Leita í fréttum mbl.is

Hvað ungur nemur...

Bjarmi frændi fagnaði fyrstu heimsókn sinni til höfuðborgarinnar með því að splæsa í sólgleraugu.  Hann varð tveggja mánaða í miðri viku, en hagar sér að mörgu leyti eins og hann hafi orðið tveggja ára.  Genin láta ekki að sér hæða.

Mynd0067

Talandi um gen...ég sannfærðist um það eftir að hafa hitt Sölku Sigmarsdóttur að Hr. Stefánsson getur lokað sjoppunni.  Það þarf ekkert að rannsaka þetta frekar. 

Meðmæli vikunnar fær tónlistar- og dvd-markaðurinn í Laugardalshöll.  Þegar maður kemst yfir sjokkið yfir staðsetningunni missir maður ráð og rænu svamlandi um í allsnægtarbrunni afþreyingarefnis.  Það skemmir ekki fyrir að Geiri Geira og Brói eru aðalkallarnir á svæðinu.   Ég ætlaði nú bara að skoða...en keypti Borat, Leon, Capote og Austin Powers - International Man of Mystery...á innan við þúsundkall stykkið.  Á leiðinni út rak ég augun í dágott Kiss-safn.  Keypti sjö fyrstu plöturnar.  Kiss er snilld. 

Mótmæli vikunnar beinast hins vegar gegn ónefndri sjoppu, sem telur þetta auka áhuga almennings á að gæða sér á grísasamlokum...

Mynd049

Að lokum...það er sérhverju mannsbarni hollt að fylgjast vel með blogginu hans Ívars Páls.  Umræðurnar sem spunnist hafa um nýjustu færsluna eru svo...hmmm...áhugaverðar...að m.a.s. starfsfólk ríkisstofnana hlýtur að rifja upp löngu týnt bros.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Drengurinn á myndinni er ljómandi. En Kiss er... ja, hvað getur maður sagt um fullorðna menn sem mála sig meira en pólskar sjóaramellur? Ég man þá tíð er þú hlustaðir á Rainbow og þessháttar eðalrokk - þar voru menn á sama aldri (nálgast sjötugt) en blessunarlega lausir við málningu og tveggjahljómarokklög sem fjalla um samfarir í aftursætum. Gaddemitt, þegar fólk er orðið sextugt hlýtur það að hafa efni á hótelhebergjum.

:)

Ingvar Valgeirsson, 20.7.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Hættu þessari öfund Ingvar, það er merki um lífsgleði að vera KISS-Fan. Lífið er einfaldlega skemmtilegra þegar Kiss er á fóninum! Hver hefur ekki gott af smá málningu endrum og eins!

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 23.7.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Kiss er alveg eðalgrúppa.  Og þeir sem amast við málningunni, skulu skoða þá ómálaða!  Djísusskræst.

Hjalti Garðarsson, 12.8.2007 kl. 17:11

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég rak einmitt augun í þetta fáránlega grísasamlokudæmi í téðri sjoppu í gær. Ég var reyndar skítþunn og myndi aldrei borða þarna yfir höfuð en þetta var EKKI að hjálpa.

Rúnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband