Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Hvar skráir maður sig?
Þessi grein birtist í Blaðinu í dag. Maðurinn á myndinni er enginn annar en Ólsarinn síkáti Þorgrímur Þráinsson. Ég vona að konan hans sé meðvituð um kennsluhætti eiginmannsins.
Af hverju dettur mér í hug ódauðlegt atriði úr The Meaning Of Life?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Fortíðarþrá!
Mikið ofboðslega voru þetta góðir þættir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Stysta ævintýri í heimi.
Einu sinni spurði strákur stelpu: "Viltu giftast mér?"
Stelpan svararði: "Nei!"
Strákurinn lifði hamingjusömu lífi eftir þetta; fór t.d í veiði, horfði á fótbolta, spilaði golf og prumpaði hvenær sem honum sýndist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Íslenskar dægurperlur!
Tónlist.is er ein skemmtilegasta og þarfasta heimasíðan í mannheimum. Íslensk dægurtónlist er óþrjótandi fjársjóður sem við stundum virðumst gleyma að umgangast af viðeigandi virðingu og/eða gleymum að njóta.
Ég setti saman lista eldri dægurperla, mér til ánægju og yndisauka, og læt þessi lög óma við hin ýmsu tækifæri. Þessi lög búa öll yfir þeim magnaða eiginleika að geta kallað fram gæsahúð og geðshræringu alein og óstudd. Tónlist.is hefur heldur betur stytt manni stundirnar og auðveldað upprifjun löngu gleymdra smella, sumra betri en annarra. Þetta er tíu laga listi. Hver flytjandi átti upphaflega ekki að koma fyrir nema einu sinni, en Vilhjálmssystkinin eru svo einstök að þau eru bæði sitt í hvoru lagi og saman. Erla Þorsteins afrekar það líka að koma þarna fyrir tvisvar. Listinn verður örugglega lengdur áður en langt um líður. Það er líka vel hugsanlegt að honum verði breytt lítillega.
Lögin eru þessi...í handahófsröð:
- Dimmar rósir - Tatarar
- Hún hring minn ber - Vilhjálmur Vilhjálmsson
- Vegir liggja til allra átta - Elly Vilhjálms
- Dagný - Elly og Vilhjálmur
- Brúnaljósin brúnu - Haukur Morthens
- Ömmubæn - Alfreð Clausen
- Kata rokkar - Erla Þorsteinsdóttir
- Björt mey og hrein - Hallbjörg Bjarnadóttir
- Það er eins og gerst hafi í gær - Guðmundur Jónsson
- Þrek og tár - Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir
Getraun þáttarins...
Hvaða hús er þetta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Framlag mitt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 18. ágúst 2007
Ótrúlegar tækniframfarir!
Það er alveg með ólíkindum hvað tæknin sem umlykur okkur allt um kring er orðin fullkomin. Þegar þrjár meintar söngkonur stigu á svið á Laugardalsvelli í kvöld reyndi nýi flatskjárinn minn að varpa sér fram af svölunum.
Á leið minni til vinnu í Efstaleiti keyrði ég fram á það sem virðist hafa verið félagsfundur Íslenskra búningaeigenda. Líklega hefur þetta verið sögulegur fundur, jafnvel árshátíð, því hópurinn virtist vera að festa herlegheitin á filmu. Mér var nokkuð brugðið, en hafði þó rænu á því að smella af einni mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Orð eru algjörlega óþörf...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Þú beygir bara...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Credo elvem etiam vivere!
Þráinn frændi minn Brjánsson hefur borið þann bagga allar götur síðan 1977 að afmælisdags hans verður fyrst og síðast minnst sem dánardægurs Elvis. Engu að síður er fögnuður efstur í huga á þessum degi ár hvert, enda er Þráinn greindur, skemmtilegur og vandaður maður og á það á afrekaskránni að hafa trommað inn á hina stórmerku hljómplötu um Dolla dropa. Ekki reyna samt að ræða það við hann. Honum leiðist að tíunda eigin afrek.
Þar eð Elvis hefur verið áberandi í fjölmiðlum, af skiljanlegum ástæðum, rifjaðist upp fyrir mér umfjöllun Fjalars Sigurðarsonar um tvo Elvis-aðdáendur í Dagsljósi RÚV fyrir einhverjum árum. Án þess að gera mér sérstakar vonir um væna uppskeru datt mér í hug að athuga hvort þetta efni leyndist í hirslum undraheimsins youtube...og það stóð heima. Nýtið skilningarvitin og njótið. Takið sérstaklega vel eftir ummælum sem hnjóta af vörum viðmælanda eftir 2 mínútur og 18 sekúndur...eða þar um bil.
Í ljósi þessi að þessi gleymdi gullmoli reyndist aðgengilegur á alnetinu gerði fortíðarþráin vart við sig. Það rifjaðist upp fyrir mér að í árdaga Ópsins, hvers umsjónarmenn rötuðu af illskiljanlegum ástæðum í Kastljósið, var boðið upp á þá skemmtun að settar voru saman frekar ólíklegar hljómsveitir og þeim gert að leysa það verkefni að semja og flytja lag í þættinum. Efnt var til einhvers konar samkeppni um besta lagið. Þegnar þessa lands greiddu atkvæði á alnetinu og niðurstaðan staðfesti þann þráláta grun að meginþorri landsmanna er heyrnarsljór og tónvilltur. Ég man ekki einu sinni hvaða lag "vann", en þetta voru klárlega tvö bestu lögin...ekki endilega í þessari röð.
Ég held ég muni það rétt að Vignir gítargoð hafi samið þetta lag. Hann slær á strengi af alkunnri snilld, einn vanmetnasti bassaleikari þessa tilverustigs, Bergur Geirsson, spilar á bassann og Fúsi Óttars, hugsanlega besti trommari í heimi, situr við settið. Það er gaman að geta þess enn og aftur að Fúsi hóf trommaraferilinn sinn á ljósbrúnu leðursófasetti foreldra minna í Víðilundi 4i. Katrína úr Mammút toppar svo herlegheitin með frábærum söng.
Síðara lagið er dásamleg poppperla úr smiðju Dr. Gunna. Doktorinn er einkar naskur á einfaldar en skemmtilegar laglínur. Það skemmir heldur ekki fyrir að í þessu lagi er hann tvöfaldur; spilar bæði á gítar og bassa og stórsnjallir tæknimenn Ríkissjónvarpsins hafa væntanlega vætt buxur af spenningi og stolti yfir þeirri stórfenglegu tæknibrellu sem hér blasir við. Ari Stefáns trommar og söngdívan Hildur Vala var á þessum tímapunkti að þoka sér inn á kortið. Síðar kom í ljós að hún er ekki kortamanneskja.
Ég var á sínum tíma hrifnastur af lagi Doktorsins. Ég ætla bara að halda mig við það. Þetta er ferlega gott lag.
Ég var að spá í að tjá mig um verðlagningu enska boltans, jafnvel þjónustuna, í löngu og ítarlegu máli. Er það ráðlegt?
PS. Ef einhver veit hvað Credo elvem etiam vivere þýðir fást fyrir það trilljón...nei skrilljón velvildarstig og gott umtal.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
-
sturla
-
arnim
-
aronb
-
atlifannar
-
bennirabba
-
biggibraga
-
bjarney
-
blues
-
braids
-
charliekart
-
dabbi
-
doddilitli
-
dyrley
-
egillg
-
eythora
-
eyvi
-
feron
-
forsetinn
-
gaflari
-
gretaro
-
grumpa
-
gudbjorn
-
gudjonbergmann
-
gudni-is
-
gudnim
-
gummigisla
-
gunnarfreyr
-
gusti-kr-ingur
-
habbakriss
-
hallgri
-
hannesjonsson
-
hannibal
-
heidathord
-
heimskyr
-
helgigunnars
-
hergeirsson
-
heringi
-
hjossi9
-
hlekkur
-
hossilar
-
hvala
-
hvitiriddarinn
-
ingvarvalgeirs
-
ithrottir
-
jabbi
-
jakobsmagg
-
jax
-
jbv
-
jensgud
-
jonasantonsson
-
juljul
-
king
-
kjarrip
-
kosningar
-
kvistur
-
latur
-
laufabraud
-
ljosmyndarinn
-
maggi270
-
malacai
-
markusth
-
moppi
-
nesirokk
-
olafurfa
-
orri
-
raggipalli
-
runarhi
-
rungis
-
sax
-
saxi
-
sedill
-
seth
-
sigmarg
-
skallinn
-
steinibriem
-
stormsker
-
sven
-
svenko
-
svenni71
-
sverrir
-
swaage
-
thordursteinngudmunds
-
tilfinningar
-
vg
-
x-bitinn
-
ylfamist
-
730
-
bestfyrir
-
pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Vilja tífalda viðskiptin
- Jón Haukur til Ceedr
- Bakkavararbræður fá 100 milljarða
- Ísland dæmt fyrir vanrækslu EES samningsins
- Grunnrekstur Garðabæjar styrkist
- Gæti þýtt allt að þreföldun veiðigjalda
- Um eitt þúsund manns til Póllands á vegum Samherja
- RÚV tapar 188 milljónum og stjórnarmenn telja skuldir of miklar
- Bjartsýnn á langtímahorfur markaðarins
- Ríkissjóður ósjálfbær með óraunhæfar áætlanir
- Bakkavör og Greencore í sameiningarferli
- Áætlanagerð oft á sjálfstýringu
- Nákvæmlega sama um hækkanir
- Erlend netverslun eykst enn
- Fjölbreytileikanum ekki fagnað hjá Trump