Leita í fréttum mbl.is

Íslenskar dægurperlur!

Tónlist.is er ein skemmtilegasta og þarfasta heimasíðan í mannheimum.  Íslensk dægurtónlist er óþrjótandi fjársjóður sem við stundum virðumst gleyma að umgangast af viðeigandi virðingu og/eða gleymum að njóta. 
Ég setti saman lista eldri dægurperla, mér til ánægju og yndisauka, og læt þessi lög óma við hin ýmsu tækifæri.  Þessi lög búa öll yfir þeim magnaða eiginleika að geta kallað fram gæsahúð og geðshræringu alein og óstudd.  Tónlist.is hefur heldur betur stytt manni stundirnar og auðveldað upprifjun löngu gleymdra smella, sumra betri en annarra.  Þetta er tíu laga listi.  Hver flytjandi átti upphaflega ekki að koma fyrir nema einu sinni, en Vilhjálmssystkinin eru svo einstök að þau eru bæði sitt í hvoru lagi og saman.  Erla Þorsteins afrekar það líka að koma þarna fyrir tvisvar.  Listinn verður örugglega lengdur áður en langt um líður.  Það er líka vel hugsanlegt að honum verði breytt lítillega.
Lögin eru þessi...í handahófsröð:

-  Dimmar rósir - Tatarar
-  Hún hring minn ber - Vilhjálmur Vilhjálmsson
-  Vegir liggja til allra átta - Elly Vilhjálms
-  Dagný - Elly og Vilhjálmur
-  Brúnaljósin brúnu - Haukur Morthens
-  Ömmubæn - Alfreð Clausen
-  Kata rokkar - Erla Þorsteinsdóttir
-  Björt mey og hrein - Hallbjörg Bjarnadóttir
-  Það er eins og gerst hafi í gær - Guðmundur Jónsson
-  Þrek og tár - Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir

Getraun þáttarins...

Hvaða hús er þetta?

Mynd052


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta orkuveituhús Alfreðs og Guðlaugs og þeirra?

Þ. (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er skrítinn listi hjá manni sem hlustar á þungarokk.  Ég hélt að fólk þyrfti að komast yfir miðjan aldur til að "fíla" þessi lög utan Dimmra rósa.  Sem er snilldarlag en nútímalegra en hin.  En bara gott að yngra fólk sé opið fyrir eldri perlum. 

  Ég get alveg kvittað undir að þetta eru allt góð lög.  Og gaman að þú skulir setja sveitunga minn,  Erlu Þorsteins frá Sauðárkróki,  í þennan pakka. 

  Sjálfur er ég meira fyrir harðkjarnarokkið.  En það er önnur saga.  Listinn er góður. 

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Tonlist.is er magnaður vefur sem ég er að byrja að kynnast.

Ég hafði t.d. aldrei heyrt í Steina spil en þar sem Sniglabandið er búið að gera þann mann ódauðlegan þá fann ég disk með honum á tonlist.is og fékk að heyra dýrðina.

Það er hollt að hlusta líka á þessu gömlu lög. T.d. magnað hvað ung börn byrja alltaf að dilla sér við þessa gömlu tónlist. Hún er einföld og grípandi.

Rúnar Birgir Gíslason, 20.8.2007 kl. 09:07

4 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Eins og Erla þá á Sigfús Halldórsson 2 lög á listanum, vantar bara Litlu Fluguna þá hefði þrennan verið fulkomnuð!

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 20.8.2007 kl. 10:06

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þó ég telji mig opinn og víðsýnan í tónlistarsmekk þá er þetta sú tegund tónlistar sem höfðar síst til mín. Þessi listi er samt góður og sýnir að það er til fín tónlist frá öllum tímum. Maður þarf bara að setjast niður og hlusta.

Markús frá Djúpalæk, 20.8.2007 kl. 10:22

6 Smámynd: Snorri Sturluson

Hrfm...þetta var hugsanlega versta myndagetraun allra tíma.  Reyndar snérist þetta um það að þetta væri "húsið hans Gulla"...og það datt í fyrstu tilraun.  Svona blasa herlegheitin við úr  Elliðaárdalnum...sjónmengun?

Það er rétt hjá þér Jens að þessi listi, sem nóta bene er fjarri því að vera útpældur og/eða tæmandi, á fátt sameiginlegt með þungarokki, en eins og þú veist, tóngreindur maðurinn,  eru landamæri í tónlist aðeins til í höfði hlustandans.  Rokkið lifir.  Eftir á að hyggja eiga Dimmar rósir kannski ekki heima á þessum lista, eins og þú bendir réttilega á tilheyrir lagið öðru tímabili en hin níu.  Þetta er bara svo dásamlega gott lag að sunnudagsgeðshræringin bar tímabilsskiptinguna ofurliði.  Þarnæsti listi, ef framhald verður á, kemur væntanlega til með að innihalda Tatara, Dáta, Hljóma, Trúbrot, Jónas og Einar og fleira gott.  Það má jafnvel teygja sig yfir í Ýr, Mána og Þokkabót...svona til að nefna eitthvað.  Já og Steina spil, sem eins og Rúnar vekur athygli á, hefur hlotið viðeigandi virðingu fyrir tilstilli Sniglabandsins (held að Þorgils gítargoð standi þar fremstur meðal jafningja).
Þú ert óhemju athugull og skarpur Hannes minn og þetta er hárrétt athugað hjá þér.  Ég hugsaði þetta aðallega út frá flytjendum, en hvikur maður eins og þú kveikir náttúrulega strax á framlagi "fyrsta dægurlagahöfundarins".  Virðing.
Þetta höfðar víst til þín Markús...þú ert bara ekki búinn að fatta það ennþá!  Hlustið og þér munuð sannfærast.

Snorri Sturluson, 20.8.2007 kl. 11:54

7 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Talandi um þessi gömlu lög. Ég kveiki stundum á Óskastundinni með Gerði G. Bjarklind og hlusta hér yfir netið þegar maður saknar ættjarðarinnar og gamalla daga. Ömmu, afa og allra þeirra.

Rúnar Birgir Gíslason, 20.8.2007 kl. 12:19

8 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Frábær listi hjá þér. Ég hef t.a.m. lengi verið þeirrar skoðunar að Vegir liggja til allra átta sé svalasta dægurlag allra tíma á Íslandi, þ.e.a.s. þessi tiltekna útgáfa.

Heimir Eyvindarson, 20.8.2007 kl. 12:48

9 Smámynd: Lafði Lokkaprúð

Þetta getur nú varla talist getraun Snorri minn....ekki nema það sé getraun þegar maður er spurður að eigin nafni  

Þú ert samt ágætur. 

Lafði Lokkaprúð, 20.8.2007 kl. 13:08

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég verð að segja að "Vegir liggja til allra átta" finnst mér langflottast í óheyrilegagrúví fönkversjóninni þegar Vilhjálmur syngur og Eldey systir hans tekur undir á köflum.

Þá fær meira að segja gæsahúðin mín gæsahúð.

Ingvar Valgeirsson, 20.8.2007 kl. 13:52

11 Smámynd: Ómar Eyþórsson

Þú ert ágætur ;-)

Ómar Eyþórsson, 20.8.2007 kl. 15:07

12 identicon

Mér finnst þessi lagalisti hálfgert geisp. Vildi bara koma því að.

Hörður Magg (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 19:17

13 identicon

Þetta er fínn listi og hvetur menn til umhugsunar. Mig langar, ef ég má. bæta eins og tveimur lögum við. Mér finnst vanta (og taktu sérstaklega eftir raddaða enninu í orðinu vanta) besta gítarlag íslandsögunnar, nebblilega Sveitin milli sanda og svo finnst mér Vor í Vaglaskógi alltaf helvíti kúl. Svo segi ég þér kannski einhverntíman frá því þegar ég fékk standpínu í fyrsta skipti, en það var yfir lagi, eða kannski var það af því ég horfði á söngkonuna syngja í sjónvarpinu.

Steini (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 00:52

14 Smámynd: Snorri Sturluson

Ég segi og skrifa það...Hörður Magnússon er snillingur!

Vor í Vaglaskógi!  Eitt albesta dægurlag tónlistarsögunnar.  Eydal-bræður voru sannkallaðir stórmeistarar og ég bý enn að þeim fróðleik sem Ingimar útdeildi í eðlisfræðitímum í Gagganum.  Þetta er ellefta lagið á listanum og málið er dautt. 

Snorri Sturluson, 21.8.2007 kl. 10:06

15 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Hús Orkuveitunnar er getraunin... málið er dautt

listinn er eins og Newcastle - Blackburn.. geisp..

Sigurður Elvar Þórólfsson, 22.8.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband