lagið þá hlýnaði okkur sem hjá mér sátu og hlýddu á lagið um hjartarætur við að rifja upp þetta flotta lag. Það er ekki að ástæðulausu sem plötuspilarinn er hvíldur á laugardagskvöldum þegar hitað er upp fyrir djammið og rás 2 sér um það dæmi. Hafðu bestu þökk fyrir gott og fjölbreytt lagaval. Ég efast um að það gerist víða í heimi - utan Íslands - að á laugardagskvöldum safnist vinahópur saman og hlusti á útvarpið fremur en geislaspilara til að hita sig upp fyrir djammið. Mér er kunnugt um að þetta er ekki bundið við minn vinahóp.
Þar fyrir utan mættir þú spila "Ræfilskvæði" aftur næsta laugardagskvöld. Í mínu "partýi" var rifinn upp kassagítar, munnharpa og tambúrína til að fagna þessu fína lagi.
Jens Guð, 13.1.2008 kl. 04:29
Birgir frá Þorlákshöfn ?
Er það ekki gaurinn sem er kallaður "Hestamaðurinn frá Þorlákshöfn".....þó svo að hann eigi engan hest?
Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 05:48
það er naumast að menn eru duglegir að tjá sig hér.... annars fór ég að surfa á youtube eftir að sjá big country hjá bróðurómynd og fann þetta http://www.youtube.com/watch?v=9uN5__hkcPw
bara svona ef þig vantar upphafslag fyrir einhvern þátt (skildist að íþróttirnar væru búnar að góma strákinn), nú eða lokalag þegar hearway to steven finnst ekki hehe.
þetta er ótrúleg snilld og hefur verið í uppáhaldi í mörg mörg ár. sáu t.a.m. um tónlist í myndinn thief sem er hundgömul. en þetta var þar. á eftir að gera ritgerð um þessa snillinga en ég átti orðið tuttuguogeitthvað plötur með þeim fyrir fimmtán árum síðan.
heija island...
arnar valgeirsson, 20.1.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.