Leita í fréttum mbl.is

Sturluson yngri...

...og íbúð! 

Bloggfríið átti að vera tíðindalítið og rólegt.  Margt fer öðruvísi en ætlað er.

Fyrir það fyrsta...var fjárfest í íbúð.  Flunkunýjum salarkynnum á glimrandi fínum stað í Breiðholtinu.  Ég var reyndar ekki á leið úr Hafnarfirði, en þetta var einfaldlega of gott til að sleppa því.  Ekki er loku fyrir það skotið að vinum og vandamönnum verði á komandi misserum boðið í snæðing og skoðunarferð.

Hér stendur Inga Rún fyrir utan slotið.  Myndin er tekin nokkrum andartökum eftir að hún hafði veitt samþykki sitt fyrir kaupunum.

IMG_0291 

Þessi ráðahagur kallar reyndar á drastiskar breytingar á persónulegum högum.  Í fyrsta sinn í tólf ár verður lögheimilið í höfuðborginni og nú þarf að fara að skoða hið pólitiska litróf frá öðru sjónarhorni.  Viðskiptabanki síðustu áratuga fékk líka baugfingurinn (nýtt trikk sem Habban hefur miklar mætur á!).  Þjónustan hjá Kaupþingi er hins vegar til fyrirmyndar í alla staði.

Í annan stað...fjölgun í fjölskyldunni.  Númi Snorrason er mættur til leiks.

IMG_0316b

Hann á reyndar ekki langt að sækja útlitið og greindina.  Númi er nefnilega frændi Tuma.  Þeir eru ágætir saman.

IMG_0308b

Það stóð ekki til að fjölga svona í fjölskyldunni...alveg strax.  Númi tók þetta hins vegar á svipuðum nótum og Tumi gerði á sínum tíma.  Hann valdi okkur eiginlega frekar en að við veldum hann.  Hann var sóttur daginn eftir.


Íbúðakaupunum hafa fylgt óteljandi verslunarferðir.  Það þarf að skoða hlutina vel, vega og meta.  Allt í einu eru viðmót og þjónustulund verslunarfólks farin að skipta mig meira máli en nokkru sinni.  Ég höndla það ekki að nýfermdur og frekar vitgrannur afgreiðslumaður reyni að sannfæra mig um það hvernig framtíð minni sé best borgið. 

Steini vinnufélagi, stórsnillingur og frændi, hefur einstakt lag á að draga fram það besta í fólki.  Fólk sem sinnir þjónustustörfum er þar engin undantekning.  Hann keypti sér t.d. nýtt sjónvarp fyrir tæpu ári, neyddist til að fara með það í viðgerð rétt um það bil sem Eiríkur gerði í brók í Finnlandi og þurfti að lokum að skipta tækinu út.  Þetta vafstur skilaði honum sex nýjum bíómyndum á dvd-diskum.  Það er afrek.
Steini sá auglýsingu frá Öryggismiðstöðinni í blöðunum um daginn, þar sem þess var getið að viðskiptavinir fengju tvo mánuði án endurgjalds.  Hann hringdi í téð fyrirtæki.  Samtalið var eitthvað á þessa leið...lauslega þýtt og endursagt:

Steini: Góðan dag, ég sá auglýsingu frá ykkur í blaðinu...tveir mánuðir frítt...leist svo ljómandi vel á þetta.
Þjónustufulltrúi: Já, þetta er gott tilboð.  Við erum að fá fín viðbrögð við auglýsingunni.
Já, veistu, ég er bara að hugsa um að taka þessu tilboði.
Já, alveg sjálfsagt.  Hvenær myndi henta þér að tæknimaður kæmi til þín til að setja búnaðinn upp.
Það er algjör óþarfi, ég er með heimavörn frá ykkur.
Þögn
Ha?  Ertu með heimavörn frá okkur? En...en...bíddu...
Já já, ég er með allt sem þarf.  Mig langar bara að fá tvo endurgjaldslausa mánuði, eins og auglýst var.
En...en...sko...það eru reyndar bara nýir viðskiptavinir sem fá fyrstu tvo mánuðina fría.
Nú jæja, þess er ekki getið í auglýsingunni.  Ertu alveg viss?
Já, ég er alveg viss um það.
Ja, ég vil nú eiginlega bara fá það sem auglýst er.  Það er ekki mitt mál hvernig þið orðið auglýsingarnar ykkar, það stóð ekkert um nýja viðskiptavini.
Nei, en það er nú samt þannig.  Það eru bara nýir viðskiptavinir sem fá tvo mánuði fría.
Hmmm...þú segir nokkuð.  Heyrðu, þá ætla ég að segja samningnum mínum upp.  Þú sendir þá væntanlega mann til að taka kerfið niður, er það ekki?
Ööööhhh...jú, ég myndi gera það.
Svo ætla ég reyndar að gerast viðskiptavinur strax aftur.  Þá verður kerfið sett upp aftur og ég fæ tvo mánuði frítt sem nýr viðskiptavinur, er það ekki?
Ööööhhh...jú...jú...sem nýr viðskiptavinur.
Væri þá ekki gáfulegra að við spörum okkur báðir vesen og tilfærslur, hreyfðum ekkert við kerfinu en ég fengi tvo mánuði fría...eins og sagði í auglýsingunni.
Ööööhhh...andartak.
Biðtónlist í símanum. 
Sæll aftur.  Heyrðu, við leysum þetta þá svona.  Við hreyfum ekkert við kerfinu hjá þér, en þú færð tvo mánuði án þess að borga...eins og sagt var í auglýsingunni.
Þið eruð ágætir.  Þakka þér kærlega fyrir þetta.


Heimsmet?

Þetta er eiginlega of undarlegt...þetta á að vera ómögulegt.  Veitið nöfnum viðmælendanna athygli...

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338324/2


Ef þú vilt tjá þig um þetta mál verðurðu að heita _________.


Hverjum klukkan glymur...

Stundum þarf ekki mikið til að gleðja mann.  Rakst á þessa stórskemmtilegu parodíu á ónefndum matsölustað í hjarta Reykjavíkur í dag.

Mynd7777

Veit einhver hver staðurinn er?


Þetta er Bjarmi...

...frændi minn.

Mynd006

Fríðara og föngulegra barn er vandfundið.  Hann rumskaði aðeins þegar presturinn bleytti á honum kollinn, leit í kringum sig og ákvað að þetta væri hin ágætasta samkomu og engin ástæða til að hafa frekari áhyggjur af hlutunum.

Þetta var helgi ferðalaga og upplifunar.  Reykjavík, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Kárahnjúkar, Möðrudalsöræfi, Goðafoss, Mývatnssveit, Akureyri, Reykjavík.

Mynd070   Mynd071  

Mynd072   Mynd076

Mynd078   Mynd077

                Mynd082

 


Austanfögnuður!

Ljómandi fínt að vera viðstaddur hátíð á Reyðarfirði.  Veðrið eins og best verður á kosið, sögulegir hlutir að gera og allir kátir og glaðir.

Flugferðin austur var...hmmm...athyglisverð.  Í flugvélinni voru forsætisráðherra Íslands, Kalli á þakinu, Karíus og Baktus, Felix Bergs, Bjarni töframaður, Andrea Gylfa, Jón töframaður, Jón G. Hauksson og Birgitta Haukdal, svo fáeinir séu nefndir.

Það er margt að sjá og skoða á Austfjörðum og sumt kemur hressilega á óvart.  Ég skundaði til snyrtingar á ónefndum stað á Reyðarfirði, en brá hressilega svona um það bil sem ég var að ná áfangastað og velti því fyrir mér að a) halda í mér, b) pissa úti eða c) pissa í skó óþekktra verkmanna.  Þeir rífa sig nefnilega úr þeim og stilla þeim upp á víð og dreif, eiginlega bara um leið og þeir sjá ekki lengur til himins. 

IMG_0170

Á klósetthurðinni, sem leikur lykilhlutverk í þeirri viðleitni að forða almenningi frá því að horfa á karlmenn af öllum stærðum og gerðum dingla larði sínum fyrir ofan pissuskálar, er myndarlegt gat eftir hnefahögg!  Mjög traustvekjandi.

Bílastæðamál eru hér líka skoðunarverð.  Líklega er hugmyndafræðin sú að ef þú átt bíl þurfirðu ekkert hótelherbergi; bílastæði hótelsins er hreinlega lagningarletjandi.

IMG_0171

Annars er þetta allt dásamlegt, veðrið er gott, fólkið gestrisið og landið er fallegt.  Af hverju gerir maður ekki meira af því að ferðast um og skoða þessa perlu sem Ísland er?

Habba Kriss er ánægð með Austfirði og það sem þeir hafa upp á að bjóða.  Vonandi verður hún álíka glöð eftir bílferð til Akureyrar.  Hún ætlar að skoða marga merka staði á leiðinni.

IMG_0175


Er að horfa...

...á þennan líka fína leik í sjónvarpinu.  KA er að vinna eitthvert lið í hvítum búningum 3-0.  Skil ekkert af hverju Höddi er svona óánægður.  Sé að vallaraðstæður á Nývangi eru til fyrirmyndar.


Ég heyrði...

...útvarpsmiðil færa fréttir að handan í gær.  Nánast fyrir tilviljun.  Það kom mér á óvart að hann skyldi hefja öll símtölin á orðunum "halló, hver er þar?"


Dætur mínar eru staddar á sólarströndu.  Það er af sem áður var; þegar ég var í útskriftarferðinni minni 19(& vissu foreldrar mínir ekki af mér í þrjár vikur.  Ibiza hefði þess vegna getað verið fanganýlenda í öðru sólkerfi.  Það þótti svo sem ekkert tiltökumál, það var um langan veg að ferðast og símtöl milli landa kostuðu á við gott litasjónvarp.  Ég hafði nóg annað með tímann að gera en að taka myndir, ég átti ekki einu sinni myndavél og hef þurft að rifja upp ljúfar stundir innan um kynlega kvisti með því að fletta í gegnum myndaalbúm hjá Offa. 
Tækniframfarir hafa hins vegar gert það að verkum að nú hringir maður bara í Bjarna frænda þegar hann er á leiðinni út í geim og það að spjalla við dætur sínar á Mallorca er minna mál en að ná í sjálfan heilbrigðisráðherrann.  Fréttaþjónustuna hefur verið með miklum ágætum og ég hef fengið nokkrar myndir.

DSC00068

Kvöldstund á dæmigerðum majorkískum veitinga- og skemmtistað.  Inga Rún heillaði staðarsöngvarann upp úr skónum.  Ég veit ekki hvort ég á að fagna því eða hafa talsverðar áhyggjur.

Ég fékk aðra mynd með skýringartextanum "nýi tengdasonurinn".

DSC00069


Ég sendi svar..."ég hef líklega fengið ranga mynd, fékk mynd af Söru Líf og einhverri konu."  Miðað við líkamsburði og almennt fas finnst mér frekar ólíklegt að þessi ungi maður þrífist við íslenskar aðstæður, þannig að ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af framvindu  mála.


Þar sem bróðir minn elskulegur hefur ekki enn séð sér fært að birta mynd af erfingjanum á opinberum vettvangi hef ég ákveðið að stela þeim heiðri. 

 DSC02133

Þessi fjallmyndarlegi frændi minn, sem ber með sér auðþekkjanlegan dalvískan þokka, kom í heiminn 18.maí og ber foreldrunum, Stjána og Elvu, fagurt vitni. 


Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ég er EKKI búinn að sækja um vinnu á Sýn.  Það verður engin breyting þar á í bráð.  Ég kem til með að njóta þess að horfa á boltann heima, tjá mig fjálglega um hann við nærstadda og jafnvel sjálfan mig og áskil mér rétt til bullandi hlutdrægni.

PS.  Chris er að koma til landsins í haust.  Það gleður hal og sprund.


Ekki það...

...að ég ætli að jagast eitthvað sérstaklega í KR-ingum.  Þeir virðast eiga nóg með sitt þessa dagana.  Óli Karna bað okkur um að íslenski boltinn yrði lítið ræddur hér innan veggja fyrirtækisins þar til KR hefði fagnað sigri.  Við sjáum fram á að geta lítið rætt þetta fyrr en fyrsta deildin rúllar af stað...næsta sumar.

Það sem vakti kátínu mína í dag var forsíða íþróttablaðs Morgunblaðsins.  Stundum raðast hlutirnir svo einkennilega saman.

Picture 2

 

 

 

 

 

 

 


Fyrirsögnin á viðtalinu á svo ágætlega við myndina og myndatextann.

Myndatextinn er eitthvað á þá leið að KR-ingurinn Grétar Ólafur Hjartarson komist lítt áleiðis gegn Víkingunum Grétari Sigfinni Sigurðsson, Jökli Elísabetarsyni og Vali Úlfarssyni.

Glimrandi gott...gallinn er bara sá að Grétar Ólafur og Grétar Sigfinnur eru hvergi sjáanlegir á myndinni.

Picture 3

 

 

 

Fyrirsögnin reddar þessu.

 

Ég skemmti mér líka dável yfir nokkrum hendingum sem hermt er að ættaðar séu úr bandarískum réttarsölum. 

 

Q: All your responses must be oral, OK? What school did you go to?
A: Oral.

-----

Q: Do you recall the time that you examined the body?
A: The autopsy started around 8:30 p.m.
Q: And Mr. Dennington was dead at the time?
A: No, he was sitting on the table wondering why I was doing an autopsy.

-----

Q: Doctor, before you performed the autopsy, did you check for a pulse?
A: No.
Q: Did you check for blood pressure?
A: No.
Q: Did you check for breathing?
A: No.
Q: So, then it is possible that the patient was alive when you began the autopsy?
A: No.
Q: How can you be so sure, Doctor?
A: Because his brain was sitting on my desk in a jar.
Q: But could the patient have still been alive nevertheless?
A: It is possible that he could have been alive and practicing law somewhere.


Krosstré

Bjarni Fel sagði í útvarpi allra landsmanna í kvöld að það væri orðið tímabært að heyra í Hrafnkatli Kristjánssyni.

Hrafnketill vildi lítið tjá sig um málið.


Ég er sigldur!

Það gefur á bátinn við Grænland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast það er
að tala sem minnst um það allt.
En fugli, sem flýgur í austur,
er fylgt yfir hafið með þrá.
Og vestfirskur jökull, sem heilsar við Horn
í hilling með sólroðna brá.
Segir velkominn heim, segir velkominn heim
þau verma hin þögulu orð.
Sértu velkominn heim, yfir hafð og heim,
þá er hlegið við störfin um borð.

En geigþungt er brimið við Grænland
og gista það kýs ei neinn.
Hvern varðar um draum þess og vonir og þrár,
sem vakir þar hljóður og einn?
En handan við kólguna kalda
býr kona, sem fagnar í nótt
og raular við bláeygan, sofandi son
og systur hans þaggandi hljótt;
Sértu velkominn heim, sértu velkominn heim.
Að vestan er siglt gegnum ís.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim
og Hornbjarg úr djúpinu rís.
                                              (Kristján frá Djúpalæk)

Ég sönglaði þetta einn og með sjálfum mér allan miðvikudaginn.  Textann var ég reyndar ekki með alveg á kristaltæru, en innihaldið og tilfinningin komust til skila.

Mynd052    Mynd053   

Mynd054    Mynd056   

Mynd059    Mynd060

Ég eyddi deginum um borð í hinni sögufrægu Aðalbjörgu RE.  Vinnutengt.  Við Hreinn ljósmyndari vorum mættir til Þorlákshafnar klukkan fjögur...árdegis.  Þetta var langur dagur, en afskaplega ánægjulegur.  Þetta var fyrsta reynslan af snurvoðarveiðum, alltaf lærir maður eitthvað nýtt.  Hrikalega skemmtilegt að eyða deginum innan um sjómenn, þeir segja hlutina bara eins og þeir eru.  Annar okkar var sjóveikur meira og minna allan tímann.  Hinn var hress.  Rifjaðir voru upp gamlir taktar. 
Það var eftirminnilegt að horfa á úrslitaleika Meistaradeildarinnar einhvers staðar á Selvognum.  Móttökuskilyrðin voru reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir, en við tókum stímið heim svona um það bil sem flautað var til síðari hálfleiks.  Lokamínútunum og bikarlyftingunni náðum við nokkurn veginn snjólausum.
Gaman að því.

Erlingur er að vakna til lífsins.  KA-menn allra landa sameinist!  Áhugasamir geta sent línu (skráningu) á netfangið kaleikur@gmail.com


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Snorri Sturluson
Snorri Sturluson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband