Leita í fréttum mbl.is

Ég er ennþá...

...að berjast við gremju yfir atburðum síðustu daga.  Efast um að David Blaine hefði tekist að láta útvarpsstöðvar hverfa jafn hratt og örugglega.  Ég neita að trúa því að útvarpsstöð, eða jafnvel stöðvar, eigi sér ekki lífsvon nema að eiga heimili í Efstaleiti eða Skaftahlíð...með tilheyrandi eignarhaldi.

Til að létta lund...langur og stuttur Ricky Gervais...

http://www.youtube.com/watch?v=M3ABbTWrskM

http://www.youtube.com/watch?v=E_EXqdJ4L7I


Ég verð reyndar að viðurkenna það að nýja veðurfréttafólkið í íslenska sjónvarpinu gleður mig líka óstjórnlega. 

Sá ekki nema lítinn hluta Silfursins, en á þeim stutta tíma sem ég horfði var Björn Ingi sá eini sem ekki talaði með afturendanum.  Ég er ekkert endilega sammála honum, en sá kann að nýta sér alla þá kosti sem fjölmiðlarnir, og þá einkum ljósvakamiðlarnir, hafa upp á að bjóða.  Það var eiginlega kjánalegt að sjá Samfylkingarmanninn svara ábendingu um dapurt gengi í skoðanakönnunum á þann hátt að Framsóknarmenn ættu nú ekkert að vera að tjá sig um þessi mál, þeir væru ekkert í betri málum sjálfir.

Þessi ágæti maður á 62 ára afmæli í dag.

mm

Hann hefur reynt fyrir sér í tónlist, en hefur ekki náð viðlíka árangri og eldri bróðir hans.  Reyndar hefur bróðirinn stundum rétt honum hjálparhönd, en það hefur ekki dugað til taumlausra vinsælda.  Eldri bróðirinn hefur meiri tónlistarhæfileika í endajöxlunum heldur en þessi maður í öllum skrokknum.  Hver er þetta...og hver er bróðirinn?


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baráttukveðjur til þeirra fjölmiðlamanna sem misstu störf sín þegar XFM og KISSFM voru lagðar niður fyrir samkeppnisdeyðandi markmið. XFM útvarpið var gott og hlustaði ég mikið á þátt þinn; Snorralaugina.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 00:19

2 identicon

Vó eins gott að ég gleymi alltaf að breyta linknum þínum, annars væri ég í fullri vinnu við það!!

Þessi gaur er pottþétt ekki hnakki þannig að ég veit ekkert hver hann er! Ætla ekki einu sinni að reyna

Bjarney (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 00:24

3 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Jamm - en gleðilegt ár þrátt fyrir þessa ofstjórn annarra.

Hitt er svo annað að þessi Moggabloggleið er ágæt. Svolítið seinlegt stundum að opna, en þetta er vaxandi kerfi.

Gangi þér vel. 

Sverrir Páll Erlendsson, 8.1.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband