Föstudagur, 18. maí 2007
Nanið...
Ég nenni ekki að tjá mig um pólitiskar væringar. Það er ákveðið ferli komið af stað og hluti mengisins fer í mínar fínustu.
Það var hálf undarlegt að kveðja enska boltann um síðustu helgi. Kveðjuathöfnin var óþægilega látlaus og lítilfjörleg. Ég á nú reyndar ekki von á því að þessi sambandsslit hafi teljandi áhrif á geðheilsu og almenn gleðilæti. Það er samt svolítið skrítið að ljúka tíu ára sambandi, sem í flestum tilfellum var skemmtilegt og gefandi en átti það líka til að vera þreytandi og slítandi, svona bara eins og að flokka sokka á fögru síðsumarkvöldi.
Mér var svo virkilega brugðið þegar Bjarni Fel lauk keppni í Ensku mörkunum..."Bjarni Fel þakkar tæplega fjögurra áratuga samfylgd í enska boltanum". Ég fékk kökk í hálsinn og barðist við táraflaum. Ég lifi í þeirri trú að Nautið beri gæfu til að munstra forvera sinn í bakvarðarstöðunni hjá vesturbæjarstórveldinu í gott djobb, þótt ekki væri nema hlutastarf. Þetta er mál sem snertir landsmenn alla.
Nú er náttúrulega komin upp sú skemmtilega staða að ég get farið að fella dóma um leiklýsingar og aðrar leikfimisæfingar íþróttafréttamanna sem aldrei fyrr. Ég á jafnvel von á því að ég muni nýta mér þetta nýtilkomna "frelsi" á komandi vikum.
Nanið. Ég er búinn að þurfa að lifa við það undanfarna daga að detta í hlátursköst upp úr þurru, eða því sem næst, og stundum við frekar óviðeigandi aðstæður. Þetta er allt Ingvari Valgeirs að kenna. Hann birti uppskrift á síðunni sinni á dögunum, hvar nan-brauð kemur við sögu. Nan-brauðið á auðvitað að hita í ofni og niðurlag uppskriftarinnar er þetta:
Ef ofninn kallar með rödd Eyþórs Arnalds ofsahátt "ég brenni nan í mér" er nanbrauðið rúmlega tilbúið.
Ég þjáist enn af ótímabærum hláturrokum.
Bloggvinir
-
sturla
-
arnim
-
aronb
-
atlifannar
-
bennirabba
-
biggibraga
-
bjarney
-
blues
-
braids
-
charliekart
-
dabbi
-
doddilitli
-
dyrley
-
egillg
-
eythora
-
eyvi
-
feron
-
forsetinn
-
gaflari
-
gretaro
-
grumpa
-
gudbjorn
-
gudjonbergmann
-
gudni-is
-
gudnim
-
gummigisla
-
gunnarfreyr
-
gusti-kr-ingur
-
habbakriss
-
hallgri
-
hannesjonsson
-
hannibal
-
heidathord
-
heimskyr
-
helgigunnars
-
hergeirsson
-
heringi
-
hjossi9
-
hlekkur
-
hossilar
-
hvala
-
hvitiriddarinn
-
ingvarvalgeirs
-
ithrottir
-
jabbi
-
jakobsmagg
-
jax
-
jbv
-
jensgud
-
jonasantonsson
-
juljul
-
king
-
kjarrip
-
kosningar
-
kvistur
-
latur
-
laufabraud
-
ljosmyndarinn
-
maggi270
-
malacai
-
markusth
-
moppi
-
nesirokk
-
olafurfa
-
orri
-
raggipalli
-
runarhi
-
rungis
-
sax
-
saxi
-
sedill
-
seth
-
sigmarg
-
skallinn
-
steinibriem
-
stormsker
-
sven
-
svenko
-
svenni71
-
sverrir
-
swaage
-
thordursteinngudmunds
-
tilfinningar
-
vg
-
x-bitinn
-
ylfamist
-
730
-
bestfyrir
-
pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 68798
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Meistaravellir munu gjörbreytast
- Áreitti ungar stúlkur og beraði kynfæri sín
- Viðsnúningur í rekstri þjóðkirkjunnar
- Dæmdur fyrir vændiskaup og samræði með 14 ára stúlku
- Steinþór nýr sviðsstjóri
- Skjálftar frá Kleifarvatni hrella suðvesturhornið
- Afnema samsköttun: Segir fjölskyldum refsað
- Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra Alþingis
Athugasemdir
Fyrirgefðu.
Ingvar Valgeirsson, 21.5.2007 kl. 17:10
Þessi nan- brandari um Eyþór Arnalds er yndislegur. Mikið er ég búinn að hlæja oft að honum. Takk!
Sverrir Páll Erlendsson, 21.5.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.