Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Ekki ţađ...

...ađ ég ćtli ađ jagast eitthvađ sérstaklega í KR-ingum.  Ţeir virđast eiga nóg međ sitt ţessa dagana.  Óli Karna bađ okkur um ađ íslenski boltinn yrđi lítiđ rćddur hér innan veggja fyrirtćkisins ţar til KR hefđi fagnađ sigri.  Viđ sjáum fram á ađ geta lítiđ rćtt ţetta fyrr en fyrsta deildin rúllar af stađ...nćsta sumar.

Ţađ sem vakti kátínu mína í dag var forsíđa íţróttablađs Morgunblađsins.  Stundum rađast hlutirnir svo einkennilega saman.

Picture 2

 

 

 

 

 

 

 


Fyrirsögnin á viđtalinu á svo ágćtlega viđ myndina og myndatextann.

Myndatextinn er eitthvađ á ţá leiđ ađ KR-ingurinn Grétar Ólafur Hjartarson komist lítt áleiđis gegn Víkingunum Grétari Sigfinni Sigurđsson, Jökli Elísabetarsyni og Vali Úlfarssyni.

Glimrandi gott...gallinn er bara sá ađ Grétar Ólafur og Grétar Sigfinnur eru hvergi sjáanlegir á myndinni.

Picture 3

 

 

 

Fyrirsögnin reddar ţessu.

 

Ég skemmti mér líka dável yfir nokkrum hendingum sem hermt er ađ ćttađar séu úr bandarískum réttarsölum. 

 

Q: All your responses must be oral, OK? What school did you go to?
A: Oral.

-----

Q: Do you recall the time that you examined the body?
A: The autopsy started around 8:30 p.m.
Q: And Mr. Dennington was dead at the time?
A: No, he was sitting on the table wondering why I was doing an autopsy.

-----

Q: Doctor, before you performed the autopsy, did you check for a pulse?
A: No.
Q: Did you check for blood pressure?
A: No.
Q: Did you check for breathing?
A: No.
Q: So, then it is possible that the patient was alive when you began the autopsy?
A: No.
Q: How can you be so sure, Doctor?
A: Because his brain was sitting on my desk in a jar.
Q: But could the patient have still been alive nevertheless?
A: It is possible that he could have been alive and practicing law somewhere.


Krosstré

Bjarni Fel sagđi í útvarpi allra landsmanna í kvöld ađ ţađ vćri orđiđ tímabćrt ađ heyra í Hrafnkatli Kristjánssyni.

Hrafnketill vildi lítiđ tjá sig um máliđ.


Ég er sigldur!

Ţađ gefur á bátinn viđ Grćnland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast ţađ er
ađ tala sem minnst um ţađ allt.
En fugli, sem flýgur í austur,
er fylgt yfir hafiđ međ ţrá.
Og vestfirskur jökull, sem heilsar viđ Horn
í hilling međ sólrođna brá.
Segir velkominn heim, segir velkominn heim
ţau verma hin ţögulu orđ.
Sértu velkominn heim, yfir hafđ og heim,
ţá er hlegiđ viđ störfin um borđ.

En geigţungt er brimiđ viđ Grćnland
og gista ţađ kýs ei neinn.
Hvern varđar um draum ţess og vonir og ţrár,
sem vakir ţar hljóđur og einn?
En handan viđ kólguna kalda
býr kona, sem fagnar í nótt
og raular viđ bláeygan, sofandi son
og systur hans ţaggandi hljótt;
Sértu velkominn heim, sértu velkominn heim.
Ađ vestan er siglt gegnum ís.
Sértu velkominn heim, yfir hafiđ og heim
og Hornbjarg úr djúpinu rís.
                                              (Kristján frá Djúpalćk)

Ég sönglađi ţetta einn og međ sjálfum mér allan miđvikudaginn.  Textann var ég reyndar ekki međ alveg á kristaltćru, en innihaldiđ og tilfinningin komust til skila.

Mynd052    Mynd053   

Mynd054    Mynd056   

Mynd059    Mynd060

Ég eyddi deginum um borđ í hinni sögufrćgu Ađalbjörgu RE.  Vinnutengt.  Viđ Hreinn ljósmyndari vorum mćttir til Ţorlákshafnar klukkan fjögur...árdegis.  Ţetta var langur dagur, en afskaplega ánćgjulegur.  Ţetta var fyrsta reynslan af snurvođarveiđum, alltaf lćrir mađur eitthvađ nýtt.  Hrikalega skemmtilegt ađ eyđa deginum innan um sjómenn, ţeir segja hlutina bara eins og ţeir eru.  Annar okkar var sjóveikur meira og minna allan tímann.  Hinn var hress.  Rifjađir voru upp gamlir taktar. 
Ţađ var eftirminnilegt ađ horfa á úrslitaleika Meistaradeildarinnar einhvers stađar á Selvognum.  Móttökuskilyrđin voru reyndar ekkert til ađ hrópa húrra fyrir, en viđ tókum stímiđ heim svona um ţađ bil sem flautađ var til síđari hálfleiks.  Lokamínútunum og bikarlyftingunni náđum viđ nokkurn veginn snjólausum.
Gaman ađ ţví.

Erlingur er ađ vakna til lífsins.  KA-menn allra landa sameinist!  Áhugasamir geta sent línu (skráningu) á netfangiđ kaleikur@gmail.com


Naniđ...

Ég nenni ekki ađ tjá mig um pólitiskar vćringar.  Ţađ er ákveđiđ ferli komiđ af stađ og hluti mengisins fer í mínar fínustu.

Ţađ var hálf undarlegt ađ kveđja enska boltann um síđustu helgi.  Kveđjuathöfnin var óţćgilega látlaus og lítilfjörleg.  Ég á nú reyndar ekki von á ţví ađ ţessi sambandsslit hafi teljandi áhrif á geđheilsu og almenn gleđilćti.  Ţađ er samt svolítiđ skrítiđ ađ ljúka tíu ára sambandi, sem í flestum tilfellum var skemmtilegt og gefandi en átti ţađ líka til ađ vera ţreytandi og slítandi, svona bara eins og ađ flokka sokka á fögru síđsumarkvöldi. 
Mér var svo virkilega brugđiđ ţegar Bjarni Fel lauk keppni í Ensku mörkunum..."Bjarni Fel ţakkar tćplega fjögurra áratuga samfylgd í enska boltanum".  Ég fékk kökk í hálsinn og barđist viđ táraflaum.  Ég lifi í ţeirri trú ađ Nautiđ beri gćfu til ađ munstra forvera sinn í bakvarđarstöđunni hjá vesturbćjarstórveldinu í gott djobb, ţótt ekki vćri nema hlutastarf.  Ţetta er mál sem snertir landsmenn alla.
Nú er náttúrulega komin upp sú skemmtilega stađa ađ ég get fariđ ađ fella dóma um leiklýsingar og ađrar leikfimisćfingar íţróttafréttamanna sem aldrei fyrr.  Ég á jafnvel von á ţví ađ ég muni nýta mér ţetta nýtilkomna "frelsi" á komandi vikum.

Naniđ.  Ég er búinn ađ ţurfa ađ lifa viđ ţađ undanfarna daga ađ detta í hlátursköst upp úr ţurru, eđa ţví sem nćst, og stundum viđ frekar óviđeigandi ađstćđur.  Ţetta er allt Ingvari Valgeirs ađ kenna.  Hann birti uppskrift á síđunni sinni á dögunum, hvar nan-brauđ kemur viđ sögu.  Nan-brauđiđ á auđvitađ ađ hita í ofni og niđurlag uppskriftarinnar er ţetta:

Ef ofninn kallar međ rödd Eyţórs Arnalds ofsahátt "ég brenni nan í mér" er nanbrauđiđ rúmlega tilbúiđ.

Ég ţjáist enn af ótímabćrum hláturrokum.


Er bara...

...einn auglýsingagerđarmađur á Íslandi?  Ţessi sem gerir sjónvarpsauglýsingar flestra stjórnmálaflokkanna og lćtur leiđtogana tala viđ ímyndađa vininn minn sem situr svo oft viđ hliđina á mér?  Nei, líklega eru ţeir tveir.  Hinn hafđi vit á ţví ađ fá Bjarna garđyrkjustrump og poppspekúlant til ađ leika í sinni auglýsingu og ţađ á eftir tryggja öruggan og eftirminnilegan kosningasigur.  Ef Bjarni fengi ađ ráđa myndu Pet Shop Boys spila á kosningavökunni.  Ef Bjarni fengi ađ ráđa stćđi kosningavakan ţá yfir í heila öld.

Ég veit ekkert af hverju, en ţessar auglýsingagerđarpćlingar leiddu hugann allt í einu ađ pylsugerđarmanninum sem einokar markađinn í ónefndu bćjarfélagi sem gaman er ađ heimsćkja viđ hin ýmsu tćkifćri.  Hann hlýtur eiginlega ađ gera ţađ ansi gott.  Engin samkeppni, engar áhyggjur af markađsstöđu, ekkert vesen.  Viđskiptavinirnir eru svo himinlifandi međ ţennan ráđahag ađ ţeir hrópa húrra fyrir manninum í tíma og ótíma.  Nóta bene...ţetta er ekki pólitísk pćling!

 

Ţetta er ein sú almesta snilld sem sést hefur í netheimum.   Tćplega hundrađ ţúsund kall...fyrir nákvćmlega ekki neitt.  Bjóđendur eru hugsanlega týpurnar sem slökkva á tölvunni sinni ţegar ţeir ramba inn á síđu eins og ţessa.  

 

Mér barst bréf.  Spurt er um fimm bestu rokkslagara Íslandssögunnar.  Tillögur?


Hvađa...

...höfuđsnillingur er hugsuđurinn á bak viđ Meistaradeildarleik Vodafone?  Ţađ er búiđ ađ hamra á ţessum blessađa sms-leik í gćrkvöldi og dag međ alls kyns auglýsingum og athyglishvötum, enda vinningurinn sérlega glćsilegur, en leikurinn er samt algjörlega út úr kú.  Chelsea er úr leik, en svarmöguleikarnir viđ spurningunni "Hvađa liđ keppa til úrslita í UEFA Champions League" eru samt...A - Manchester United / Chelsea og  C - AC Milan / Chelsea.
Jájá...ţetta er smámunasemi...en samt.  Annađ hvort átti ađ ljúka sms-leiknum áđur en flautađ var leiks Liverpool og Chelsea í gćrkvöldi, eđa gera viđeigandi breytingar í kjölfar hans.

Ég er búinn ađ leita dyrum og dyngjum á alnetinu í dag ađ auglýsingu ţar sem harmonikkuleikarar eru hvattir til ađ smella nikkunni á öxlina og skunda til Íslands.  "Góđir tekjumöguleikar, vinalegt umhverfi, óútreiknanlegt veđur.  Húfa og vettlingar viđ hćfi, en ekki skilyrđi".  Finn auglýsinguna ekki, ţannig ađ ótrúleg fjölgun harmonikkuleikara er enn hulin ráđgáta.  Ţessi óvćnta uppspretta fingrafimra og tónvissra gćđapilta hlýtur ađ setja ný viđmiđ fyrir önnur ţjóđlönd og hreinlega met af einhverju tagi.
Ég hef rekist á einn og einn síđustu daga, en ökuferđ niđur Laugaveginn í gćr toppađi allt.  8 harmonikkuleikarar fögnuđu baráttudegi alţýđunnar, sex ţeirra í vel ćfđum og hljómfögrum dúettum og tveir voru frekir til einleiks og fengu ţví engan til ađ spila međ sér.  Ţeir virkuđu samt sáttir og glađir.  Margir ţeirra áttu fínar húfur.

Mynd048

Ég áttađi mig ekki á ţví ađ taka mynd fyrr en ég sá glitta í ţann áttunda.  Hann er ţarna og ef myndin prentast vel má ţekkja lagiđ sem hann leikur.


Plata ársins?

Ţađ er vel hugsanlegt ađ plata ársins á Íslandi hafi komiđ út í gćr.  Grínlaust. 

bsig

Ţetta er platan hans Bjarka Sig, sem hingađ til hefur birst landsmönnum í hlutverki handboltamanns í fremstu röđ.  Bjarki hefur stundum veriđ skilgreindur sem "bróđir Lalla og Dags", en líklega verđur ţetta til ţess ađ fjármálamógúllinn í Lúxemborg og handboltahetjan í Austurríki og verđandi framkvćmdastjóri Vals verđa héđan í frá skilgreindir sem "brćđur Bjarka"!

Ţetta er undarlega heillandi og grípandi plata og kemur á óvart viđ hverja hlustun.  Ég vissi svo sem ađ Bjarki vćri ađ gutla á gítarinn sinn, en var algjörlega grunlaus um ţá hćfileika sem drengurinn býr yfir.  Hann teygir sig, á afar smekklegan hátt, í ýmsar áttir og ţađ má međ góđum vilja heyra nokkra áhrifavalda, en allt er ţetta ţó ţegar allt kemur til alls...b.sig.
Ef einhver ćtlar ađ hirđa af honum heiđursútnefninguna fyrir plötu ársins er ţeim hinum sama vissara ađ girđa sig í brók.  Hugsanlega ađ fá Sir Paul McCartney til ađ leggja eitthvađ af mörkum.

Eins og tónlistarmanna er siđur er b.sig búinn ađ opna heimasíđu.  Síđan lítur dúndrandi vel út, enda á hún ćttir ađ rekja til Dalvíkur!  Langsótt?  Nee.  Mađurinn á bak viđ fyrirtćkiđ sem hannar síđuna er Jónas frćndi minn.  Heimurinn er lítill og undarlegur.
Ţađ eina sem vantar inn á síđuna er hlustunarmöguleiki, en ţađ skrifast vćntanlega á tímaţröng frekar en yfirsjón.  Ég tók mér ţađ bessaleyfi ađ smella tveimur lögum inn á spilarann hérna til hliđar.  Höfundarréttarkćrufrestur rann hvort eđ er út á hádegi í dag.

Ég leitađi ađ gamni ađ myndum sem tengjast b.sig á veraldarvefnum og sá ţá mér til mikillar gleđi ađ í borginni sem aldrei sefur, Nýju Jórvík, hefur hópur hjólreiđamanna komiđ saman til ađ fagna útkomu plötunnar.  Ţetta eru vćntanlega fyrstu merkin landvinninga listamannsins.

bsig-party

Kaupa kvikindiđ...og ekkert rugl!  Eymundsson og/eđa Penninn.  Ţađ er langflottast ađ kaupa sitt hvort eintakiđ í sitt hvorri búđinni.


Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband