Föstudagur, 17. ágúst 2007
Credo elvem etiam vivere!
Þráinn frændi minn Brjánsson hefur borið þann bagga allar götur síðan 1977 að afmælisdags hans verður fyrst og síðast minnst sem dánardægurs Elvis. Engu að síður er fögnuður efstur í huga á þessum degi ár hvert, enda er Þráinn greindur, skemmtilegur og vandaður maður og á það á afrekaskránni að hafa trommað inn á hina stórmerku hljómplötu um Dolla dropa. Ekki reyna samt að ræða það við hann. Honum leiðist að tíunda eigin afrek.
Þar eð Elvis hefur verið áberandi í fjölmiðlum, af skiljanlegum ástæðum, rifjaðist upp fyrir mér umfjöllun Fjalars Sigurðarsonar um tvo Elvis-aðdáendur í Dagsljósi RÚV fyrir einhverjum árum. Án þess að gera mér sérstakar vonir um væna uppskeru datt mér í hug að athuga hvort þetta efni leyndist í hirslum undraheimsins youtube...og það stóð heima. Nýtið skilningarvitin og njótið. Takið sérstaklega vel eftir ummælum sem hnjóta af vörum viðmælanda eftir 2 mínútur og 18 sekúndur...eða þar um bil.
Í ljósi þessi að þessi gleymdi gullmoli reyndist aðgengilegur á alnetinu gerði fortíðarþráin vart við sig. Það rifjaðist upp fyrir mér að í árdaga Ópsins, hvers umsjónarmenn rötuðu af illskiljanlegum ástæðum í Kastljósið, var boðið upp á þá skemmtun að settar voru saman frekar ólíklegar hljómsveitir og þeim gert að leysa það verkefni að semja og flytja lag í þættinum. Efnt var til einhvers konar samkeppni um besta lagið. Þegnar þessa lands greiddu atkvæði á alnetinu og niðurstaðan staðfesti þann þráláta grun að meginþorri landsmanna er heyrnarsljór og tónvilltur. Ég man ekki einu sinni hvaða lag "vann", en þetta voru klárlega tvö bestu lögin...ekki endilega í þessari röð.
Ég held ég muni það rétt að Vignir gítargoð hafi samið þetta lag. Hann slær á strengi af alkunnri snilld, einn vanmetnasti bassaleikari þessa tilverustigs, Bergur Geirsson, spilar á bassann og Fúsi Óttars, hugsanlega besti trommari í heimi, situr við settið. Það er gaman að geta þess enn og aftur að Fúsi hóf trommaraferilinn sinn á ljósbrúnu leðursófasetti foreldra minna í Víðilundi 4i. Katrína úr Mammút toppar svo herlegheitin með frábærum söng.
Síðara lagið er dásamleg poppperla úr smiðju Dr. Gunna. Doktorinn er einkar naskur á einfaldar en skemmtilegar laglínur. Það skemmir heldur ekki fyrir að í þessu lagi er hann tvöfaldur; spilar bæði á gítar og bassa og stórsnjallir tæknimenn Ríkissjónvarpsins hafa væntanlega vætt buxur af spenningi og stolti yfir þeirri stórfenglegu tæknibrellu sem hér blasir við. Ari Stefáns trommar og söngdívan Hildur Vala var á þessum tímapunkti að þoka sér inn á kortið. Síðar kom í ljós að hún er ekki kortamanneskja.
Ég var á sínum tíma hrifnastur af lagi Doktorsins. Ég ætla bara að halda mig við það. Þetta er ferlega gott lag.
Ég var að spá í að tjá mig um verðlagningu enska boltans, jafnvel þjónustuna, í löngu og ítarlegu máli. Er það ráðlegt?
PS. Ef einhver veit hvað Credo elvem etiam vivere þýðir fást fyrir það trilljón...nei skrilljón velvildarstig og gott umtal.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Nenni ekki...
...að afsaka bloggskort. Lykilorðin eru flutningar og skortur á símatengingu í nýju íbúðinni.
Síminn og Míla voru ekki alveg að gera sig og á endanum kippti Frú Proppé hlutunum í lag. Fyrir það á hún skilið hrós, ástúð og aðdáun. Ofeldið verður launað með dásamlegum kvöldverði í glæsilegum húsakynnum.
Í stuttu máli...Landsbankinn skeit á sig, Kaupþing er að gera góða hluti. Þeir sem standa í flutningum ættu að leita á náðir fyrirtækis sem heitir Cargo. Þetta skýrir sig sjálft.
Myndir segja meira en mörg orð...
Þetta er frændurnir síkátu. Númi hefur lært þá list að stríða og pirra Tuma af slíkri natni að unun er á að horfa. Stríðnin kemur hins vegar ekki í veg fyrir það að Tumi eyðir tíma og orku í það að kenna litla vitleysingnum á lífið og tilveruna.
Númi var örmagna eftir mikið álag í vinnunni í byrjun vikunnar. Hann leysti verkin engu að síður af samviskusemi og fannst þetta talsvert miklu skemmtilegra en að urra og gelta á kallana sem voru að klæða Suðurhólana að utan.
Maður rekst alltaf annað slagið á hluti sem eru svo algjörlega út úr korti að þeir verða að teljast tímalaus meistaraverk. Fyrir þremur árum eða svo var ákveðið að hanna og smíða mikið og gott hlið sem setja átti upp við suðurhlið hins ódauðlega ljósvakahúss við Efstaleiti. Rík áhersla var lögð á að hliðið væri þannig úr garði gert að hægt væri að læsa því og þá væntanlega forðast óþarfa umferð um lendur þar sem annars aldrei sést lifandi vera. Engu var til sparað, lagt var í miklar hönnunarpælingar og smíðavinnu, þar sem natni og áhersla á smáatriði virðast hafa verið í hávegum. Hliðið er risið og af því er nokkur sómi. Það kostaði líka sitt.
Hliðið er harðlæst og reyndar kunna þrautreyndir menn (og konur) ekki einu sinni að segja sögur af því hvenær það var síðast opnað. Það er nefnilega tiltölulega auðvelt að stíga upp á steypta blómakantinn þarna til hliðar og halda áfram för...í hvora áttina sem er. Makalaus snilld.
Í dag mátti sjá harla óvenjulegar myndbirtingar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Með umfjöllun þessara miðla um ágæt afrek knattspyrnukvenna frá Hlíðarenda er birt mynd. Sama myndin.
Ljósmyndarinn er íslenskur. Ég man ekki til þess að hafa séð þetta áður...að tvö dagblöð noti sömu innlendu myndina.
Ég veit að þetta ræður ekki úrslitum um lífsfyllingu og hamingju og hefur lítil áhrif á kaupmátt. Samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 20. júlí 2007
Hvað ungur nemur...
Bjarmi frændi fagnaði fyrstu heimsókn sinni til höfuðborgarinnar með því að splæsa í sólgleraugu. Hann varð tveggja mánaða í miðri viku, en hagar sér að mörgu leyti eins og hann hafi orðið tveggja ára. Genin láta ekki að sér hæða.
Talandi um gen...ég sannfærðist um það eftir að hafa hitt Sölku Sigmarsdóttur að Hr. Stefánsson getur lokað sjoppunni. Það þarf ekkert að rannsaka þetta frekar.
Meðmæli vikunnar fær tónlistar- og dvd-markaðurinn í Laugardalshöll. Þegar maður kemst yfir sjokkið yfir staðsetningunni missir maður ráð og rænu svamlandi um í allsnægtarbrunni afþreyingarefnis. Það skemmir ekki fyrir að Geiri Geira og Brói eru aðalkallarnir á svæðinu. Ég ætlaði nú bara að skoða...en keypti Borat, Leon, Capote og Austin Powers - International Man of Mystery...á innan við þúsundkall stykkið. Á leiðinni út rak ég augun í dágott Kiss-safn. Keypti sjö fyrstu plöturnar. Kiss er snilld.
Mótmæli vikunnar beinast hins vegar gegn ónefndri sjoppu, sem telur þetta auka áhuga almennings á að gæða sér á grísasamlokum...
Að lokum...það er sérhverju mannsbarni hollt að fylgjast vel með blogginu hans Ívars Páls. Umræðurnar sem spunnist hafa um nýjustu færsluna eru svo...hmmm...áhugaverðar...að m.a.s. starfsfólk ríkisstofnana hlýtur að rifja upp löngu týnt bros.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
Afmælisbarn dagsins...og brostnar vonir
Í dag eru rétt 11 ár síðan ég upplifði þakklæti, vanmátt gagnvart almættinu og öðlaðist meiri skilning á tilgangi lífsins...allt í senn.
Þessi fagra snót, Inga Rún Snorradóttir, á 11 ára afmæli í dag...
Eftir að Þorgils Sniglagítarleikari tók Santana-einleik í besta útvarpsþætti í heimi fyrir rúmri viku fór ég að gera mér grein fyrir því að mér er ætlað eitthvað annað en að sigra heiminn með gígjuslætti. Trommaraferilinn spannar eitt heilt lag með hljómsveitinni Gengið ilsig (sem reyndar dugði til ágætra afreka á Viðarstauk!) og Þórgunnur píanókennari fagnaði brotthvarfi mínu úr tónlistarnámi fyrir margt löngu með skemmtisiglingu um Karíbahafið.
Mér datt í hug að slá þessu bara öllu saman, gerast einsmanns hljómsveit. Án hljóðfæra. Það hefur eiginlega enginn hér á landi náð merkilegum árangri í því sem heitir á máli tónspakra fagmanna beatbox. Ég ákvað að leita mér upplýsinga og jafnvel leiðbeininga á alnetinu, en fékk þá staðfestingu á því að ég á að gera eitthvað allt annað.
Þessi ágæti maður hlýtur að vera besti taktkassi í heimi. Hann heitir Joseph er franskur. Hann býr yfir náðargáfu.
Þetta fékk ég svo sent í tölvupósti. Ég á góða að. Þeir senda mér skemmtilega tölvupósta.
These are real notes left for a Dunedin (New Zealand) milkman for many years:
Just had a baby, please leave another.
Please cancel one litre after the day after tomorrow.
Milkman, please close the gate behind you because the birds keep pecking off the tops of the milk.
No milk, please do not leave milk at no. 14 as he is dead until further notice.
Please leave no milk today. When I say today, I mean tomorrow, for I wrote this yesterday.
Leave one extra litre. If this note blows away, please knock.
Sorry not to have paid your bill, but my wife had a baby and I have been carrying it around in my pocket all week.
From now on please leave two litres every other day and one litre on the days in between, except Wednesdays and Sundays when I don´t want any milk.
Money on the table - wife in bed - please help yourself.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Ég lagði niður störf í dag!
Það var af illri nauðsyn. Ég vonast til að geta tekið upp þráðinn að nýju á morgun.
Eftir að hafa lesið tölvupóst sem mér barst frá ónefndum aðila hef ég ekki getað einbeitt mér. Innihaldið var þetta:
A very loud, unattractive, mean-acting woman walked into Wal-Mart with her two kids, yelling obscenities at them all the way through the entrance.
The Wal-Mart Greeter said pleasently: "Good morning and welcome to Wal-Mart. Nice children you have there. Are they twins?"
The ugly woman stopped yelling long enough to say, "Hell no, they ain´t."
"The oldest one´s 9 and the other one´s 7. Why the hell would you think they´re twins? Are you blind, or just stupid?"
"I´m neither blind nor stupid, Ma´am", replied the greeter. "I just couldn´t believe you got laid twice. Have a good day and thank you for shopping at Wal-Mart."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Höddi klappaði á Old Trafford!
Höddi Magg gladdi mig mjög með vel ígrundaðri yfirlýsingu sem hann kastaði fram í miðjum leik Fram og Vals í Laugardalnum. "Heldurðu að ég hafi ekki staðið upp á klappað á Old Trafford!!!" Fyrirfram hefði ég talið þetta álíka líklegt og að ég borgaði mig inn á leik með Þór. Hörður er nefnilega týpan sem tuðar nákvæmlega ekkert yfir matvæla- og/eða bensínverði á Íslandi, veðrinu eða lélegri sjónvarpsdagskrá. Hann tekur leikmannakaup og leikskipulag Liverpool hins vegar mjög alvarlega. Svo alvarlega að það veldur stundum áhyggjum innan fjölskyldunnar og vinahópsins. Þess vegna er merkilegt að hann standi upp á klappi á heimavelli erkifjendanna. Reyndar er merkilegt að hann skuli heimsækja Old Trafford ótilneyddur. Það voru reyndar ekki ómerkari menn en Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks sem drógu hann þangað. Genesis. Þegar Höddi reyndi að segja mér frá tónleikaupplifuninni missti hann fljótlega þráðinn, varð dreyminn á svipinn og táraðist. Hér er lítið sýnishorn.
Victoria Beckham hefur náð þeim merka áfanga að nafn hennar eitt og sér kallar fram neikvæð og óæskileg líkamleg viðbrögð. Hvernig er hægt að vera svona...algjörlega úti að skíta? Hún hefur m.a.s. haldið því fram, í fúlustu alvöru, að hún sé hæfileikarík tónlistarkona sem muni láta til sín taka þegar eiginmaðurinn hefur lagt skóna á hilluna. Raunveruleikafirring í sinni tærustu mynd.
Um helgina reiddist ég í fyrsta sinn yfir bloggfærslu. Ég gerði athugasemd við færsluna, en athugasemdin var fjarlægð skömmu síðar. Þeir sem dóla sér í hópi vinsælustu Moggabloggara virðast sumir hverjir telja turn sinn svo háan að þeir þurfa ekki að taka mark á mjóróma almúganum.
Umrædd færsla var andlátstilkynning. Þjóðþekktur einstaklingur féll frá um helgina og bloggari einn, sem virðist aðallega sækja vinsældir í að endursegja fréttir mbl.is á frekar undarlegan hátt, sá sig knúinn til að tilkynna andlátið í bloggheimum. Mér fannst tímasetning bloggfærslunnar ósmekkleg, alvöru fréttamenn umgangast tíðindi sem þessi af ákveðinni virðingu og gefa aðstandendum viðeigandi svigrúm. Ég er ekki að finna að því viðkomandi bloggari tjái sig eða votti virðingu sína. Þetta snýst um tímasetningu og framsetningu. Ætla má að athyglisþörf, hugsanlega ásókn í viðurkenningu og umtal, hafi hér ráðið för og mér blöskraði.
Þetta vekur mann til umhugsunar. Bloggheimar eru orðnir stórir og áhrifamiklir, hægt er að reka þar fréttaþjónustu af nánast hvaða gerð sem er ef út í það er farið og hugsanlega sækja nokkrar vinsældir, en vandi fylgir vegsemd hverri. Ég gæti tekið upp á því að bulla og steypa um þekkta og lítt þekkta þjóðfélagsþegna, jafnvel fremja mannorðsmorð á blogginu. Ég gæti líka tekið upp á því að opinbera mismerkileg leyndarmál af öllum stærðum og gerðum. Ég hef vissulega frelsi til þess. Frelsið er yndislegt, svo vitnað sé í skáldið, en því fylgir líka ábyrgð. Mikil ábyrgð. Lykilorðin í þessu samhengi eru siðferði og tillitssemi. Það sem skrifað er í bloggheimum er nefnilega í langflestum tilvikum aðgengilegt heimsbyggðinni allri.
Það er stór munur á því að gera góðlátlegt grín, jafnvel lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum, og birta andlátsfregnir. Þar erum við komin yfir hina hárfínu línu. Hvar sem hún svo liggur nákvæmlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 15. júlí 2007
Hress, hressari...
Númi litli er allur að koma til eftir spýjur og spítalavist. Það er að koma í ljós að hann er svona ljómandi skemmtilegur karakter með ljónshjarta, ræðst á Labrador-hunda ef ekki vill betur.
Nei...þetta er ekki að breytast í hundablogg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Þetta er versta...
...veffrétt í heimi!
----------------------------------------------------
Einn hinna grunuðu sleppt úr haldi
Lögreglan á Bretlandi leystu konu úr haldi, sem grunuð hafði verið um að taka þátt í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum og Glasgow, í dag. Marwa Asha var handtekinn ásamt eiginmanni sínum á M6 hraðbrautinni í Cheshire þann 30. júní síðastliðinn. Hún mun ekki verða ákærð.
Talsmaður Skotland Yard sagði að henni hafi verið sleppt í kvöld og hún muni ekki verða ákærð.
---------------------------------------------------
Hér eru engin brögð í tafli...þetta er fréttin eins og hún birtist á mbl.is.
Sko. Það hlýtur að vera hægt að finna sumarafleysingafólk, það á ekki bara við um vefmiðlana heldur öldur ljósvakans líka, sem skammlaust getur haldið því fram að íslenska sé móðurmál þess. Ég geng út frá því sem vísu að "höfundur" þessa texta sé lausráðinn. Jafnvel að frá og með kl. 20.42 þurfi viðkomandi að leita sér að vinnu.
Áskorun dagsins: Hvað finnið þið margar villur í þessum magnaða fréttatexta?
Ekki er þó allt alslæmt. Fregnir herma að Jóhann Hauksson, morgunhani á Útvarpi Sögu, hafi fyrir skemmstu tryggt sér Evrópumeistaratitilinn í spurningalengd í útvarpi. Meðlimir í aðdáendaklúbbi útvarpsmannsins knáa í Saxlandi fögnuðu titlinum af mikilli ákefð, eins og meðfylgjandi fréttamynd ber með sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Hermt er...
...að fyrir margt löngu hafi ein frægasta og vinsælasta hljómsveit alheimsins haft í hyggju að skunda til lands elds og ísa til tónleikahalds. Aðeins örfáir útvaldir vissu af þessum fyrirætlunum, rík áhersla var lögð á að enginn gaspraði tóma tjöru út í loftið og því voru þeir sem ráðnir voru til að undirbúa jarðveginn hér heima valdir af kostgæfni. Þrátt fyrir að hafa staðist ströngustu próf og lofað öllu fögru missti einn vitringanna sannleikinn út úr sér kvöld eitt þegar óminnishegri sótti að honum. Þeir sem til heyrðu urðu agndofa og allsgáðir á svipstundu, svo hissa reyndar að þeir náðu ekki að láta boðin ganga og sagan komst aldrei almennilega af stað. Tónleikahaldarar (hugsanlegir og/eða væntanlegir) náðu að takmarka skaðann, sagan gekk reyndar manna á milli í nokkur ár en ávallt var henni tekið sem hverri annarri lygasögu.
Nú virðist hins vegar vera að koma í ljós að fótur var fyrir þessu öllu saman. Sveitin víðfræga ku hafa verið að melta heimsókn á hjara veraldar og undirbúningsvinna var á veg komin. Búið var að bjarga ýmsu smálegu og stærri verk voru í bígerð þegar sveitin leystist upp og allt var blásið af. Lengi vel var ein lífseigasta flökkusagan í íslenska poppinu og rokkinu sú að málin hefðu verið komin svo langt að búið hefði verið að bóka og sérmerkja rútu. Eða langferðabíl. Nú er það loksins staðfest.
Við Steini fundum langferðabílinn, merktan og vænlegan til afreka, á ónefndum stað í höfuðborginni. Reyndar var það Steini sem fann hann, ég tók bara myndina.
Ef myndin prentast vel má sjá að punkterað er á vinstri hjólbarða að aftanverðu og í hliðarrúðu ökumanns glittir í tilkynningu frá hinu opinbera þess efnis að nærveru þessarar sjálfrennireiðar sé ekki óskað á götum þessa lands. Líklega hefur biðin eftir Bítlunum gert út af við hann.
Númi er búinn að vera sloj og slappur í allan dag. Hann fór tvisvar upp á dýraspítala, í síðara skiptið þurfti að kalla dýralækninn út. Númi ældi og spjó, lá eins og slytti og fannst lítið til gamanmála og gígjusláttar koma. Þessi átta hundruð gramma skrokkur fékk einar fimm sprautur í dag (það jafngildir fimmhundruð sprautum hjá upprétta manninum...og nóta bene...það er fíll sem heldur á sprautunni!). Þegar komið var fram yfir miðnætti spratt hann hins vegar á fætur og datt í stuð.
Myndband af stuðkallinum verður birt innan skamms.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- sturla
- arnim
- aronb
- atlifannar
- bennirabba
- biggibraga
- bjarney
- blues
- braids
- charliekart
- dabbi
- doddilitli
- dyrley
- egillg
- eythora
- eyvi
- feron
- forsetinn
- gaflari
- gretaro
- grumpa
- gudbjorn
- gudjonbergmann
- gudni-is
- gudnim
- gummigisla
- gunnarfreyr
- gusti-kr-ingur
- habbakriss
- hallgri
- hannesjonsson
- hannibal
- heidathord
- heimskyr
- helgigunnars
- hergeirsson
- heringi
- hjossi9
- hlekkur
- hossilar
- hvala
- hvitiriddarinn
- ingvarvalgeirs
- ithrottir
- jabbi
- jakobsmagg
- jax
- jbv
- jensgud
- jonasantonsson
- juljul
- king
- kjarrip
- kosningar
- kvistur
- latur
- laufabraud
- ljosmyndarinn
- maggi270
- malacai
- markusth
- moppi
- nesirokk
- olafurfa
- orri
- raggipalli
- runarhi
- rungis
- sax
- saxi
- sedill
- seth
- sigmarg
- skallinn
- steinibriem
- stormsker
- sven
- svenko
- svenni71
- sverrir
- swaage
- thordursteinngudmunds
- tilfinningar
- vg
- x-bitinn
- ylfamist
- 730
- bestfyrir
- pjeturstefans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 68739
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði