Mánudagur, 10. september 2007
Stóð honum úti á túni?
Þetta blasir við á bls. 26 í Fréttablaðinu í dag. Líklega hafa prófarkalesarar blaðsins haldið árshátíð um helgina með viðeigandi sunnudagsslappleika og skertri athyglisgáfu.
Annars er ekkert nema gott eitt um landsliðið að segja.
Þau undur og stórmerki gerðust um helgina að á öldum ljósvakans var flutt lag við texta síðuhaldara. Það var undarleg upplifun. Textinn fjallar um knattspyrnuástundun Gnúpverja. Hann var pantaður. Magnús Þór hinn eldri þarf kannski ekki beinlínis að fara að vara sig, kveðskapurinn var ekkert sérlega dýr, en vegna ágætrar skemmtunar við smíðina og sjálfhverfu er vel hugsanlegt að framhald verði á. Þá er nú ansi hentugt að vera tiltölulega nýbúinn að festa fé í glimrandi kassagítar úr búð tóna.
Komi til almenns þrýstings og auðsýnds áhuga er vel hugsanlegt að textinn verði birtur hér á síðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Hvar skráir maður sig?
Þessi grein birtist í Blaðinu í dag. Maðurinn á myndinni er enginn annar en Ólsarinn síkáti Þorgrímur Þráinsson. Ég vona að konan hans sé meðvituð um kennsluhætti eiginmannsins.
Af hverju dettur mér í hug ódauðlegt atriði úr The Meaning Of Life?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Fortíðarþrá!
Mikið ofboðslega voru þetta góðir þættir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Stysta ævintýri í heimi.
Einu sinni spurði strákur stelpu: "Viltu giftast mér?"
Stelpan svararði: "Nei!"
Strákurinn lifði hamingjusömu lífi eftir þetta; fór t.d í veiði, horfði á fótbolta, spilaði golf og prumpaði hvenær sem honum sýndist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Íslenskar dægurperlur!
Tónlist.is er ein skemmtilegasta og þarfasta heimasíðan í mannheimum. Íslensk dægurtónlist er óþrjótandi fjársjóður sem við stundum virðumst gleyma að umgangast af viðeigandi virðingu og/eða gleymum að njóta.
Ég setti saman lista eldri dægurperla, mér til ánægju og yndisauka, og læt þessi lög óma við hin ýmsu tækifæri. Þessi lög búa öll yfir þeim magnaða eiginleika að geta kallað fram gæsahúð og geðshræringu alein og óstudd. Tónlist.is hefur heldur betur stytt manni stundirnar og auðveldað upprifjun löngu gleymdra smella, sumra betri en annarra. Þetta er tíu laga listi. Hver flytjandi átti upphaflega ekki að koma fyrir nema einu sinni, en Vilhjálmssystkinin eru svo einstök að þau eru bæði sitt í hvoru lagi og saman. Erla Þorsteins afrekar það líka að koma þarna fyrir tvisvar. Listinn verður örugglega lengdur áður en langt um líður. Það er líka vel hugsanlegt að honum verði breytt lítillega.
Lögin eru þessi...í handahófsröð:
- Dimmar rósir - Tatarar
- Hún hring minn ber - Vilhjálmur Vilhjálmsson
- Vegir liggja til allra átta - Elly Vilhjálms
- Dagný - Elly og Vilhjálmur
- Brúnaljósin brúnu - Haukur Morthens
- Ömmubæn - Alfreð Clausen
- Kata rokkar - Erla Þorsteinsdóttir
- Björt mey og hrein - Hallbjörg Bjarnadóttir
- Það er eins og gerst hafi í gær - Guðmundur Jónsson
- Þrek og tár - Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir
Getraun þáttarins...
Hvaða hús er þetta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Framlag mitt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 18. ágúst 2007
Ótrúlegar tækniframfarir!
Það er alveg með ólíkindum hvað tæknin sem umlykur okkur allt um kring er orðin fullkomin. Þegar þrjár meintar söngkonur stigu á svið á Laugardalsvelli í kvöld reyndi nýi flatskjárinn minn að varpa sér fram af svölunum.
Á leið minni til vinnu í Efstaleiti keyrði ég fram á það sem virðist hafa verið félagsfundur Íslenskra búningaeigenda. Líklega hefur þetta verið sögulegur fundur, jafnvel árshátíð, því hópurinn virtist vera að festa herlegheitin á filmu. Mér var nokkuð brugðið, en hafði þó rænu á því að smella af einni mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Orð eru algjörlega óþörf...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Þú beygir bara...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans