Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Errare humanum est!
Það er nú bara þannig. Fátt hefur verið meira rætt manna í millum en ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í hinum annars ágæta sjónvarpsþætti Utan vallar. Þorbergur sendi út tilkynningu í kvöld og er fyrir vikið maður að meiri. Það var hressandi að fá tilkynninguna í hendurnar um leið og skriftan sagði "20 sekúndur í íþróttafréttir". Ég hefði líklega staðið betur að vígi ef Bogi hefði spurt mig út í áhersluatriðin í blómaskreytingum án atrennu. En...altént er þessum anga Þjálfaramálsins (ath. málið hefur öðlast eigið líf og er því ritað með stórum staf!) þá væntanlega og vonandi lokið, en eftir stendur spurningin...af hverju vill enginn þjálfa íslenska landsliðið í handbolta?
Júróvisjon er ekkert spes. Ég sannfærðist endanlega um takmarkað ágæti þessarar keppni og laganna sem ná þar lengst þegar ég heyrði lagið hans Magga Eiríks í einhvern konar júró-búningi. Dalvíkingurinn vann og það læðist að mér sá grunur að Dalvíkingar komi til með að vinna allar söng- og sönglagakeppnir ársins. Dr.Spock hafði augljósa yfirburði þegar kemur að skemmtanagildi, en það er kannski ekki endilega það sem þetta snýst um? Lagið hennar Fabúlu, sem Ragnheiður Gröndal söng, var líka lymskulega gott. Ragnheiður er kjánalega góð söngkona, líklega gæti hún gert safn laga úr sarpi Marc Almond hlustunarhæf á örskotsstundu. Bakraddirnar voru líka dásamlegar.
Þessu tengt. Ég hef ekki enn fengið botn í það hver það er sem ábyrgist að úrslit sem kunngerð eru í síma- og/eða sms-kosningu séu kórrétt. Hvernig veit sauðsvartur almúginn, búinn að eyða sparnaði síðustu mánaða í útpælt kosningakerfi sem sogar nokkra hundrað kalla til sín við hvert atkvæði að þetta eru ekki bara speglar og falskur botn?
Ég komst svo að því á dögunum að höfuðstöðvar Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, eru nær en okkur grunar. Þær virðast vera á tiltölulega lítt áberandi stað í Húsgagnahallarhúsinu.
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
maður hefði nú frekar skilið það að enginn nennti að þjálfa þetta fótboltalandslið, en kanski eru bara ekki nógu miklir peningar í þessu handboltasprikli
Grumpa, 24.2.2008 kl. 00:24
ég varð fyrir smá vonbrigðum með þorberg. fannst þetta helvíti mikið rokk hjá kallinum og var að fíla´etta.
sá hinsvegar bara í bútum i fréttaskýringum hér og þar en hann var víst eitthvað að blanda óla stef of mikið í málið og svona...
afsökunarbeiðni samt óþörf, hvort sem hann hafi fengið sér bjór í afmælinu eða ekki.
sonur minn kaus dr spock, mér að meinalausu og ég sá að próteinliðið sem sagði hó hó hó var býsna fúlt með annað sætið. þau voru samt best af þeim sem töpuðu...
svo sá ég nærmyndir af eduardo og fætinum hans og fæ martröð í nótt. kallanginn. hann var sko ekkert að leika þetta. neibbs, þó hann sé ekki enskur.
arnar valgeirsson, 24.2.2008 kl. 02:11
Blómaskreytingar án atrennu - er það ekki innanhússíþrótt?
Ingvar Valgeirsson, 24.2.2008 kl. 19:28
Eru foreldrar hans, Hjörleifur og Olga bæði frá Dalvík?
En Þorbergur er bara eins og fleiri Sjallar þessa dagana, kann ekki að haga sér, segir of mikið og sér eftir því!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 20:31
Jú Ingvar...þetta er einmitt gríðarlega vinsæl sjónvarpsíþrótt í Hollandi.
Þetta er góður punktur Magnús Geir. Reyndar er það nú svo að foreldrar Friðriks Ómars eru úr Hörgárdalnum...ég held ég muni það rétt að Sólveig móðir hans sé frá Auðnum, en get engan veginn munað hvaðan Hjörleifur er. Þau fluttu hins vegar til Dalvíkur öðru hvoru megin við fæðingu söngfuglsins...og hann telst því samþykktur og fullgildur Dalvíkingur.
Lúmskur með Sjallana...og stundum fer lymskan skemmtilega nærri sannleikanum.
Snorri Sturluson, 26.2.2008 kl. 21:15
Hugljómum! Ég er nokkuð viss um að Hjörleifur er frá Steinsstöðum.
Snorri Sturluson, 26.2.2008 kl. 23:04
Greini ég hæðni í athugasemdum ykkar frændanna um blómaskreytingar?
Heimir Eyvindarson, 26.2.2008 kl. 23:53
Steinsstaðir eru nú í Öxnadal finnst mér, en hvað um það.Fór auðvitað rangt með nafnið á mömmu Friðriks, að sjálfsögðu heitir hún Sólveig og er Gestsdóttir. Kynntist henni aðeins fyrir nokkrum árum. Þetta með Þorberg var nú í þetta sinn meir til að espa Ingvar þegar og ef hann kíkkaði aftur inn.
Annars er fólk úr Svarfaðardalnum og Dalvík hið besta og lætur bara sitt ekki eftir liggja til dæmis í íþróttalífinu! Auk Björgvins og Heiðars vann ungur strákur unglingatitil í golfi á sl. ári minnir mig
En hvað segir þú Snorri, mannstu eftir ungum manni ættuðum að hálfu frá Dalvík sem kjörin var Íþróttamaður Akureyrar?
Magnús Geir Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.