Leita í fréttum mbl.is

Laaangur laugar(dals)dagur...

Fyrirsagnarhugmyndinni er stolið frá einhverju dagblaðanna...man ekki hverju þeirra.

Ég verð að viðurkenna það, kinnroðalaust, að ég er nokkuð stoltur af útsendingunni okkar frá bikarúrslitunum í handbolta.  Tæpar fimm klukkkstundur af gæðaefni (!).  Tveir hörkuleikir, fullt af skemmtilegum viðmælendum...ekkert Sigurrósarmyndband!  Einn af hápunktum dagsins, fyrir utan náttúrulega leikina sjálfa, var frumflutningur nýja Fram-lagsins, sem Ómar Ragnarsson hristi fram úr erminni á örskotsstundu.  Samsöngur Ómars og Hemma Gunn, sem kallaði á það að Valsmönnum væri blandað í málið, var tímalaus snilld.

Ég vissi það reyndar fljótlega upp úr hádegi að þetta yrði góður dagur.  Ég rakst á ónefndan aðstandanda annars kvennaliðsins.  Hann hélt á gítar.  Þetta var súrrealistiskt augnablik.  Hann virtist vera klár í að stökkva upp á svið með Ríó Tríó.  Það sem var svo einkennilegt við þetta var að það var í rauninni ekkert út úr korti að mæta manni með hljóðfæri akkúrat á þessum stað, í Laugardalshöllinni hafa jú verið haldnir nokkrir af eftirminnilegustu tónleikunum í sögu þjóðarinnar.  Það var heldur ekkert undarlegt að mæta einmitt þessum manni nákvæmlega þarna á þessum tímapunkti.  Þetta tvennt átti hins vegar ekki alveg saman. 

Svona var umhorfs fyrir utan klefa annars kvennaliðsins rétt upp úr hádegi...

Mynd057


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þið stóðuð ykkur með mikilli prýði.Takk fyrir mig.

Guðjón H Finnbogason, 2.3.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Til hamingju með daginn

Markús frá Djúpalæk, 2.3.2008 kl. 03:47

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Er þetta Washburn D-10 gítarinn þinn?

Ingvar Valgeirsson, 2.3.2008 kl. 16:50

4 Smámynd: arnar valgeirsson

var á rúntinum í gær og words don´t come easy glymur enn í eyrum. en djöfull lifnaði yfir manni við holy diver og svo ac/dc. algjörlega snilldar input. langaði að leggja bílnum og fá mér tvöfaldan.

en sleppti því samt.

arnar valgeirsson, 2.3.2008 kl. 19:20

5 identicon

Til lukku með þessa útsendingu. þetta var það besta sem sést hefur frá Rúv í langan tíma.líka gaman að horfa og hlusta ykkur þrjá.

Hrafnkel.Hjört og þig snorri

til lukku með þetta

íþróttaáhugamaðurinn RG

Rúnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:58

6 identicon

Raggi Hermanns er frábær gítarspilari og hefur örugglega tekið einn Megasar slagara fyrir leikinn

JM (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:40

7 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Úrvals handboltalýsing, alveg hreint til fyrirmyndar eins og þín var von og vísan Snorri! Takk fyrir mig.

Jón Birgir Valsson, 3.3.2008 kl. 08:57

8 Smámynd: Snorri Sturluson

Ég þakka...fyrir mig og börnin!

Snorri Sturluson, 3.3.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband