Leita í fréttum mbl.is

Frændur í fjöru

Uppfræðsla afkomendanna.  Synirnir voru ekkert sérlega hrifnir af stuttri kennslustund í sjávarföllum, mikilvægi hafsins og lífríkinu í fjörunni.  Hellisgötu-fjaran í Hafnarfirði er fjarri því að geta talist víðfeðm og hún er aukinheldur sandskroppin.  Staðurinn var þó valinn af sérstakri natni og þar var stærð drengjanna höfð til hliðsjónar.  Ef tekið hefði verið tillit til þess hvernig þeir upplifa sig sjálfir hefðum við þurft að keyra austur á Skeiðarársand.
Þeir voru ekkert sérlega hrifnir af sjónum.  Það þýddi lítið að reyna að benda þeim á að þarna ættu fiskarnir heima.  Þeim er ekkert um fiska gefið.  Tumi var á heimspekilegum nótum og skoðaði sig um á meðan Númi reyndi að murka líftóruna úr hamborgarabréfi og undirstrikaði líkamlega yfirburði sína með því að urra og gelta á allt sem hreyfðist, lífs og liðið.

Mynd059   Mynd060

Íþróttafrétt helgarinnar var lesin úr þularstofu í Efstaleiti á miðnætti á laugardag.  Í upphafi fréttarinnar sagði, lauslega þýtt og endursagt, að FH hefði tryggt sér bikarmeistaratitlinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagins með því að leggja Fjölni að velli, 2-0, í úrslitaleik.  Matthías Guðmundsson kom FH yfir, en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði metin fyrir HK!  Þulur las þetta athugasemdalaust, rétt eins og textinn væri úr hinni helgu bók.  Merkilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Prófaðu fjörurnar á suðurnesjum . . . þá finnið þið ýmislegt spennandi auk sjávarfangsins . . . t.d. dauða máfa, landsbyggðarfólk og spennandi sjoppur á leiðinni heim.  Voðalega er Tumi sætur.

Fiðrildi, 8.10.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: arnar valgeirsson

bara að láta vita að listinn er í vinnslu. kominn í sautján lög en á eftir að bæta við og skera svo aftur niður.....

þetta eru unglingsárin, dynheimar, verbúðarárin og fullorðinsárin part eitt. alveg brakandi nostalgía og fólk á eftir að gefa í á druslunum sínum, á rúntinum á akureyri, húsavík og í borginni...

hvenær er næsta langa vakt í turninum?

arnar valgeirsson, 9.10.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband