Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Glerhús

Þetta er bara of gott til að sleppa því...og er vel meint.

Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag um enska boltann hittast íþróttagyðjan og tónlistargyðjan fyrir tilviljun...

Chelsea slapp síðan með skrekkinn í seinni hálfleik þar sem Alfonso Alves skaut meðal annars tvisvar í slagverkið.


Hinn tónspaki...

...fréttahaukur og skjásjarmör Baldvin Þór Bergsson er í þann mund að stofna aðdáendaklúbb Engle for evigt.  Þetta er sannkölluð upplifun fyrir augu og eyru...og hugsanlega fleiri skynfæri líka. 


Ferlegt...

...að neyðast til að eyða deginum í að horfa á fótbolta...á launum.  Það er átaksminna en að spila fótbolta...á launum.  Reyndar hærri launum, en það er annað mál og miklu flóknara.

80350224


Vissir þú...

...að í heita pottinum á Vík í Mýrdal er boðið upp á kaffi?

Þegar ansi margt í sambandi við markaðssetningu er farið að snúast um markhópa, uppsafnað áhorf og hlustun, snertiverð og hvað þetta heitir allt saman er hressandi að rekast á svona athyglisvaka...

Mynd074


Einu sinni...

...fyrir margt löngu...sá maður ekkert athugavert við þetta myndband.  Það kann að vera að taumlaus aðdáun á laginu hafi fært mann yfir á annað tilverustig og þannig komið í veg fyrir fagurfræðilega réttsýni. 
Ég veit ekki hvort er flottara...þyrlan sem kemur inn til lendingar undir vökulum augum mjög traustverðugra öryggisvarða...eða hlébarðadressið.

Lagið stenst hins vegar tímans tönn og var í raun það eina sem Aldo Nova gerði af viti á sínum tónlistarferli.  Á síðari stigum, eftir að hafa reynt endurkomu undir verndarvæng Jon Bon Jovi, er hann hins vegar dottinn í þann fúla pytt að semja lög fyrir þokulúðra á borð við Celine Dion og Clay Aiken.


Hætt´að telja...


Þetta er hann...

...Ásgeir litli.  Litli er listamannsnafn.

Mynd061

Ásgeir auðgar tilveru þeirra sem eru honum samferða með fádæma snilld og dugnaði.  Innan um óaðfinnanleg verk sem hann vinnur af samviskusemi leynast sannkallaðir gullmolar.  Fyrir fáeinum vikum fór hann ansi nærri því að kljúfa sjálfan sig í herðar niður þar sem hann reyndi fyrir sér í steinakasti.  Þrátt fyrir tiltölulega auðskiljanlegar leiðbeiningar tókst honum að sveifla kaststeininum upp og aftur fyrir sig og það er einvörðungu æðri máttarvöldum að þakka að hann skartar enn höfði og þjóhnöppum.  Andstæðingur hans í steinakastinu, 93 ára heiðursmaður, vann öruggan sigur.
Um helgina tók hann viðtal við ungan hestamann sem þátt tók í ístölti.  Hluti viðtalsins er einhvern veginn svona, lauslega þýtt og endursagt:

Ásgeir litli:  Er allt öðruvísi að taka þátt í svona ístölti heldur en venjulegu tölti?
Hestamaðurinn ungi:  Já!
Ásgeir litli:  Hvað er það sem er svona ólíkt?
Hestamaðurinn ungi (frekar hneykslaður):  Ís!!!


Laaangur laugar(dals)dagur...

Fyrirsagnarhugmyndinni er stolið frá einhverju dagblaðanna...man ekki hverju þeirra.

Ég verð að viðurkenna það, kinnroðalaust, að ég er nokkuð stoltur af útsendingunni okkar frá bikarúrslitunum í handbolta.  Tæpar fimm klukkkstundur af gæðaefni (!).  Tveir hörkuleikir, fullt af skemmtilegum viðmælendum...ekkert Sigurrósarmyndband!  Einn af hápunktum dagsins, fyrir utan náttúrulega leikina sjálfa, var frumflutningur nýja Fram-lagsins, sem Ómar Ragnarsson hristi fram úr erminni á örskotsstundu.  Samsöngur Ómars og Hemma Gunn, sem kallaði á það að Valsmönnum væri blandað í málið, var tímalaus snilld.

Ég vissi það reyndar fljótlega upp úr hádegi að þetta yrði góður dagur.  Ég rakst á ónefndan aðstandanda annars kvennaliðsins.  Hann hélt á gítar.  Þetta var súrrealistiskt augnablik.  Hann virtist vera klár í að stökkva upp á svið með Ríó Tríó.  Það sem var svo einkennilegt við þetta var að það var í rauninni ekkert út úr korti að mæta manni með hljóðfæri akkúrat á þessum stað, í Laugardalshöllinni hafa jú verið haldnir nokkrir af eftirminnilegustu tónleikunum í sögu þjóðarinnar.  Það var heldur ekkert undarlegt að mæta einmitt þessum manni nákvæmlega þarna á þessum tímapunkti.  Þetta tvennt átti hins vegar ekki alveg saman. 

Svona var umhorfs fyrir utan klefa annars kvennaliðsins rétt upp úr hádegi...

Mynd057


Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband