Mánudagur, 15. október 2007
Íslenska útrásin...
...tekur á sig ýmsar myndir. Ekki hefði mig grunað að ég myndi rekast á íslenska gæðaframleiðslu í hillu harla látlausrar matvöruverslunar í kjallara verslunarmiðstöðvar í útlandinu.
Mér varð svo mikið um að sjá þetta að ég fór að snökta og þylja ættjarðarljóð inni í miðri nýlenduverslun. Það vakti vissulega furðu og undran, en mér tókst að þerra tárin og ræskja mig karlmannlega þegar ég sá verslunarstjórann nálgast. Ég keypti fullt af hlutum sem ég hafði enga þörf fyrir.
Þetta er útsýnið úr herbergisglugganum mínum. Hótelið í fínu lagi. Ef einhver þekkir staðinn ber það vott um greind og gáfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Ný borgarstjórn
Ég hef fátt um málið að segja...annað en þetta. Þetta er úr smiðju Magnúsar Þórs Jónssonar.
Nógu er jú af að taka
tárunum rignir
og tilgangs- og marklausum farvegum
streyma þau í
Það borgar sig ekki einu sinni að yfirgefa sveitarfélagið. Maður fær ekki raunvirði fyrir fasteignina eftir þessi ósköp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 8. október 2007
Frændur í fjöru
Uppfræðsla afkomendanna. Synirnir voru ekkert sérlega hrifnir af stuttri kennslustund í sjávarföllum, mikilvægi hafsins og lífríkinu í fjörunni. Hellisgötu-fjaran í Hafnarfirði er fjarri því að geta talist víðfeðm og hún er aukinheldur sandskroppin. Staðurinn var þó valinn af sérstakri natni og þar var stærð drengjanna höfð til hliðsjónar. Ef tekið hefði verið tillit til þess hvernig þeir upplifa sig sjálfir hefðum við þurft að keyra austur á Skeiðarársand.
Þeir voru ekkert sérlega hrifnir af sjónum. Það þýddi lítið að reyna að benda þeim á að þarna ættu fiskarnir heima. Þeim er ekkert um fiska gefið. Tumi var á heimspekilegum nótum og skoðaði sig um á meðan Númi reyndi að murka líftóruna úr hamborgarabréfi og undirstrikaði líkamlega yfirburði sína með því að urra og gelta á allt sem hreyfðist, lífs og liðið.
Íþróttafrétt helgarinnar var lesin úr þularstofu í Efstaleiti á miðnætti á laugardag. Í upphafi fréttarinnar sagði, lauslega þýtt og endursagt, að FH hefði tryggt sér bikarmeistaratitlinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagins með því að leggja Fjölni að velli, 2-0, í úrslitaleik. Matthías Guðmundsson kom FH yfir, en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði metin fyrir HK! Þulur las þetta athugasemdalaust, rétt eins og textinn væri úr hinni helgu bók. Merkilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. október 2007
Það er mynd...
...af kvikindinu uppi á vegg í ljósvakamusterinu í Efstaleiti. Hún er reyndar ekki á neitt sérlega áberandi stað, sem vekur furðu og undrun.
Þetta er mynd af mynd, sem er nýmæli. Upphaflega myndin er tekin fyrir fleiri árum en hollt er að upp að rifja, líklega um það leyti sem maðurinn hringdi og bað um Starway To Heaven með What´s Happening. Á þessum tíma var tilveran tiltölulega einföld og það þótti bara fínt að vera í vesti!
Annars er alltaf jafn heimilislegt að sitja í turninum á laugardagskveldi, spila það sem hugurinn girnist og þiggja fyrir það þóknun. Viltu óskalag?
Má ég annars spyrja...hvernig stendur á því að í sjónvarpsþáttum og bíómyndum sem eiga að gerast fyrir tvöþúsund árum eða svo, t.d Tudors og Rome, eru hárgreiðslur og klippingar nýmóðins?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 1. október 2007
Hæfileikar!
Þetta er nánast kjánalegt. Maður freistast alltaf til að horfa á dúkkuna.
Þetta ku vera sigurvegari annarrar umferðar þessarar annars ágætu hæfileikakeppni. Þar með er búið að koma því þannig fyrir að það þarf ekki að eyða annars dýrmætum tíma í að fylgjast með ósköpunum þegar þau verða tekin til sýningar hér heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 29. september 2007
Af ferðalögum...
...dagsins.
Getraun dagsins. Hvar er þessi mynd tekin...hver byggði húsið...og hver málaði myndirnar?
Það mætti m.a.s. spreða í bónusspurningu...hvernig er myndskreyting hússins tilkomin?
Þjónustan á Hótel Héraði er algjörlega til fyrirmyndar. Ég spurðist fyrir um það í afgreiðslunni hvað ég þyrfti að leggja á mig langt ferðalag til að komast í þá aðstöðu að geta horft á enska boltann. "Það er bara hérna rétt hjá, á Café Nielsen", svaraði konan í afgreiðslunni. Á meðan ég reyndi, greindarlegur á svip, að átta mig á því hvaða merking liggur að baki skilgreiningunni "rétt hjá" í þessum landshluta spurði hún hvort mig vantaði bíl. "Nei, nei, ég fer nú ekki að spreða í leigubíl", svaraði ég. "Ég var ekkert að meina það", svaraði afgreiðslukonan brosandi. "Viltu ekki bara fara á bílnum mínum!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 28. september 2007
Hnjúkar
Umtöluðustu hnjúkar álfunnar eru tilkomumiklir. Það var dálítið magnað að keyra yfir tvær af þremur stíflum, upplifa stærðina, setja hlutina í ákveðið samhengi og snæða svo hádegisverð á hálendinu.
Svenni bílstjóri var að öðrum ólöstuðum maður dagsins. Fróðleikurinn sem vall upp úr manninum var með ólíkindum. Á leiðinni tilbaka var náttúrulega ekki hægt að rekja sögulegar staðreyndir og henda í okkur fróðleiksmolum í öfugri röð, þannig að gripið var til þess ráðs að segja valdar sögur af merkum mönnum og konum. Íslensk fyndni er engu lík.
Sagan sem einhverra hluta vegna stendur upp úr er af séra Bjarna, sem hringdi í Þórmund bónda til að athuga hvort vestanvindar hefðu haft áhrif á heyskapinn. Bóndinn sagði farir sínar ekki sléttar, hey hefði fokið út í veður og vind og að "þetta væri allt verk hans þarna í neðra". "Nú", svaraði sérann, "ertu viss um að hann hafi átt hlut að máli?" "Já", svarði bóndinn að bragði. "Ég er alveg viss um að hinn myndi ekki gera svona!"
Tímalaus snilld.
Þessar reyndust ekkert sérlega móttækilegar fyrir rammíslenskri gamansemi...
Bloggar | Breytt 29.9.2007 kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. september 2007
Hvað er að gerast?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 13. september 2007
Maður dagsins!
Það var aðdáunarvert hvernig besti knattspyrnumaður þjóðarinnar, Eiður Smári Guðjohnsen, beindi athyglinni frá eigin ágæti og afrekum í kjölfar sigurleiksins gegn N-Írum í gær og tileinkaði sigurinn Ásgeiri Elíassyni. Honum tókst, í einni stuttri setningu, að heiðra minningu þessa mikla meistara með þeim hætti að seint gleymist. Rammur sonur hafsins með víkingaæð í blóðum sat í sófanum heima og táraðist.
Heiðursnafnbótinni "Maður dagsins" fylgir myndbirting.
Það ánægjulegasta við leikinn í gær, og reyndar Spánverjaleikinn á undan líka, var að sjá aftur hinn alíslenska baráttuanda. Það hefur verið ansi erfitt að sjá og upplifa andleysi síðustu missera; stundum getur maður nefnilega sætt sig við tap...ef baráttan og viljinn eru til staðar. Það er erfiðast að horfa upp á sannfærandi og verðskuldað tap. Í gær gengu jákvæðir eiginleikar íslenska karlalandsliðsins hönd í hönd; framganga að hætti víkinga og góð úrslit. Það er ekki hægt að biðja um meira.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans