Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Nenni ekki...

...að afsaka bloggskort.  Lykilorðin eru flutningar og skortur á símatengingu í nýju íbúðinni. 
Síminn og Míla voru ekki alveg að gera sig og á endanum kippti Frú Proppé hlutunum í lag.  Fyrir það á hún skilið hrós, ástúð og aðdáun.  Ofeldið verður launað með dásamlegum kvöldverði í glæsilegum húsakynnum.
Í stuttu máli...Landsbankinn skeit á sig, Kaupþing er að gera góða hluti.  Þeir sem standa í flutningum ættu að leita á náðir fyrirtækis sem heitir Cargo.  Þetta skýrir sig sjálft.

Myndir segja meira en mörg orð...

Tveir godir

Þetta er frændurnir síkátu.  Númi hefur lært þá list að stríða og pirra Tuma af slíkri natni að unun er á að horfa.  Stríðnin kemur hins vegar ekki í veg fyrir það að Tumi eyðir tíma og orku í það að kenna litla vitleysingnum á lífið og tilveruna.

Mynd035

Númi var örmagna eftir mikið álag í vinnunni í byrjun vikunnar.  Hann leysti verkin engu að síður af samviskusemi og fannst þetta talsvert miklu skemmtilegra en að urra og gelta á kallana sem voru að klæða Suðurhólana að utan. 

Maður rekst alltaf annað slagið á hluti sem eru svo algjörlega út úr korti að þeir verða að teljast tímalaus meistaraverk.  Fyrir þremur árum eða svo var ákveðið að hanna og smíða mikið og gott hlið sem setja átti upp við suðurhlið hins ódauðlega ljósvakahúss við Efstaleiti.  Rík áhersla var lögð á að hliðið væri þannig úr garði gert að hægt væri að læsa því og þá væntanlega forðast óþarfa umferð um lendur þar sem annars aldrei sést lifandi vera.  Engu var til sparað, lagt var í miklar hönnunarpælingar og smíðavinnu, þar sem natni og áhersla á smáatriði virðast hafa verið í hávegum.  Hliðið er risið og af því er nokkur sómi.  Það kostaði líka sitt.

Mynd000

Hliðið er harðlæst og reyndar kunna þrautreyndir menn (og konur) ekki einu sinni að segja sögur af því hvenær það var síðast opnað.  Það er nefnilega tiltölulega auðvelt að stíga upp á steypta blómakantinn þarna til hliðar og halda áfram för...í hvora áttina sem er.  Makalaus snilld.

Í dag mátti sjá harla óvenjulegar myndbirtingar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.  Með umfjöllun þessara miðla um ágæt afrek knattspyrnukvenna frá Hlíðarenda er birt mynd.  Sama myndin. 

Mynd049

Ljósmyndarinn er íslenskur.  Ég man ekki til þess að hafa séð þetta áður...að tvö dagblöð noti sömu innlendu myndina.
Ég veit að þetta ræður ekki úrslitum um lífsfyllingu og hamingju og hefur lítil áhrif á kaupmátt.  Samt.


« Fyrri síða

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband