Leita í fréttum mbl.is

Bróðir minn...

...ástkær og yndisfríður, er dyggur stuðningsmaður Wycombe Wanderers.  Ekki spyrja mig hvers vegna.  Ég veit reyndar hvers vegna, en ég nenni eiginlega ekki að úrskýra það.  Hann er svo eldheitur að stuðningsmannafélagið sá ástæðu til að birta mynd af honum á heimasíðunni sinni fyrir nokkru.  Heimsóknum á síðuna fjölgaði svo eftir var tekið.  Hann á útistandandi heimboð - VIP-treatment - á Adams Park, heimavöll félagsins, en þar fór leikur kvöldsins einmitt fram.  Þegar hann þekkist þetta boð, ekki ef heldur þegar, er hann að heimsækja völlinn og félagið sitt í annað sinn.  Þetta er víst voða svipað og að fara á KA-leik.  Um að gera að hlaða á hann hamingjuóskum.  Netheimilið hans er hér.  Það er aldrei að vita nema að taumlausar hamingjuóskir verði kveikjan að stofnun stuðningsmannafélags Wycombe á Íslandi.

Ég er hins vegar farinn að halla mér meira og meira að hinu stórmerka knattspyrnuliði Swansea City.  Þeir unnu frækna sigra í ensku 1.deildinni, sem síðar varð úrvalsdeildin, tímabilið 1981-82 og luku keppni í sjötta sæti.  Liðið var þá undir stjórn hins umdeilanlega John Toshack, goðsagnar á Anfield.  Swansea féll með bravör árið eftir og allt leystist upp í vitleysu.  Undanfarin ár hefur hins vegar verið unnið mikið og gott uppbyggingarstarf og stjórinn núverandi, Watford-maðurinn fyrrverandi Kenny Jackett, virðist vita hvað hann er að gera.  Nýr völlur, sterkir nýir leikmenn og allt á uppleið.  Sjötta sætið í 1.deildinni (gömlu þriðju deildinni) og líklegra heldur en hitt að keppt verði í næstefstu deild á næstu leiktíð.

PS.  Wycombe leikur í ensku annarri deildinni...ekki þeirri þriðju.  Þetta er í rauninni gamla fjórða deildin, þannig að kannski er rétt að mætast bara á miðri leið og kalla þetta þriðju deild.


mbl.is Wycombe náði jafntefli gegn Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var alveg magnað!

Var að rekast á þennan brandara á netinu, svona í anda priceless/mastercard auglýsinganna... segir allt sem segja þarf!

Michael Essien - £24.4M
Shaun Wright-Phillips - £21M
Jermaine Easter - £80K
Sergio Torres -  A bag of balls and some training tops
Hearing the special one explain how his £300M team has just failed to beat a side worth less than his car - Priceless!!!!!

hilsen, kristján.

kristján (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir innlit..

Ólafur fannberg, 11.1.2007 kl. 13:55

3 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Kíkti í heimsókn

Sveinn Hjörtur , 24.1.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband