Leita í fréttum mbl.is

Þetta er hann...

...Ásgeir litli.  Litli er listamannsnafn.

Mynd061

Ásgeir auðgar tilveru þeirra sem eru honum samferða með fádæma snilld og dugnaði.  Innan um óaðfinnanleg verk sem hann vinnur af samviskusemi leynast sannkallaðir gullmolar.  Fyrir fáeinum vikum fór hann ansi nærri því að kljúfa sjálfan sig í herðar niður þar sem hann reyndi fyrir sér í steinakasti.  Þrátt fyrir tiltölulega auðskiljanlegar leiðbeiningar tókst honum að sveifla kaststeininum upp og aftur fyrir sig og það er einvörðungu æðri máttarvöldum að þakka að hann skartar enn höfði og þjóhnöppum.  Andstæðingur hans í steinakastinu, 93 ára heiðursmaður, vann öruggan sigur.
Um helgina tók hann viðtal við ungan hestamann sem þátt tók í ístölti.  Hluti viðtalsins er einhvern veginn svona, lauslega þýtt og endursagt:

Ásgeir litli:  Er allt öðruvísi að taka þátt í svona ístölti heldur en venjulegu tölti?
Hestamaðurinn ungi:  Já!
Ásgeir litli:  Hvað er það sem er svona ólíkt?
Hestamaðurinn ungi (frekar hneykslaður):  Ís!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minnir óneitanlega á stuttaraleg og óborganleg tilsvör ísknattleiksmarkvarðarins (landsliðsmannsins!) á dögunum. Maður fær víst ekki að semja tilsvörin...

Benni (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Hvernig voru þau tilsvör Benni? Missti nefninlega af því viðtali.

Jón Birgir Valsson, 5.3.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband