Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Heimsmet?

Þetta er eiginlega of undarlegt...þetta á að vera ómögulegt.  Veitið nöfnum viðmælendanna athygli...

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338324/2


Ef þú vilt tjá þig um þetta mál verðurðu að heita _________.


Hverjum klukkan glymur...

Stundum þarf ekki mikið til að gleðja mann.  Rakst á þessa stórskemmtilegu parodíu á ónefndum matsölustað í hjarta Reykjavíkur í dag.

Mynd7777

Veit einhver hver staðurinn er?


Þetta er Bjarmi...

...frændi minn.

Mynd006

Fríðara og föngulegra barn er vandfundið.  Hann rumskaði aðeins þegar presturinn bleytti á honum kollinn, leit í kringum sig og ákvað að þetta væri hin ágætasta samkomu og engin ástæða til að hafa frekari áhyggjur af hlutunum.

Þetta var helgi ferðalaga og upplifunar.  Reykjavík, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Kárahnjúkar, Möðrudalsöræfi, Goðafoss, Mývatnssveit, Akureyri, Reykjavík.

Mynd070   Mynd071  

Mynd072   Mynd076

Mynd078   Mynd077

                Mynd082

 


Austanfögnuður!

Ljómandi fínt að vera viðstaddur hátíð á Reyðarfirði.  Veðrið eins og best verður á kosið, sögulegir hlutir að gera og allir kátir og glaðir.

Flugferðin austur var...hmmm...athyglisverð.  Í flugvélinni voru forsætisráðherra Íslands, Kalli á þakinu, Karíus og Baktus, Felix Bergs, Bjarni töframaður, Andrea Gylfa, Jón töframaður, Jón G. Hauksson og Birgitta Haukdal, svo fáeinir séu nefndir.

Það er margt að sjá og skoða á Austfjörðum og sumt kemur hressilega á óvart.  Ég skundaði til snyrtingar á ónefndum stað á Reyðarfirði, en brá hressilega svona um það bil sem ég var að ná áfangastað og velti því fyrir mér að a) halda í mér, b) pissa úti eða c) pissa í skó óþekktra verkmanna.  Þeir rífa sig nefnilega úr þeim og stilla þeim upp á víð og dreif, eiginlega bara um leið og þeir sjá ekki lengur til himins. 

IMG_0170

Á klósetthurðinni, sem leikur lykilhlutverk í þeirri viðleitni að forða almenningi frá því að horfa á karlmenn af öllum stærðum og gerðum dingla larði sínum fyrir ofan pissuskálar, er myndarlegt gat eftir hnefahögg!  Mjög traustvekjandi.

Bílastæðamál eru hér líka skoðunarverð.  Líklega er hugmyndafræðin sú að ef þú átt bíl þurfirðu ekkert hótelherbergi; bílastæði hótelsins er hreinlega lagningarletjandi.

IMG_0171

Annars er þetta allt dásamlegt, veðrið er gott, fólkið gestrisið og landið er fallegt.  Af hverju gerir maður ekki meira af því að ferðast um og skoða þessa perlu sem Ísland er?

Habba Kriss er ánægð með Austfirði og það sem þeir hafa upp á að bjóða.  Vonandi verður hún álíka glöð eftir bílferð til Akureyrar.  Hún ætlar að skoða marga merka staði á leiðinni.

IMG_0175


Er að horfa...

...á þennan líka fína leik í sjónvarpinu.  KA er að vinna eitthvert lið í hvítum búningum 3-0.  Skil ekkert af hverju Höddi er svona óánægður.  Sé að vallaraðstæður á Nývangi eru til fyrirmyndar.


Ég heyrði...

...útvarpsmiðil færa fréttir að handan í gær.  Nánast fyrir tilviljun.  Það kom mér á óvart að hann skyldi hefja öll símtölin á orðunum "halló, hver er þar?"


Dætur mínar eru staddar á sólarströndu.  Það er af sem áður var; þegar ég var í útskriftarferðinni minni 19(& vissu foreldrar mínir ekki af mér í þrjár vikur.  Ibiza hefði þess vegna getað verið fanganýlenda í öðru sólkerfi.  Það þótti svo sem ekkert tiltökumál, það var um langan veg að ferðast og símtöl milli landa kostuðu á við gott litasjónvarp.  Ég hafði nóg annað með tímann að gera en að taka myndir, ég átti ekki einu sinni myndavél og hef þurft að rifja upp ljúfar stundir innan um kynlega kvisti með því að fletta í gegnum myndaalbúm hjá Offa. 
Tækniframfarir hafa hins vegar gert það að verkum að nú hringir maður bara í Bjarna frænda þegar hann er á leiðinni út í geim og það að spjalla við dætur sínar á Mallorca er minna mál en að ná í sjálfan heilbrigðisráðherrann.  Fréttaþjónustuna hefur verið með miklum ágætum og ég hef fengið nokkrar myndir.

DSC00068

Kvöldstund á dæmigerðum majorkískum veitinga- og skemmtistað.  Inga Rún heillaði staðarsöngvarann upp úr skónum.  Ég veit ekki hvort ég á að fagna því eða hafa talsverðar áhyggjur.

Ég fékk aðra mynd með skýringartextanum "nýi tengdasonurinn".

DSC00069


Ég sendi svar..."ég hef líklega fengið ranga mynd, fékk mynd af Söru Líf og einhverri konu."  Miðað við líkamsburði og almennt fas finnst mér frekar ólíklegt að þessi ungi maður þrífist við íslenskar aðstæður, þannig að ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af framvindu  mála.


Þar sem bróðir minn elskulegur hefur ekki enn séð sér fært að birta mynd af erfingjanum á opinberum vettvangi hef ég ákveðið að stela þeim heiðri. 

 DSC02133

Þessi fjallmyndarlegi frændi minn, sem ber með sér auðþekkjanlegan dalvískan þokka, kom í heiminn 18.maí og ber foreldrunum, Stjána og Elvu, fagurt vitni. 


Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ég er EKKI búinn að sækja um vinnu á Sýn.  Það verður engin breyting þar á í bráð.  Ég kem til með að njóta þess að horfa á boltann heima, tjá mig fjálglega um hann við nærstadda og jafnvel sjálfan mig og áskil mér rétt til bullandi hlutdrægni.

PS.  Chris er að koma til landsins í haust.  Það gleður hal og sprund.


Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband